Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 17
Eitt af því sem afla þarf til búsins er eldiviður. Á flestum jörðum hér í sveit mun hafa verið viður, sem auðvelt var að nota til að sjóða matinn. Líklega hafa víða verið meiri vandkvæði á að finna nógu stóran skóg til að gera úr honum viðarkol, en þau þurfti til að geta stundað rauðablástur, sem fólst í því að vinna járn úr mýrarrauða. Trúlega hefur slík vinnsla verið hér á mörgum bæjum á fyrstu öldum byggðarinnar, t. d. með tilliti til þess hve mikið er af ummerkjum um rauðablástur við bæjam- injamar í Þjórsárdal. (Siguijón Helgason frá Tungufelli. Munnleg heimild) Hér mun þó vart vitað um slfkar minjar nema ef vera skyldi í Tangaveri á Tungnamannafrétti. Viðarkol þurfti einnig við járnsmíðar og þó sérstaklega til að hita sláttuljái þegar þeir vom dengdir. Fyrr á öldum áttu kirkjumar í Bræðratungu og á Torfastöðum skó- garhögg fyrir suðvestan Bláfell. (Jarðabók A. M. og P. V. bls. 287 og 294) Á þessum slóðum hefur á síðustu áratugum mátt sjá all- margar gamlar kolagrafir. (A. K. Birkileifar og kola- grafir. Græðum ísland bls. 93 — 98) Enginn veit hver hefur þar gert til kola, en vel má gera því skóna að á vegum kirknanna hafi verið framleidd þama viðarkol til sölu til þeirra er ekki áttu kost á því að búa þau til sjálfir. Þessar grafir munu vera svo gamlar að ekki er þess að vænta að neinar ritaðar heimildir séu til um þennan atvinnurekstur jafnvel þó hann hafi verið allmikill að umfangi. Vel má vera að kolagrafír og gjall frá rauðabæstri leynist í jörð hér í byggðinni. Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín, sem var tekin saman í Skálholti haustið 1909, er fyrsta bitastæða heimildin um avinnulíf hér í sveit á fyrri öldum. Þar er greint frá verðmætamati jarðanna, þó ekki þeim sem Skálholtskirkja átti, eigendum þeirra og ábúendum. Fram kemur hve mikla leigu (landskuld) ábúendur áttu að greiða og þær kvaðir sem á þá voru lagðar. Á flestum jörðum kirkjunnar er aðeins sagt að kvaðir séu eins og á öðrum stólsjörðum án þess að tilgreina það nánar. Á Gýgjarhóli kemur þó fram að þær eru „mannslán, hestlán og dagsláttur“. Þar þarf að greiða tvö stór hundruð í landskuld, sem líklega er rétt að túlka svo að þurft hafi að greiða í leigu sem svaraði 240 álna (um 150 m) langri vaðmálsvoð eða tvö kýrverð. Á nokkrum jörðum er landskuldin jafnhá og aðeins hærri í Haukadal, 260 álnir. Á flestum jörðum er hún miklu lægri og að meðaltali um 125 hundruð. Landskuld er svipuð á jörðunum í einkaeign og stól- sjörðunum, en á jörðum í einkaeign eru yfirleitt engar kvaðir. Jörðunum fylgja svonefnd kúgildi, þrjú til átta á hverri jörð, en eitt kúgildi var ein kýr eða sex ær loðnar og lembdar, þ. e. ær í ull og með lömbum í fardögum í byrjun júní. í Jarðabókinni er greint frá búfjárfjölda á hverri jörð. Þar kemur fram að á 56 búum í sveitinni eru 368 kýr eða 6,6 að meðaltali. Kvígur, naut og kálfar eru 250 og því 11 nautgripir að meðaltali hjá bónda. Ær eru samtals 2585 og kindur alls 5443 eða 97 að meðaltali. Hross eru samtals 403 eða 7 að meðaltali hjá bónda. Mikill munur er á bústærð á höfuðbólunum annars vegar og smábýlum og hjáleigunum hins vegar. Sem dæmi má nefna að í Bræðratungu eru 26 nautgripir, 263 kindur og 17 hross. Á Kjaransstöðum eru 4 naut- gripir, 59 kindur og 4 hross og í Stritlu (nú Dalsmynni) eru 4 nautgripir, 35 kindur og 2 hross. Konunni sem þar býr er þó gert að greiða 50 álnir, eða næstum hálft kýrverð, á ári í land- skuld. Jarðabókin greinir nokkuð frá kostum og göllum jaraðanna og hlunnindum sem þar eru. Augljóst er að mikil tilhneyging er til að gera lílið úr kostum jarðanna en gallar og ýmis vandkvæði sem eru á búskap þar og nýtingu hlunninda, nákvæmlega rakin. Þetta munu ábúendur hafa gert til að ýta ekki undir að land- skuld væri hækkuð, og ef til vill hafa þeir gert sér vonir um að fá hana lækkaða. Fram kemur að landskuldin hafði allvíða verið lækkuð eftir Heklugosið 1698 og einnig eítir bólusóttarfaraldurinn 1707. Á fjórum jörðum er greint frá að hrís og víðir sé til fóðurs, skógur er talinn til landkosta á sjö jörðum en á flestum þeirra sagður vera að rýrna eða mjög eyddur. I Laugarási er sagt að hverirnir spari eldivið. Silungsveiði er getið á níu jörðum en víðast lítið látið af veiði. Svipað er um laxveiðina, sem greint er frá á fímm jörðum. Á jörðum við Hvítá er sandeyrum kennt um að ekki sé unnt að veiða og sem dæmi má nefna að á Spóastöðum er þannig greint frá veiðihlunnidum: „Lax og silungur gengur í Brúará, en verður ekki veid- dur fyrir dráttaleysi og festum í ánni.“ Á orðalagi máls- greina um veiðina má ráða að veitt hefur verið í ánum með því að draga á. (Á. M„ P. V. Jarðabók 2. b. bls. 275 — 311) Lítið er um heimildir um búskap hér í sveit á 18. öldinni aðrar en Jarðabókina. Ætla má að bændur hafi í stórum dráttum búið við þær aðstæður, sem þar er lýst, fram undir aldarlokin. Hver og einn reyndi að búa að sínu og bjarga sér af því sem jörðin gaf. Hún var að sjálfsögðu misjafnlega gjöful og oft naum á gjafír þegar veðurfarið var kalt og var svo oft á þessari öld. Svo til allir bændurnir voru leiguliðar, flestir Skálholtsstóls, og þurftu því að standa skil á leigu- gjaldi, landskuld. Að sjálfsögðu hefur mörgum reynst það erfitt og mun hafa gengið illa að innheimta það. Ef til vill hefur einmitt það hversu lítið kom inn af landskuldinni, og hvernig framsýnir menn sáu að það hélt bændum í heljargreipum fátæktarinnar, átt sinn þátt í að undir lok 18. aldarinnar varð mikil breyting á stöðu bænda hér í sveit, þegar 37 jarðir voru seldar á uppboðum á árunum 1785, 1788, 1790, 1794 og 1798. Jarðirnar hafa verið seldar með byggingum og var verð þeirra frá rúmum 51 ríkisdal og upp í rúma 418 en að meðaltali um 230 ríkisdalir. Kúgildin voru boðin upp sér og seljast á 4 til 6 ríkisdali hvert. Því eru jarðirnar seldar á verði sem nemur frá um 11 og upp í 89 kúgildi og að meðaltali um 50 kúgildi eða 300 ær að vori í ull og með lambi. Með miklum fyrirvörum um óná- Af Fellsfjalli til norðurs. Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.