Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Búhjálparherra og kaupakona Viðtal við séra Bernharð Guðmundsson og Rannveigu Sigurbjörnsdóttur í Skálholti Það hefur verið venja hér í Litla-Bergþóri að taka tali rektora Skálholtsskóla hverju sinni og fræðast þannig um þróun starfsins í Skálholtsskóla og forvitn- ast í leiðinni um líf og starf þeirra, sem þar halda um stjórnvölinn. Og í þeim erindagjörðum er blaðamaður mættur heim til þeirra Rannveigar og Bernharðs í rektorshúsinu í Skálholti, dag einn í byrjun febrúar 2004, í snjómuggu en stilltu veðri. Þegar blaðamann ber að garði er Rannveig fyrir utan húsið að huga að bílnum fyrir Reykjavíkurferð, sem fyrirhuguð er seinna um kvöldið, en hún lætur það ekki aftra sér frá því að taka alúðlega á móti gesti og býður inn í bjarta og stílhreina stofuna, þar sem Bemharður situr við lestur. Þar sem undirrituð hefur ekki komið inn í húsið áður, er farið í stutta sýningarferð um húsið, sem er skemmtilega hannað, með stórum gluggum og frábæru útsýni yfir kirkjustaðinn, og sveitir Suðurlands. í miðju hússins er opið rými eins og kross í laginu, með þakglugga, sem gefur fallega birtu. Þegar við höfum komið okkur fyrir við borðstofu- borðið með te og meðlæti við höndina - og útsýnið góða, - eru skriffærin dregin fram og fyrst spurt: L.B: Hvað eruð þið búin að vera lengi í Skálholti? Bernharður: Já, við komum hingað 1. ágúst 2001, svo við erum búin að vera í um 2 1/2 ár hér, eða helminginn af 5 ára ráðningartíma mínum sem rektor Skálholtsskóla. Þar sem Rannveig er tímabundin, vindum við okkur fyrst að henni með hina klassísku spurningu um ættir og uppruna viðmælenda. Rannveig: Eg er Skaftfellingur í húð og hár, fædd í Svíþjóð og alin upp í Reykjavík. Foreldrar mínir, Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkelsdóttir eru bæði Skaftfellingar, faðir minn fæddur þar og uppalinn, en móðir mín er fædd og uppalin í Reykjavík. Einar Sigurfinnsson, föðurafi minn, varð fyrir því óláni að missa ömmu mína Gíslrúnu Sigurbergsdóttur frá tveimur ungum sonum, þegar hún var aðeins 23 ára. Hún lést á nýárs- dag árið 1913 af brunasárum sem hún Rannveig lengst til vinstri ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þorkell ífangi Sigurbjörns og Gíslrún við pilsfald Magneu. Einar Sigurfmnsson, föðurafi Rannveigar, sem bjó um skeið á Iðu og móðuramma hennar, Rannveig Magnúsdóttir. fékk er hún bjargaði drengjunum sínum úr eldsvoða. Það varð til þess að faðir minn ólst upp hjá afa sínum og ömmu í móðurætt, Sigurbergi og Árnýju í Háu- Kotey í Meðallandi. Einar, afi minn, settist síðar að á Iðu, hér handan við ána, með seinni konu sinni, Ragnhildi, og bjó þar í all mörg ár. Var ferjumaður og bóndi. En pabbi var þá kominn á unglingsár og var í skóla í Reykjavík. Hann átti því aldrei heima á Iðu, en kom þar á sumrin í heyskapinn. Fyrstu minningar mínar eru úr húsi afa og ömmu í Reykjavrk en síðan úr sveit, þegar foreldrar mínir fluttu að Breiðabólsstað á Skógarströnd á Snæfellsnesi, en þá var ég fjögurra ára. Pabbi var þar prestur og bóndi, var með 3 kýr, kindur og hesta. Hann hafði gaman af hestum og ég man að hann átti mikinn gæðing, sem hét Krummi og svo var líka vagnhesturinn Skafti, kötturinn Branda og hundurinn Lubbi. Eg var önnur í röðinni af eldri systkinunum fjórum, sem þá voru fædd. En alls urðum við átta systkinin. Mamma var organisti í kirkjunni og hlynnti vel að henni. Hún saumaði og gaf kirkjunni þar bæði forkunnarfagran altarisdúk og hökul, sem teiknaður var af Nínu Tryggvadóttur, sem síðar gerði gluggana hér í Skálholti. Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.