Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 10
Þrírfyrrum kaupamenn í Eystra Geldingaholti í Gnúpverjahreppi ásamt Pálínu Guðmundsdóttur, húsfreyju þar. F.v: séra Valgeir Astráðsson, séra Bernharður Guðmundsson og séra Gunnar Björnsson. skapur milli foreldra okkar og þeirra. Ég jarðsöng Nonna og þótti vænt um að fá þannig að hlúa að honum. L-B: Segðu mér frá skólagöngu þinni. Bernharður: Ég gekk í Austurbæjarbarnaskólann, og þá kom í ljós að ég hafði lært svo mikið í sveitaskólunum að ég var töluvert á undan jafnöldrun- um og var því færður upp um bekk og í bekkinn henn- ar Rannveigar, því þar losnaði sætið hennar, þegar hún fluttist yfir í Miðbæjarbarnaskólann. Stefán Jónsson rithöfundur var því líka kennari minn og við eigum sameiginlega bekkjarfélaga, þó við værum aldrei saman í bekk! Seinna fór ég í MR, og lærði mikið af þátttöku í félagslífinu þar. Eg var forseti Framtíðar- innar, þess aldna félags og það undur gerðist að við skiluðum af okkur gróða. En það var vafalaust að þakka meðstjómendum mínum, sem urðu síðar yfir- menn ríkisfjármála, þeim Ragnari Amalds síðar fjár- málaráðherra og Höskuldi Jónssyni, síðar ráðuneytis- stjóra sama ráðuneytis. Það hefði ekki sakað að hafa þeirra ráðgjöf við rekstur Skálholtsskóla nú! í MR var rík leiklistarhefð, Herranótt, sem er talin eiga upptök sín hér í Skálholtsskóla. Ég tók mikinn þátt í því starfi og gat vel hugsað mér að eiga framtíð þar, eins og mörg skólasystkini mín, sem urðu atvinnuleikarar, þau Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir og Gísli Alfreðsson. En það fór öðruvísi. Ég hafði þegar sem unglingur mikinn áhuga á leik- list og tel mér það til tekna að hafa sagt fyrsta orðið fyrir áhorfendum á sviði Þjóðleikhússins sem var vígt á sumardaginn fyrsta 1950! Var það á generalprufunni á Éjalla-Eyvindi, en þar segir smalinn, sem ég lék, fyrstu orðin í sýningunni. Annars var það Nýársnóttin, sem var opnunarsýningin og fengum við leikaramir miða á efri svölum frumsýningarkvöldið. Ég var eina barnið í hópnum og ætlaði lögreglan ekki hleypa mér inn, þó ég veifaði miðanum, sæti nr. 660 ef ég man rétt! Ég gleymi aldrei því ævintýrakvöldi. L-B: Varst þú alinn upp við leiklistina, eða hvernig kom það til að þú fórst að leika? Bernharður: Nei, þessi leiklistaráhugi mun hafa hafist fyrir alvöru þegar Stefán Jónsson sendi okkur, nokkra stráka, til að lesa fyrir, því Þorstein Ö. vantaði stráka til að leika í útvarpsleikriti. Varð það til þess að ég lék barnahlutverk í útvarpi og í Þjóðleikhúsinu næstu árin, þegar ég var á aldrinuml2-15 ára. L-B: Hvemig var framhaldsnáminu háttað? Bernharður: Eftir stúdentspróf fór ég til Frakklands í eitt ár, til að sjá heiminn. Var við háskólann í Caen að læra frönsku og franskar bókmenntir - og kynnast sjálfum mér. - Hleypa heimdraganum. - Þá voru all- nokkrir Islendingar við nám víða í Frakklandi og við hittumst alltaf einu sinni í mánuði á Café Select í París til að ræða málin og skoða lífið. En þarna kynntist ég líka frön- skum hugsunarhætti, sem er harla ólíkur okkar, og þessari hámenningu Mið Evrópu, sem opnaði fyrir manni nýjar víddir. Þegar heim kom innritaðist ég í guðfræðideildina, taldi mig fá þar breiða og góða menntun, en var jafn- framt óreglulegur nemandi í Þjóðleikhússkólanum. Þar var þá mikið af stúlkum og vantaði karlmenn í hópinn og var mér því boðið að vera með þegar ég gæti. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki, sem sýndu þá þegar að þau voru efni í afbragðs leikara, eins og Kristbjörgu Kjeld, Sigríði Þorvaldsdóttur og Flosa Ólafssyni. Eftir þennan vetur varð mér þó ljóst að minn staður var frekar úti í sal en á sviðinu og hélt ég því áfram í guðfræðináminu. - Það voru þá ekki margir, sem bjuggust við því að ég yrði einhvemtíman prestur og kannski allra síst ég sjálfur! En lífið er óútreiknanlegt. - Þessi leiklistarreynsla hefur reyndar orðið mér gagn- leg, ég setti upp nokkur leikrit þegar ég var prestur úti á landi og sérstaklega hefur það komið sér vel í æsku- lýðsstarfi, auk þess sem maður nýtur leiksýninganna og leikhússins betur þegar þessi innsýn er fyrir hendi. L.B: Ég veit að þú ert mikill tónlistarunnandi Rannveig. Var tónlist hluti af uppeldi ykkar systkin- anna? Rannveig: Jú sannarlega. Foreldrar okkar áttu nokkuð plötusafn og þau létu okkur hlusta með sér. Þau kveiktu á kertum og opnuðu okkur heim tónlistar- innar. Ég lærði á píanó í allmörg ár og reyndar svolítið á kirkjuorgel hjá Sigurði Isólfssyni, sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef fengist við. En svo var ég orðin fyrirvinna heimilisins í krefjandi starfi og þegar Svava litla fæddist, varð ég að gefa það upp á bátinn. En öll slík menntun skilar sér einhvernveginn. Fyrir bragðið gat ég kennt á píanó í norska skólanum í Addis Ababa og verið organisti við alþjóðlegu lútersku kirkjuna þar. Tónlistin þekkir engin landamæri, ætli Litli Bergþór 10.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.