Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 9
Fjórir œttliðir en tvö nöfn: Bemharður Guðmundsson og Svava Bernharðsdóttir. þau hjónin bæði Önfirðingar í ættir fram. Ég átti víst að bera nöfn þeirra: Bernharður Jámgarður, en prestinum þótti vissara að hafa seinna nafnið Garðar, svona ef ég skyldi nú skrolla! Nú býr myndarbúi á Kirkjubóli frændi minn, Guðmundur Steinar Björgmundsson og Sigríður kona hans, en við erum systrasynir. Þau hjónin tóku á móti kúnni, sem synti yfir Önundarfjörð hér um árið, þegar átti að farga henni og reyndist hún vel hjá þeim. Sonur þeirra, og alnafni minn, er svo að taka við búi þarna um þessar mundir. Mér þykir vænt um það að aftur verður Bernharður Guðmundsson á Kirkjubóli. Mamma var mikil sveitakona í sér og undi sér ekki í Reykjavík á sumrin en fór með mig vestur í heyskap- inn. Einkasonur afa míns, Helgi, dó sumarið þegar ég var fimm ára. Þá samdi afi við mömmu að ég skyldi verða kyrr hjá honum um veturinn. Þannig tókst hann á við sorg sína. Ég svaf fyrir framan afa, fylgdi honum á húsin og hann fræddi mig og sagði mér margt, sérstaklega af ömmu sinni sem ól hann upp. Hún var fædd um 1820. Þannig eignaðist ég ómetanlega teng- ingu og innsýn inn í fortíð okkar. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og frændi okkar, var þá farkennari í sveitinni og bjó hjá okkur. Hann kenndi mér að lesa með bandprjónsaðferðinni, lét mig stundum lesa úr Nýja-testamentinu upp á gamla mátann. L-B: Hvemig var þínum uppvexti háttað, og hver eru systkini þín? Bernharður: Éoreldrar mínir hófu búskap á Bessa- stöðum, þar sem pabbi var ráðsmaður, en fluttust síðan til Reykjavíkur í byrjun stríðs og voru við ýmis störf. Pabbi var lengst af bílstjóri, en móðir mín vann oft sem ráðskona á sumrin, m.a. hér í sumarbúðunum í Skálholti í mörg ár og víðar. Hún var einnig fyrsta ráðskona Skálholtsskóla. Þegar hún dó í fyrra, var stofnaður Svövusjóður til minningar um hana, í tengslum við skólann, að tilstuðlan Sigurbjarnar, tengdaföður míns. Styrkir hann fólk til dvalar á kyrrðardögum. Mamma bar kyrrðardaga mjög fyrir brjósti og skildi vel gildi þeirra. Hún var mikil vefnaðarkona, hafði stundað nám í vefnaðarkennaraskólanum, og liggja eftir hana mörg falleg verk M.a. eitt hér í skólanum í Skálholti. Ég er elstur af fjórum systkinum, hin eru Margrét Pálína, fædd 1940, sérkennari við Öskjuhlíðarskóla. Hún hefur verið búsett víða á Norðurlöndum við nám og vegna lektorsstarfa manns hennar. Hún hefur unnið mikið starf að friðar og jafnréttis- málum. Kristján Helgi, fæddur 1943, framkvæmdastjóri Öldrunarsamtakanna Höfn í Hafnarfirði, áður bæjarstjóri í Kópavogi. Hann er nú kvæntur inn í Gnúpverjahreppinn, er góður hestamaður og þekkir vel Árnesþing, landslag, sögu og fbúa. Yngstur er Þórhallur, fæddur 1952, tækni- og tölvunarfræðingur, búsettur í Noregi og rekur þar nú tölvunarfyrirtæki. Áður vann hann lengi á vegum Norsk Veritas vítt um heiminn sem eftirlitsmaður með verktökum. Hvað varðar uppvöxtinn, var ég í sveit flest sumur. Eftir að afi og amma brugðu búi fór ég fermingar- sumarið mitt að Miklaholti hér í Tungunum og var þar Bernharður fylgdi afa sínum og nafna til flestra starfa, árin þeirra saman á Kirkjubóli. Sláttuvélin er sú fyrsta, sem barst til Önundaifjarðar. tvö sumur, þangað til féð var skorið niður 1952 út af mæðiveikinni og þá þurfti ekki lengur „búhjálpar- herra“ eins og þau kölluðu mig! Jón og Eiríkur voru teknir við búinu en Sveinn faðir þeirra átti mörg handtökin ennþá, Júlíana var fyrir framan hjá sonum sínum og Inga systir þeirra var heima en vann mikið við gestamóttöku á Geysi. Eftir að hafa verið hjá öfum mínum á litlum jörðum, fannst mér mikið til um land- flæmið og landkostina í Miklaholti. Þetta var höfðingsheimili, mikill gestagangur og enn meiri hjálpsemi við grannana og gott að vera þar. Magnús bróðir þeirra bjó þá í Reykjavík en fluttist síðar á Norður-Brún. Seinna var Þórhallur bróðir minn líka í sveit hjá þeim bræðrum í Miklaholti, enda mikill vin- Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.