Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Hér verður að vanda greint frá tíðindum í sveitinni síðustu mánuðina, að þessu sinni frá lokum nóvember og fram í mars. Tíðarfar á jólaföstu og jólum var gott, hiti oftast um og yfir frost- mark, úrkoma lítil og næstum öll rigning. Milli jóla og nýárs snjóaði nokkuð en snjórinn lagðist jafnt og hreyfðist lítið og varð því vegfar- endum til lítils ama. Fremur kalt var í veðri fyrstu vikur nýs árs og fram í miðjan febrúar. Bæði á Pálsmessu, 25. janúar, og á Kyndilmessu, 2. febrúar, var bjart í lofti. Kann að vera að framtíðarspá samkvæmt vísum í þjóðsögum Jóns Ámasonar þyki nokkuð misvís- andi. Þær eru á þessa leið: Mér finnst oft meira mark takand á þessum gömlu veðurspám en þeim í sjón- varpinu Ef heiðbjart er og himinn klár á helgra Pálus messu mun þá verða mjög gott ár mark skal taka á þessu. Ef að þoka Oðins kvpn á þeim degi byrgir íjármissir og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. Um miðjan febrúar hlýnaði verulega og varð öðru hvom allt að 10°C hiti og veruleg úrkoma. Á öskudaginn, 25. febrúar, var milt veð- ur, lygnt, lítið frost, sólskin öðra hvoru og örlítil snjómugga til og frá. Því era hans 18 bræður á föstunni ekki fyrirkvíðanlegir. Hlýtt var í fyrrihluta mars og hiti oft milli 5 og 10°C og rigndi mikið suma dag- ana. Vatn í ám og vötnum var með mesta móti og þurfti að fá hjálp björgunarsveitarmanna úr Laugardal til að koma hrossum á bökkum Hvítár sunnan við Pollengi á þurrt. I fyrri hluta mars var oft hlýtt og var víðir af erlendum uppruna og ösp sumsstaðar farin að lifna lítis- háttar. Á jólaföstu hélt Skálholtskór tvenna tónleika sama daginn og fékk til liðs við sig Kammer- og Barankór Biskupstungna, nokkra hljóð- færaleikara og söngvara. Seldur var aðgangur að þessum tónleikum og listafólkinu var fagnað með lófaklappi. Er það hvorttveggja að mestu nýlunda í Skálhotskirkju. Aðventukvöld var í Haukadalskirkju með ýmis konar dagskráratriðum. Messur um hátíðar voru með hefð- bundnum hætti; guðsþjónusta á aðfangadagskvöld, miðnæturmessa á jólanótt og hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Skálholtskirkju, hátíðarguðsþjónusta í Bræðratungukirkju á annan jóladag, í Haukadal sunnudag milli jóla og nýárs og í Torfastaðakirkju á nýársdag. Síðan hefur verið messað í Skálholtskirkju um hverja helgi og einnig að kvöldi öskudags. I hinum kirkjunum í prestakallinu er messað öðru hvora, og fyrsta sunnudag í mars var æskulýðsmessa í Torfastaða- kirkju. Sóknarpresturinn, Egill Hallgrímsson, stjómaði henni og flutti hugvekju, bæði Barna- og Kammerkór Biskupstungna sungu undir stjórn organista, Hilmars Amar Agnarssonar, Steinunn Bjamadóttir lék með þeim á gítar og Hekla Pálsdóttir í Brekkuskógi söng einsöng. Árleg jólatrésskemmtun var í Aratungu daginn fyrir gamlársdag. Svonefndar léttmenningarvökur hafa verið haldnar á Klettinum í byrj- un hvers mánaðar. I desember fluttu félagar úr Leikdeild Ungmennafélagsins ýmis konar efni, upplesið og sungið, og í ársbyrjun vora þar lesin ljóð og stökur eftir Tunganmenn. Hluti þeirra var eftir fyrri tíðar skáld en önnur lásu skáldin sjálf. Einnig vora sungnar drusl- ur, sem era veraldleg ljóð sungin við sálmalög. I byrjun febrúar komu Eyfirðingamir Hannes Blandon, Eiríkur Bóasson, Ingólfur Jóhannsson og Sara Blandon og skemmtu með því að lesa og syngja við frum- samin lög ljóð og stökur eftir Káinn, Kristján Nikulás Júlíusson, og greina frá lífshlaupi hans. Fimmta léttmenningarvakan á Klettinum var seint í mars. Hjónin Bjarni Harðarson frá Lyngási og Elín Gunnlaugsdóttir frá Brekkugerði hér í sveit önnuðust dagskrána, og fjallaði Bjami um kynlíf og osta og skylda þætti og sagði gamansögur af ýmsum toga en Elín söng. Skömmu seinna var haldin „Svartárbotnahátíð“ í Aratungu, en hún var nú haldin í annað sinn, og er tilgangur hennar að safna fé til að byggja „Gíslaskála" á Kili. Guðni Ágústsson var heiðursgestur á samkomu þessari og hélt þar ræðu, Karlakór Hreppamanna söng undir stjórn Edit Molnar og með undir- leik Miklos Dalmay, systkinin í Brekkuskógi, Hekla Hrönn, Oddur og Kristinn Páll, sungu, Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti, Kristján Ragnars- son frá Ásakoti og Hjalti Gunnarsson í Fossnesi í Gnúpveijahreppi fóra með vísur og gamanmál, boðnir vora upp bögglar og Ingimar Einarsson frá Kjamholtum lék á harmonikku. Hús þetta varð fokhelt á síðasta hausti eftir mikla sjálfboðavinnu. Áformað er að ganga frá því á komandi sumri. Á samkomunni tilkynnti Haukur Ingvarsson í Berg- holti að hann hefði ákveðið að gefa eina milljón króna til byggingar- innar. Snemma í janúar var gerður leiðangur til að ná kindum, sem sést höfðu innarlega í Efstadalshögum, og tóku þátt í honum smalar úr Grímsnesi, Laugardal og Biskupstungum. Þeir fundu og færðu til bæja 33 kindur úr þessum sveitum, og vora 10 þeirra frá Austurhlíð. í þeim hópi voru 5 ær, einn veturgamall hrútur, sem talið er að gengið hafi úti síðastliðinn vetur, og 4 lömb. Flest leit þetta fé vel út. Næstum tveim mánuðum seinna heimtust tvö lömb frá Austuhlíð í hópi fjár úr Laugar- dal í skóginum vestarlega í Efstadalshögum. Þau vora farin að láta nokkuð á sjá enda hafði skógurinn dregið af þeim ullina að mestu leyti. Félag aldraðra gaf félögum sínum og gestum þeirra kost á að blóta þorra í Aratungu á fyrsta kvöldi hans. Þar var neytt matar framreidd- um af eldhúsliði Aratungu, skemmt með upplestri, söng og að lokum dansað við hljómlist Bjama Sigurðssonar í Haukadal. Á sama stað var þorrablót fyrir almenning, 18 ára og eldri, er full vika var liðin af þorra í umsjá fólks í Bræðratungusókn. Þar var hús- fyllir að venju, fólk kom með matinn með sér, skemmt var með list og gamanmálum og að því loknu var dansað fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitarinnar Upplyftingar. í febrúar og fram í mars hefur Guðrún Sigurrós Poulsen í Austur- hlíð sýnt um tylft málverka sinna í versluninni Blómaborg í Hveragerði. Ibúðum fjölgar stöðugt í sveitinni; flutt hefur verið í fjórar íbúðir í tveimur raðhúsum við Kistuholt og í norðanverðu Reykholtshverfi eru tvö hús risin í vetur en einn grunnur bíður enn húss. I Laugarási er eitt hús í byggingu og annað á Spóastöðum. Tvö frístundahús hafa verið reist síðustu vikur á Vatnsleysuglúfri í landi Heiðar. Þau munu ætlaðir til útleigu. Önnur slík munu vera að rísa í Uthlíð. I vetur hefur verið byggt við Hótel Geysi til að auka rúm í veitingasal og bæta aðstöðu í eldhúsi, og unnið er að stækkun veitingaskála við Gullfoss. Mikið áfall var fyrir sauðfjárbændur og byggðina alla er riða greindist í kind í Vegatungu síðast í janúar. Var fénu fargað og kom þá í ljós að tvær aðrar kindur þar voru með riðu og einnig ein frá Hrosshaga. Öllu fé var einnig fargað á þremur bæjum er næst liggja til norðurs og austurs og einnig var fargað kindum á garðyrkjubýli í Reykholtshverfi, þar sem ekki er mögulegt að sleppa þeim úr húsi í vor nema fara með þær á aðra jörð, en allur flutningur á fé milli bæja mun verða bannaður. Fáeinum kindum á öðrum bæjum hefur einnig verið fargað vegna þess að þær voru eitthvað í húsi þar sem riðan greindist og öðram sem eitthvað hefur verið að, og era þá heilasýni úr þeim rannsökuð. Síðar geindist riða í tveimur kindum í vesturbænum á Vatnsleysu. Fénu þarhefur verið fargað og væntanlega einnig á næstu bæjum þar. Ekki hefur áður greinst riða í Biskupstungum nema við Hlíðar fyrir 16 áram. I febrúar henti það að ekið var á hóp hrossa á veginum sunnan við Vatnsleysu, sem höfðu sloppið úr girðingu. Strax drápust sex hross og tveimur að auki var lógað, þar sem þau höfðu skaðast mikið. Bíllinn, stór jeppi, er talinn ónýtur en ökumann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki. Talið er að refum hafi fjölgað óhóflega hér síðustu ár, og er því reynt að skjóta þá með því að leggja út æti við skothús. Allmargir hafa fallið á þennan hátt í vetur. A K. Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.