Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 23
Samband íslenskra sveitarfélaga að það beiti sér fyrir því að sveitarfélög hætti þátttöku í þessum málaflokki þar til ríkisvaldið hafi staðfest að það greiði a.m.k. sín 50%, en eðlilegast væri að þessi málaflokkur væri alfarið á hendi ríkisins. Gatnagerðargjaldskrá vegna Háholts, Laugarvatni. í ljósi þess að húsbyggendur við Háholt hafa orðið fyrir töluverðum ófyrirséðum kostnaði vegna þess hversu blautt byggingarlandið er þá leggur byggðaráð til að gefm verði 15% afsláttur af gatnagerðargjaldskrá Bláskógabyggðar af lóðum við Háholt. Sveitarstjóri hefur náð samningum um tryggingar fyrir sveitarfélagið við VIS, Vátryggingarfélag Islands, um 20% lækkun á vátryggingum sveitarfélagsins. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur. Byggðaráð leggur til að mótuð verði sameiginleg vímuvamaráætlun fyrir uppsveitir Arnessýslu og verði félagsmálanefnd falið að vinna að þessu máli og koma með tillögur um framkvæmd og umfang áætlunarinnar. Lagt er til að oddviti taki málið upp í oddvitanefnd uppsveitanna. Bréf frá Vegagerðinni dags. 8.des. 2003 varðandi vegtengingar. Rétt er að vekja athygli á að skv. 30 gr. vegalaga nr. 45/1994 er óheimilt að tengja vegi og götur þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. 24. fundur sveitarstjórnar 13. janúar 2004 Mætt voru allir sveitarstjómarmenn.auk Ragnars S. Ragnarssonar, sem ritðai fundargerð. Gestir á fundinum voru: Pétur H. Jónsson, Oddur Hermannsson, Haraldur Sigurðsson, Ragnar Jónsson, Halldór Kristjánsson, Sigurður Oddsson og Arinbjöm Vilhjálmsson. Kynningarfundur á gerð aðalskipulags fyrir Þingvallasveit 2004 - 2016. Skipulagsfræðingar sveitar- félagsins Pétur H. Jónsson, Oddur Hermannsson og Haraldur Sigurðsson kynntu gagnaskýrslu drög 2 sem liggja fyrir. Undirbúningshópur að gerð aðalskipulagsins var einnig boðaður en í honum sitja Halldór Kristjánsson, Ragnar Jónssson fv. oddviti Þingvallasveitar, Sigurlaug Angantýsdóttur sem jafnframt situr í sveitarstjóm auk Sigurðar Oddssonar framkvæmdastjóra Þingvallanefndar og Arinbjamar Vilhjálmssonar skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu. Skipulagsfræðingarnir fóru yfir drög að tillögum sem munu verða kynntar íbúum fljótlega. Farið var yfir málið á fundinum í eftirfarandi röð: a) Staða verkefnisins - gagnaskýrsla og þemakort. b) Hugmyndir að megin markmiðum. c) Afmörkun landnotkunar - hugmyndir og óskir. d) Stefnumörkun í helstu málaflokkum - hugmyndir: • Landbúnaðarsvæði • Svæði fyrir frístundabyggð • Skilgreining vemdarsvæða • Samgöngur - Gjábakkavegur Utdráttur úr tillögunum (drögunum) eru eftirfarandi hugmyndir: Meginmarkmið: Vernda náttúrulega ásýnd svæðisins. Vernda ríkjandi gróðurfar (frá náttúmnnar hendi). Vemda jarðmyndanir - einstæðar jarðsögulegar myndanir. Vemda lífríki Þingvallavatns. Viðhalda tærleika vatnsins. Vemda vatnsauðlindir - vemdun vatnasviðs. Vemdun annarra vistkerfa á svæðinu. Vemda menningarminjar - halda sögunni á lofti. Auka útivistargildi svæðisins - auka aðgengi almennings. Skapa skilyrði til að taka á móti auknum ferðamannastraumi. Tryggja áframhaldandi hefðbundna búsetu. Draga úr áhrifum sumarhúsabyggðar á umhverfið - aðlögun. Að tryggja góðar samgöngur. Samræmi í stefnumörkun sveitarstjórnar, Þingvalla- nefndar og rfkisvaldsins. I umræðum um aðalskipulagið var sérstaklega fjallað um Gjábakkaveg, legu hans og aðkomu að Þjóðgarðinum svo og uppbyggingu frístundahúsa. Farið var inná vatns- vernd, rétt landeiganda til að fá að skipuleggja einkalönd og fleira. Stefnt er að því að halda opinn fund um skipulagsmál í Þingvallasveit þar sem tillögur skipulagsfræðinganna verða kynntar. 28. fundur byggðaráðs 20. janúar 2004 Mættir voru bggðaráðsmenn auk Ragnars S. Ragnarssonar, sem ritaði fundargerð. Landskiptagjörð fyrir jarðirnar LJthlfð I og LJthlið II Biskupstungum. Byggðaráð leggur til að landskipta- gjörðin verð staðfest af sveitarstjórn. Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 29. desember 2003 þar sem fram koma upplýsingar um fram- lög sveitarfélaga á Suðurlandi til Atvinnuþróunarsjóðsins á árinu 2004, en samkvæmt því er hlutur Bláskóga- byggðarkr. 1.638.982. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 7. janúar 2004 þar sem fjallað er um lánsumsóknir 2004, en umsókna- frestur er til 31. janúar 2004. Sveitarstjóra er falið að sækja um lán að upphæð kr. 25.000.000 vegna skuld- breytinga þ.e. að breyta skammtímaláni í langtímalán hjá sveitarsjóði. Einnig samþykkt ábyrgð vegna skuldbreyt- inga hjá Hitaveitu Laugarvatns að fjárhæð kr. 18.000.000. 25. fundur sveitarstjórnar 27. janúar 2004 Mættir voru allir sveitarstjómarmenn auk Ragnars Sæs Ragnarssonar sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð. Upplýsingar frá Hagstofu um breytt lögheimili sveitarstjómarmanns, Bjama Þorkelssonar, sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. Afhent kjörbréf fyrir 1. varamann Margréti Baldursdóttur sem aðalmanns í sveitarstjóm Bláskógabyggðar. Oddviti bauð Margréti velkomna til starfa. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2004, síðari umræða. Bókun vegna fjárhagsáætlunar: Heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar þ.e. sveitarsjóðs og félaga á vegum sveitarfélagsins eru áætlaðar kr. 426.566.000. Rekstrargjöld ásamt afskriftum eru kr. 383.437.000. Til afborgunar langtímaskulda fara kr. 32.123.000. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði kr. 6.100.000, auk kr. 11.026.000, til framkvæmda á vegum eignasjóðs. Þá er gert ráð fyrir enduríjármögnun óhagstæðra og styttri lána að fjárhæð kr. 43.000.000. Heildarskuldir sveitarfélagsins eru kr. 370.000, á íbúa og hafa lækkað um tæplega kr. 100.000, á tveimur árum eða 21%. Fjárhagsáætlunin ber með sér aðhald sem ætlunin er að sýna í rekstri á árinu 2004. Helstu áhersluatriði við gerð fjárhagsáætlunar er öflugt skólastarf. Til þess málaflokks er varið kr. 196.011.000, en sveitarfélagið er með nemendur í tveimur grunnskólum, Ljósafossskóla, og Grunnskóla Bláskógabyggðar. Þá rekur sveitarfélagið Leikskólann Álfaborg, Reykholti og Leikskólann Lind á Laugarvatni. í drögum að greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru tíunduð helstu markmið sveitarstjórnar og skýringar á fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir aukinni ábyrgð á stjómendur sveitarfélagsins við forgangsröðun fjármuna sem þeim er úthlutað. Sveitarstjóm þakkar byggðaráði og sveitarstjóra fyrir ítarlega vinnu sem unnin Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.