Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 25
Svo var lagt af stað til bæjar sem heitir Riquewier
(Ríkvír). Þar var fólki sleppt lausu í nokkurn tíma í
blíðskaparveðri og skoðað m.a. jólahús eitt mjög stórt og
fallegt. Þar fékkst allt mögulegt til jólanna hvort sem þú
vildir hafa þau rauð eða blá. Um kvöldið, fyrir
tónleikana, var okkur boðið upp á hressingu í tjaldi við
geðsjúkrahús bæjarins. Höfðu þá sumir á orði að líklega
yrði tekinn feill á okkur og sjúklingunum. I tjaldinu voru
þeir flottustu smáréttir sem við höfðum séð, í allskonar
útfærslum og litatilbrigðum, og ekki skemmdi bragðið.
Þessu skoluðum við niður með appelsínusafa eða
hvítvíni.
Og þá var komið að því að fínna sig til fyrir aðal
tónleikaferðarinnar. Við fengum bara klukkutíma til að
gera okkur fín, en skipulagningin var ótrúlega góð á
„fjallahótelinu".
Tónleikarnir voru
haldnir í gamalli fallegri
kirkju í Rouffach þar sem
sungin voru kirkjuleg og
veraldleg lög í bland við
orgelverk, homablástur
og síðast en ekki síst
einsöngslög. Tónleikarnir
tókust vel og Diddú söng
sig inn í hjörtu viðstaddra
eins og við mátti búast.
Þarna var svo pressan og
fengum við mjög góða
dóma í blöðum bæjarins
næsta dag.
Eftir tónleikana var
farið “heim í
skógarsalinn” og þar
Diddú. skálað í freyðivíni og
skipst á sögum og söng
fram eftir nóttu.
Næsta morgun
voru margir syfjaðir
og hugðu á gott að
sofa fram til hádegis.
En það var ekki
svefnsamt þennan
morguninn því
konurnar sem sáu um
morgunmatinn voru
örlítið geðstirðar og
ráku bílstjórann hann
Kalla til að ganga um
berjandi pottlok með
sleif, kallandi
„Aufstehen“ sem
útleggst lauslega
„RÆS“. Síðan fór
hann út í rútu og
þeytti flautuna vel og
lengi svo að allir myndu örugglega vakna.
Slett úr klaufunum t.v. Helga María, Hófý,
Diddú, Linda (aftar) Asa (framar) Iris.
Elísabet var svo búin að undirbúa hádegisverð í
Rouffach. Frakkar eru þekktir fyrir vægast sagt rólegar
matarvenjur og í hádeginu fengum við margréttað eins og
alltaf. Stóð hádegismáltíðin yfir í tvo og hálfan tíma og
fannst mörgum nóg um. Við þurftum að bíða smáslund
eftir Elísabetu og var tíminn þá bara notaður til að æfa úti
á götu . Seinnipartinn var farið til bæjar sem heitir
Colmar og skoðuðum við okkur þar um. Colmar er
greinilega vinsæll ferðamannabær því margar verslanir
voru með fullt af minjagripum sem minntu á héraðið og
borgina.
Um kvöldið var svo hinn margumtalaði Gala
kvöldverður sem haldinn var í stórri höll í Rouffach.
Höll þessi er alveg eins og ævintýrahöll en er nú hótel.
Þar var í aðalrétt dádýrskjöt sem var með hinu margfræga
villibráðarbragði og að sjálfsögðu Munster í eftirrétt.
Þarna sungum við létt lög á milli rétta við góðar
undirtektir og svo söng Diddú að sjálfsögðu og gerði
stormandi lukku eins frjáls í fasi og hún er.
Eins og áður hefur komið fram eru Frakkar frægir
fyrir matargerðarlist og matarvenjur sínar, eins og sást
á því að þegar síðasti rétturinn var borinn fram var komið
vel fram yfir miðnætti. Þegar svo dansinn dunaði í
höllinni gátu flestir ekki á sér setið að taka nokkra
snúninga áður en haldið var heim í veiðihúsið.
Laugardagsmorguninn var tekinn snemma því nú
var Italía framundan. En nú skildu leiðir. Átta félagar
okkar fóru fyrr heim og kvöddum við þau með söknuði í
Rouffach. Þau dvöldu einn dag í Strassbourg, og er þar
önnur saga sem inniheldur Halloween og froskalappir og
skora ég á þau að koma með þá sögu síðar.
Ferðin til Italíu gekk vel og vorum við komin á
hótelið í Arco um sjöleytið um kvöldið, eftir um 9 tíma
keyrslu. En Arco er lítill bær við norðurenda Gardavatns
á N-Italíu. Flestir voru þreyttir en þó kom ekki annað til
greina en líta aðeins á næturlífið í Arco, sem endaði hjá
sumum í harðfiskveislu. Mörgum kom á óvart að hundar
væru leyfðir á þessu hóteli, sem annars var hið
notalegasta í alla staði. En þeir (hundarnir ) tóku það
Steina og Kjartan.
Litli - Bergþór 25