Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 20
sem hafði verið hér 17 árum áður. Ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar til að hefta útbreiðslur mæðuveik- innar með girðingum og vörslu, en þær höfðu allar mistekist. Haustið 1951 er allt féð drepið, en strax næsta hast eru hér yfir 3.000 kindur, haustið eftir eru þær orðnar rúm 6.000. Þeim fjölgar svo áfram nokkuð hratt og 10 árum eftir niðurskurðinn eru þær orðnar næstum 15.000 og hafði aldrei verið skráð fleira fé í sveitinni. Mestur hluti nýja fjárins var vel ræktað fé og bæði betur vaxið og frjósamara en það sem fyrir var. Um þetta leyti var tíðarfar fremur gott, ef undan er skilið rigningarsumarið 1955 en jafnvel það ár fjölgar fénu um 24% á milli ára. Bændur voru því bjartsýnir á sauðfjárbúskapinn, en næsta erfiðleikatímabil eru köldu árin síðast á 7. áratug aldarinnar. Flestir höfðu treyst mjög á sumarbeit í afrétti, en stutt og köld sumur þar ollu því að lömbin urðu létt. Fénu fækkar nokkuð jafnt og þétt fram yfir 1990 og er þá ekki orðið nema tæpar þriðjungur af því þegar það var flest. A þessu tímabili er ríkið farið að draga úr opinberum stuðningi við sauðfjárframleiðsluna og bændur beinlínis hvattir til eða jafnvel gert að minnka framleiðsluna. A meðan fjölgar nautgripum mikið og nærri tvöfaldast á tveimur áratugum. Fjöldi hrossa um það bil tvöfaldast á síðari hluta aldarinnar. Þessar breytingar eru sýndar í samhengi við það sem var á fyrri tíð á töflum og línuritum. Einnig er sams konar yfirlit yfir mannfjöldann í sveitinni frá byrjun 18. aldar til byrjun hinnar 21. (Á. M. og P. V. Jarðabók 2. b. bls. 290-291) (Hr. E. Um landsins rýmum og betrun, bls. iv-vii) (Hreppsskilabók ... 1916-1968 bls. 2-139) (íbúaskrá í Biskupstungnahreppi 1. des. 2001). Að lokum vík ég að stöðu sauðfjárræktarinnar hér nú. Eins og sýnt var á töflunum voru haustið 2000 aðeins settar 4.108 kindur á vetur. Líklega eru þær álíka margar nú. Þær eru svo til allar á um tæpum 20 búum. Þau eru frá því að vera með nokkra tugi kinda og upp í allmörg hundruð. í áætlun um framleiðslu- kostnað sauðfjárafurða er gert ráð fyrir að á viðmið- unarbúinu séu 400 vetrarfóðraðar kinudr og gert ráð fyrir að vinna við það sé um 1,35 ársverk. (Handbók bænda 2001. Framleiðslukostnaður sauðfjárafurða bls. 160-161). Sé miðað við að vinna við hverja kind hér sé svipuð og þama er reiknað með, er vinna við sauðféð tæp 14 ársverk. Þetta nær líklega varla því að vera 4% af allri vinnu heimamanna hér í sveitinni. Ekki em ýkja margir áratugir síðan ýmsir töldu ekkert vera alvöm búskap nema sauðfjárrækt. Hún hafði raunar verið það sem fólk lifði að lang mestu leyti af. Málshátturinn „sveltur sauðlaust bú“ sýnir vel þetta viðhorf, og tilhneiging sumra frumherjanna í garðyrkjunni hér í sveitinni til að hafa nokkrar kindur gæti bent til þess að þeir hafi talið hann vera enn í gildi upp úr miðri 20. öld eða þeir teldu sig ekki komast alveg inn í samfélagið nema eiga kindur. Það eru held- ur ekki margir áratugir síðan fyrst fékk maður, sem ekki átti sauðfé, sæti í hreppsnefnd. Allt er þetta breytt nú. Bú af ýmsum gerðum blómstra án þess að þar sé nokkur kind, og menn komast til æðstu metorða þó ekki liggi fyrir að þeir hafi nokkurn tíma snert slíkar skepnur. I einu atriði heldur þó sauðfjárræktin sinni stöðu sem starfsemi er miklu máli skiptir. Eins og löngum hefur verið er nú farið með um þriðjung vetrarfóðraðs fjár til afréttar. Er það næstum einu notin, sem íbúar þessarar sveitar hafa af næstum helmingi lands í hreppnum. Hver og einn bóndi sér um að koma fé sínu til fjalls, en þegar kemur að því að sækja það þangað tekur sveitarstjóm að sér umsjónina og velur nefnd, fjallskilanefnd, til að skipulegga það. Þegar fyrstu smölun lýkur undir stjórn manns sem fjallskilanefndin hefur valið til að hljóta sæmdarheitið „fjallkóngur“ kemur að því að greina hver sé eigandi hverrar kindar og koma henni til síns heima. Þetta verður fólki tilefni til að koma saman í Tungnaréttum, ekki aðeins fjáreigendur og aðstoðarfólk þeirra, heldur hundruðir að öðru fólki bæði innan sveitar og utan. Enginn veit hve margir koma þarna saman laugardag, sem ber upp á 11. til 17. september, en líklegt hefur verið talið að síðastliðið haust hafi verið þar eitthvað á annað þúsund manns, ef til vill nær 1.500. Þetta er því lang fjölmenn- asta samkoma hér í sveitinni, og ef til vill aldrei komið lleiri saman hér en undir skógarhlíðinni við Faxa laugardaginn 15. september 2001. Þetta leiðir svo til þess að haldinn er almennur dansleikur í Aratungu, réttaball, og mun það vera sá eini slíkur sem þar er haldinn nú. Þannig hefur sauðfjárræktin enn sín áhrif, þrátt fyrir breytta stöðu í samfélaginu. Heimildir: Amór Karlsson. Árbók Ferðafélags íslands 2001. Kjölur og kjalverðir. Reykjavík 2001. Amór Karlsson. Birkileifar og kolagrafir. Græðum Island. Landgræðsla ríkisins. Reykjavík 1992. Amór Karlsson. Sala stólsjarðanna. Litli-Bergþór - Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna. 11. árgangur. 2. og 3. tölublað 1990. Ámi Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók. Annað bindi. Ámessýsla. Kaupmannahöfn 1918- 1921. Ljósprentun Reykjavík 1981. Einar Amórsson. Ámesþing á landnáms- og söguöld. Reykjavík 1950. Einar Jörundur Helgason. Erfið vetrarferð. Bergþór. Útgefandi Ungmennafélag Biskupstungna. 2. árgangur. 2. tölublað 1966. Hreinn Erlendsson. Um landsins betmn og rýmun. Kandidatsritgerð í sagnfræði í heimspekideild Háskóla íslands í október 1994. Fjölrit. Siguijón Kristinsson. Rjómabúið við Torfastaðalæk. Litli-Bergþór - Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna. 12. árgangur. 2 . tölublað 1991. Halla Bjamadóttir. Munnleg frásögn í febrúar 2002. Sigurjón Helgason frá Tungufelli. Munnleg frásögn af minjum í Þjórsárdal í september 1999. Handbók bænda 2001. Ritstjóri Matthías Eggertsson. Reykjavík 2001. Hreppsskilabók handa hreppsstjóranum í Biskupstungnahreppi 1916-1968. Handskrifuð bók. Héraðsskjalasafn Ámessýslu. íslensk fombréfasafn II., IV. og XV. bindi. Manntal á íslandi 1801. Suðuramt. Reykjavík 1978. Tekið saman í febrúar 2002 og flutt í Reykholtsskóla. Arnór Karlsson. Litli Bergþór 2Q.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.