Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 21
Hreppsnefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 23. fundur byggðaráðs 18. nóvember 2003 Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar S. Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Bréf frá 1.-3. bekk Grunnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni um að sett verði upp gangbraut, gangbrautar- merki á Lindarbraut. Samþykkt og sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Deiliskipulag Hrosshaga, samþykkt að auglýsa í sam- ræmi við skipulags- og byggingarlög og vísa framkvæmd þess til skipulagsfulltrúa. Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2004. 24. fundur byggðaráðs 25. nóvember 2003 Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins auk Ragnars S. Ragnarsson sveitarstjóra sem ritaði fundar- gerð. Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 6. nóvem- ber 2003 þar sem óskað er eftir að fá að gera tilboð í vestari hluta áhaldahúss sveitarfélagsins á Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að þegar að áhaldahúsið verður sett á sölu þá verði rætt við forsvarsmenn Ingunnar sem og aðra áhugasama kaupendur. Samningur Bláskógabyggðar og Lögmanna Suður- landi varðandi innheimtu fyrir sveitarfélagið. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vinnueftirliti varðandi Leikskólann Álfaborg, Reykholti. Byggðaráð leggur til að bréfin verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 auk þess sem forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar verði falið að gera áætlun um úrbætur. 25. fundur byggðaráðs 2. desember 2003 Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð Kynntir kaupsamningar vegna fjögurra landspildna úr landi Skálabrekku, Þingvallasveit. Meðfylgjandi eru lóðarblöð með hnitum fyrir viðkomandi lóðir. Lóðirnar eru merktar nr. 3 stærð 37.700 m2 kaupandi Þórður Sigurjónsson, lóð nr. 18, stærð 8.300 m2 kaupandi Reynir Sigurðsson, lóð nr. 22 stærð 8.700 m2 kaupandi Davíð V. Erlendsson og lóð nr. 28. stærð 16.000 m2 kaupandi Einar Öm Jónsson. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Sveitarfélagið hefur gengist undir að starf- að sé í anda svæðisskipulags sem fellt var úr gildi s.l. vor en byggðaráð áréttar að hvorki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag né deiliskipulag af svæðinu. Kynntur kaupsamningur vegna landspildu, u.þ.b. 15.000 m2 úr jörðinni Brúarhvammi, Biskupstungum. Kaupandi er Hildur Ríkharðsdóttir kt. 181052-3929. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. 26. fundur byggðaráðs 9. desember 2003 Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins. Dómur í svokölluðu óbyggðarnefndarmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands 6. nóvember 2003. Ríkið hefur vfsað málinu til Hæstaréttar og er gert ráð fyrir því að dómur þar falli eftir u.þ.b ár. Bréf frá Halldóri Páli Halldórssyni dags. 9. desember 2003 þar sem hann óskar eftir því að Bláskógabyggð og ML geri með sér þjónustusamning um rekstur bókasafnins á Laugarvatni. Formanni byggðaráðs og skólastjórnendum Grunnskóla Bláskógabyggðar er falið að skoða framtíðarfyrirkomulag þessara mála í samstarfi við Halldór Pál. Bréf frá Ibúðarlánasjóði varðandi viðbótarlán 2004. Samkvæmt því fær Bláskógabyggða lánsheimild að fjárhæð kr. 10.000.000- Gjaldskrá vegna fyrirtækja og annara sem vilja hafa sér sorpgám. Byggðaráð leggur til að gjald fyrir 5 rúm- metra gám verði kr. 2.800- pr. losun og fyrir 8 m3 gám verði kr. 4.480- pr. losun. Gámana verður að losa að lág- marki tvisvar í mánuði. Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 26. nóvem- ber 2002 var samþykkt að sérstök húsnæðisþóknun til kennara falli niður 1. ágúst 2003. Byggðaráð leggur til að þóknunin lækki um helming 1. ágúst 2003 og falli niður að fullu 1. ágúst 2004. Þessi breyting færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2003. 23. fundur sveitarstjórnar 16. desember 2003. Mættir voru allir hreppsnefnadarmenn og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Fyrri umræða. Þ-listinn leggur fram breytingar á samþykktum sveitarfélagsins þar sem gert er ráð fyrir að fjórar nefndir sem eru fímm manna, verði þriggja manna. Greinargerð: I nýju sameinuðu sveitarfélagi þótti nauðsynlegt að hafa umsvifamestu nefndirnar fimm manna þ.e.a.s. fræðslunefnd, veitustjóm, atvinnu og samgöngunefnd og æskulýðs og menningarmálanefnd til að ná sem bestri dreifingu um svæðið og sátt um málin. Nú þegar kjörtímabilið er að verða hálfnað þykir ástæða til að endurskoða þessi mál í ljósi reynslunnar og fækka í umræddum nefndum og ná fram hagræðingu og spamaði. Einnig er lagt til að inn í samþykktimar komi kosning fulltrúa í sameiginlega skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu. tít falli tveir liðir vegna ytri breytinga: Kosning full- trúa í skólanefnd Ljósafossskóla og stjóm Heilsugæslunnar í Laugarási. Bókun Bjarna: Bjarni Þorkelsson lýsir andstöðu sinni við þessar breytingar, vísar til fyrri afstöðu sinnar um valddreifíngu og grasrótarstarf og áréttar rök fyrir skipun fímm manna nefnda, sem fram koma í bókun Þ-lista á 2. fundi sveitarstjórnar 25. júní 2002 og helgast af nauðsyn þess að spegla sjónarmið af öllu svæðinu. Jafnframt óskar Bjami T-listanum til hamingju með einstæðan stjórnmálaárangur sinn á skömmum ferli, og bíður spenntur eftir framhaldinu. Meirihluti Þ-listans tók upp ómengaða stefnu T-listans í skólamálum, að því marki sem hún var útfærð. Nú blasir við að kröfu T-listans frá fyrstu dögum kjörtímabilsins um að allar nefndir skuli skipaðar aðeins þremur mönnum muni verða rækilega fullnægt. Samþykkt tillaga Þ-lista með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá. Vísað til síðari umræðu íjanúar. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Eftirtaldar breytingar eru lagðar til vegna aukningar tekna sveitarfélagsins: Fasteignagjöld kr. 2.000.000, Jöfnunarsjóður kr. 8.000.000, greiðsla frá Þingvallanefnd vegna skipulagsvinnu kr. 500.000, og vegna lækkunar á kostnaði við snjómokstur kr. 1.900.000 alls kr. Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.