Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 13
til Ólafsvallakirkju! Gekk það eftir. Baltasarkom austur og hófst handa. Var þetta nánast eins og kennsla í málaralist, því að oftast voru einhverjir Skeiðamenn í kirkjunni að fylgjast með. Mátti þekkja á altaristöflunni vini Baltasar, eins og Helga Skúlason, hann málaði sjálfan sig sem Júdas, systir hans og Kristjana kona hans eru þar þekkjanlegar líka. Einn lærisveinninn fékk andlit gamla meðhjálparans. Myndin er máluð þannig að Kristur og lærisveinarnir sitja við borð, sem fær framhald í sjálfu altarinu. Þegar prestur stendur fyrir altarinu skyggir hann á hendur Jésú með patínuna og kaleikinn og þegar hann snýr sér fram við altarisgöngu er sem hann hafi tekið við þeim úr höndum Krists. Hinn krjúpandi söfnuður myndar svo „samfélag heilagra á öllum öldum“ með læri- sveinahópnum hinum megin við borðið. Þetta er gull- falleg mynd og hefur verið notuð í fermingarfræðslu kirkjunnar. Þegar kirkjan var vígð, flutti formaður sóknamefn- dar, Sigurður á Hlemmiskeiði, þakkarorð til Baltasars og lauk ræðu sinni með því að segja að: „Æ skal gjöf til gjalda ef vinskap skal halda“. Þá voru dyrnar opnaðar og úti stóð glæsilegur gæðingur með fullum reiðtygjum. Voru það launin fyrir altaristöfluna. Og það varð upphafið að hestamennsku Baltasars. Hafa fáir málarar málað íslenska hestinn jafn innilega og hrífandi sem hann. L.B: Þið voruð fimm ár hér í uppsveitunum, hvað tók þá við? Bernharður: Sumarið 1970 fluttum við til Reykja- víkur þar sem ég gerðist æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjun- nar árin 1970-1973. Þá var æskulýðsstarfið að eflast og gaman að taka þátt í því. Það var kraftmikið skipti- nemaprógram og sum af fermingarbömunum mínum fóm á þess vegum til ársdvalar erlendis. Þá var Bítlatíminn upp á sitt besta og haldnar hvíta- sunnuhátíðar, t.d. í Sáltvík. Það var augljóst að kirkjan átti að vera þar sem unga fólkið var. Ég komst í sam- starf við Hljóma og eina hvítasunnuna vomm við með helgistund á sunnudagsmorgni í Saltvík. Hljómar spiluðu og sungu, Kristín A. Ólafsdóttir söng og las texta og ég lagði svo út af honum. Þeir unnu síðan plötuna „lifun“ út frá þessari uppákomu. Flestir voru auðvitað enn inni í tjöldunum og ekki margir úti til að hlusta. En hátalaramir voru út um allt. Það er enn að koma til mín fólk, sem segist hafa verið þarna og lýsir því hve þetta hafi verið eftirminnilegt. Við rifjuðum upp þennan 33 ára gamla atburð um daginn, við Gunnar Þórðarson, litum svo hvor á annan, gráhærða og hrukkótta, og skelltum upp úr! A þessum áram voru lrka blómabömin, hreyfing ungs fólks, áberandi, ein hliðargrein þeirra var Jesúbörnin, sem sendu stundum félaga sína hingað. Einu sinni kom 12 manna hópur söng - og tónlistar- fólks, sem tilheyrði Jesúbörnunum og það var efnt til mikillar samkomu í Laugardalshöllinni, sem var þéttsetin. Ég hef sjaldan verið eins óstyrkur eins og þegar ég var þarna einn á sviðinu frammi fyrir þessum hundruðum unglinga, vitandi að upptakturinn skipti sköpum með afdrif svona samkomu. En þetta gekk og söngvar Jesúbamanna heyrðust mörg ár á eftir í unglingahópunum. Séra Jónas Gíslason, síðar vígslu- biskup hér í Skálholti, vann þarna mikla skipulags- vinnu. Hann var framsýnn maður og næmur á sam- félagið. A þessum árum var ég með reglubundið innlegg í „Stundina okkar“ og í útvarpinu og sótti ýmis námskeið í þá vera erlendis, því það var orðið augljóst að fjölmiðlar voru orðnir veigamikill farvegur kristinnar boðunar og eins gott að kunna þar til verka. En árið 1973 urðu kaflaskil í lífi okkar, þegar mér bauðst að starfa á vegum Lútherska heimssambandsins í Addis Abeba í Eþíópíu. G.S. Framhald í nœsta blaði. Heimasímar: Loftur: 486 8812 8531289 ■ ■ 1111 VÉLAVERKSTÆOI ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Heigi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.