Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 11
það hafi ekki verið fólk af 20 - 30 þjóðernum sem sungu sálmana í þeim söfnuði! Þegar við fluttum til Súðavíkur, ung prestshjón, var öll okkar kunnátta gjörnýtt, svo ég var um tíma með tónlistina bæði í kirkjunni og skólanum. Bömin okkar hafa öll verið í tónlistarnámi og tvö þeirra hafa lagt það fyrir sig. Við höfum því fylgst vel með því sem er að gerast á því sviði, sækjum tónleika eftir því sem hægt er, en tónlistarlíf stendur með ótrúlegum blóma hérlendis. Ég fagna því sérstaklega að Skálholt hefur fengið þar sinn sess með Sumar- tónleikunum, sem Helga Ingólfsdóttir stofnaði til og hefur leitt nú í 30 ár, sem og með tónlistarbúðum barna og með starfi Skálholtskórsins og kantorsins, Hilmars Arnar Agnarssonar. Nú er tónlistardeild Lista- háskólans farin að koma reglulega til starfa og æfínga í Skálholti auk fjölmargra kóra og hljómsveita. Hin góða aðstaða í Skálholtsbúðum þjónar tónlistinni vel. L.B: Hvað tók svo við hjá ykkur að loknu námi þínu Bernharður? Bernharður: Nú, ég lauk kandidatsprófi vorið 1962 og hafði fengið styrk til framhaldsnáms í Ameríku. Vegna verðfalls á dollaranum urðum við að bíða í eitt ár og þá voru góð ráð dýr. Fór svo að ég tók prestsvígslu og fórum við Rannveig til Súðavrkur, með Svövu okkar þá tveggja ára, en þar vantaði þá prest og hafði reyndar vantað um árabil. Og þar ílentumst við í 3 ár, 1962-1965. Við afþökkuðum námsstyrkinn, en þáðum þess í stað ferðastyrki til að kynnast kirkju- og safnaðarstarfi vestra. Við ferðuðumst milli stranda í Bandaríkjunum og dvöldumst á fjölda stofnana, skóla og prestsheimila og fengum fjölbreytta sýn á kirkju- lífið sem við reyndum að nýta okkur þegar við komum aftur heim til Súðavíkur, þótt aðstæður væru vægast sagt gjörólíkar! Aldarfjórðungi síðar fékk ég svo námsstyrkinn og við fórum til Bandaríkjanna aftur! Flestir prestar segja að fyrsta prestakallið sé eftirminnilegast og áhrifaríkast. Það er ekki fjarri sanni og vissulega var þetta gjörólíkt lífinu í Reykjavík. Fólkinu í Súðavík hafði fækkað mjög á þessum árum, íbúatalan var komin niður í rúmlega 100 manns og það voru nær engin hjón á okkar aldri eða yngri í þorpinu. Það hafði verið atvinnuleysi og gæftaleysi, fiskur hafði horfið úr Djúpinu og því erfið staða. En fólkið var laust við víl og væl, það var duglegt og samstaðan mikil. Á sama tíma var hins- vegar uppgangur í Bolungavík og ísafirði, þar sem styttra var á miðin. Vegurinn frá ísafirði endaði þá í Súðavík og þaðan þurfti því að fara með báti eða fótgangandi ef menn áttu erindi inn í Djúp. Mjólkurbáturinn fór tvisvar í viku. Ég þjónaði Eyri í Seyðisfirði, þar vor tveir bæir í sókninni, og svo gömlu höfuðkirkjuni í Ögri. Þegar messað var þar, þurfti ég að fara með mjólkurbátnum á föstudagsmorgni og kom svo til baka á þriðjudags- kvöldum. Rannveig var því ein heima í 5 daga með Svövu litlu á meðan og kvartaði ekki. En það var lærdómur að kynnast mannlífinu þama í inndjúpinu. Fólkið kom á bátum til messu og í vörinni var lítið hús, þar sem fólk skipti um föt og fór í kirkjufötin. Eftir messu var messukaffi og síðan var kvenfélags- fundur, hreppsnefndarfundur, eða annað sem þurfti að gera, og menn gerðu út um kaupskap. Ferðin var sem- sagt nýtt til hins ýtrasta! Rannveig: Þegar við komum til Súðavíkur var kirkjulaust þar og messað í bamaskólanum. Þá var fólksflóttinn af Ströndum algjör. Brottfluttir Hesteyringar, sem sest höfðu að í Súðavík, lögðu til að A vígsludaginn, 30. september 1962. Rannveig, Svava, þá tveggja ára og Bemharður. flytja kirkjuna frá Hesteyri til Súðavíkur til þess að hún grotnaði ekki niður á Hesteyri og var það gert. Var það mikil fyrirhöfn og kostaði sjálfsagt meira en reisa nýja kirkju. Súðvíkingar unnu mikið þennan fyrsta vetur í kirkjunni við að mála, leggja hita og gera hana nothæfa, munaði þar mest um áhafnir bátanna í landlegum. Síðan var hún vígð fyrsta vorið okkar í Súðavík. Urðu af þessu nokkrir eftirmálar, því Hestfírðingar búsettir í Reykjavík sættu sig ekki við flutninginn á kirkjunni. Bernharður: Læknir kom tvisvar í viku til Súðavíkur frá Isafírði. Rannveig annaðist lyfjaaf- greiðslu fyrir hann síðasta árið, sem var nýlunda fyrir fólkið og sparaði því mörg spor út á ísafjörð. Svo æfði hún kirkjukórinn og spilaði á orgel í messunum í viðlögum. Sunnudagaskólinn var heima í stofu og Rannveig kenndi líka handavinnu í skólanum. Við settum unglingskóla á laggirnar og allir græddu á því. Fjölskyldurnar gátu haldið börnum sínum heima og spöruðu sér heimavistarkostnaðinn einhvers- staðar, hægt var að halda út æskulýðsstarfi, þama var vinnuafl til vara þegar fiskigengd var sem mest! Ég held það hafi bara verið þrír karlmenn í plássinu, sem ekki unnu í fiski: skólastjórinn, kaupmaðurinn og presturinn! Þá var þetta launabót fyrir okkur, því að prestlaunin voru svo skelfilega lág á þessum tíma. Við gátum ekki keypt okkur bíl, lítinn Skoda, fyrr en eftir tvö ár í starfi. Návistin við dauðann er daglegt brauð í fiski- þorpum, og það var eftirminnilegt hvernig konurnar voru sífellt að skima síðdegis út fjarðarmunnann Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.