Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 14
Frá Leikdeild Umf. Bisk Ég ætla að segja frá nýafstöðnum sýningum á leikritinu Góðverkin kalla eftir þá Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Þetta byrjaði kannski ekki nógu vel, þá á ég við umræðuna meðal sveitunganana, á nú að fara að setja upp leikrit einu sinni enn?, þarf ekki að fara að skipta um fólk? o. s. frv. Okey, við í stjórn Leikdeildarinnar héldum fund í byrjun nóvember, þar sem þetta var rætt fram og til baka. Sem betur fer erum við mjög bjartsýn og trúum á okkar fólk, ákváðum sem sagt að halda okkar striki og sýna leikrit í vetur. Og nú skyldi heldur betur bjóða öllum í Bláskógabyggð að vera með okkur og þeim boðið á fund þar sem málin yrðu rædd, dreifibréf sent á hvern einasta bæ í sveitarfélaginu, og viti menn, þar mættu átta manns, allt að megin hluta til sama fólkið og verið hefur með okkur undanfarin ár, ekki var nú áhuginn meiri en þetta. En nóg um það, og lítum á björtu hliðarnar, leik- stjóri var ráðinn, Gunnar Björn Guðmundsson, ungur og upprennandi leikstjóri úr Hafnarfirði, sem reyndist á endanum einn sá besti sem við höfum fengið til okkar. Strax í upphafi var ákveðið að hefja æfingr 5. jan. og frumsýna 13. febr. Og án teljandi örðugleika tókst þetta sem þakka má samheldni leikhópsins og allra þeirra sem komu að þessu, og ekki má gleyma öllum elskulegu konunum sem sáu um eldhúsið um helgar og mikilli vinnu sem þær skiluðu með sóma í sambandi við ýmsar reddingar, svo sem við gerð leik- skrár og söfnun á auglýsingum í hana og óteljandi öðrum hlutum, því þetta er býsna mikið fyrirtæki. Sem sagt frumsýnt var 13. febrúar, og fengum við frábæra dóma í fjölmiðlum, alveg sama hvort um var að ræða leik, leikstjórn eða sviðsmynd. Dæmi: „Til þess að farsi gangi upp þarf leikstjóri að vera góður í tímasetningum (tæmingum) og treysta leikurum sínum fyrir þeim líka. Gunnar Björn er þannig leikstjóri og jafn heppinn með leikara í Aratungu og þau með hann.” Formenn félaganna Dívans og Lóðarís á sviði. Bankastjórinn og móðir hans. „Makalaust nákvæmur í leik sínum.” „ ... einfaldlega leikari af Guðs náð...“ „ ... bauð ýmsan varning sem heiðríkjan sjálf..." „ ... með því snjallast sem ég hef séð ...“ „ ... hefur einstaklega og góða tilfinningu fyrir kómískum tæmingum ...“. Og svona mætti lengi telja áfram. Við sýndum 14 sýningar, telst okkur til að milli 800 og 900 manns hafi séð þessa uppfærslu, sumir komu tvisvar til þris- var sinnum. Enn og aftur vil ég þakka öllum sem komu að þessu, leikurum, leikstjóra, ljósamanni, hvíslara og Hilmari Emi er þakkað kærlega fyrir hans þátt, öllum konunum baksviðs og í eldhúsi. Að lokum vil ég þakka Sigurjóni Kristinssyni fyrir að vera með okkur, en hann fagnar nú 50 ára leikafmæli með Ungmennafélagi Biskupstungna. Gleðilegt sumar kæru _ ----------- Bláskæklingarog takk fyrir /%mun mœta> efég^g komuna á sýnmgarnar í vetur. [boðaður á leikfélagsfund. Egill Jónasson, _____ ritari Leikdeildar Umf. Bisk. Á Jf) P. s. Þið sem endilega viljið sjá nýtt fólk í leik- starfi mætið á auglýsta fundi hjá okkur og takið þátt í gamninu. Litli Bergþór 14.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.