Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 19
ilunum, en stundum var eitthvað selt af svona unnum vörum. Megnið af ullinni var hins vegar þvegið heima og hún seld þannig. Minjar og ömefni vitna um ullarþvottinn, en hann var ódýr, þar sem eldsneytið var heimafengið og hreinsiefnið ókeypis. Enn lifa hér munnlegar frásagnir um ullarferðina á vorin, en það var að sjálfsögðu viðburður og ferðin yfir- leitt notuð til aðdrátta. í byrjun aldarinnar er farið að reka sláturfé suður, og var það að mestu leyti lömb. Töluvert var af sauðum lengi vel og var þeim oft slátrað heima og kjötið reykt bæði til heimaneyslu og sölu. Þá þurftu bændur að koma afurðum sínum sjálfir á markað, sem þá var helst í Reykjavík, og best þótti að selja hangikjötið fyrir jólin. Arið 1920 höfðu þrír bændur í Bræðratungusókn ákveðið að fara með hagikjöt og kæfu til Reykjavíkur á jólaföstu, en veður kom í veg fyrir að þeir kæmust fyrr en í byrjun þorra. Einn þessara bænda, Einar Jömndur Helgason, síðar bóndi í Holtakotum, skrifaði frásögn af þessari ferð, -Erfíð vetrarferð-, og birtist hún í Bergþór, blaði Ungmennafélags Biskupstungna, árið 1966. Hann greinir í upphafi nokkuð frá búháttum á þessum tíma: „Þá var búskapurinn með öðm sniði en nú er. Aðal búsafurðimar voru sauðfjárafurðir, ull og kjöt. Sumir færðu enn frá, til þess að auka málnytuna og fá þannig skyr og smjör til vetrarins, þar sem kúabú voru lítil. Sauðir þóttu þá einnig arðvænlegir samhliða frá- færum. Þeir voru léttir á fóðrum og gáfu mikið og gott kjöt. Líka var ullin meiri og betri af þeim en ánum. Til þess að hafa sem bezt upp úr sauðakjötinu þótti gott að reykja það og selja síðan manna á milli fyrir jólin og aðra tyllidaga ársins.“ Mestur hluti þessarar greinar Einars er um erfiðleikana sem þeir lentu í við að komast suður yfir Hellisheiði. Allt tókst þetta samt og hann kveður þeim hafa gengið vel að selja vörurnar. (E. J. H. Erfíð vetrar- ferð. Bergþór bls. 1 — 6) Allmiklar heimildir eru til um fjölda búfjár í sveit- inni allt frá byrjun 19. aldar. Einnig er í skýrslum greint nokkuð frá heyfeng og öðrum ávöxt jarðarinnar. Sýnishorn af þessu er hér í töflu 1. Hrossunum fjölgar nokkuð jafnt og þétt á fyrri hluta aldarinnar og verða flest 964 árið 1943 en eru 643 1950. Aðstæður í búskapnum kalla á þessum tíma á fleiri vinnuhross til aðdrátta og vinnu við heyskap og önnur bústörf og einnig reiðfær hross til ferðalaga, afréttarsmöl- unar og útreiða til skemmtunar. Á þessum tíma verður hrossa- kjötsát mjög algengt, sem m.a. kann að stafa af því að auðvelt er að verða sér úti um salt, en ef til vill hefur skortur á því komið í veg fyrir að það væri almennt notað fyrr á öldum. Alifuglar, eða hænsn, em fyrst skráðir í búnar- skýrslur hér í sveit árið 1921 og era þá 79. Þeim fjölg- ar dálítið á árunum þar á eftir og verða flestir 810 á þessum tíma árið 1939 en fækkar svo aftur og era 269 um miðja öldina. Refarækt var hér í nokkur ár á a.m.k. þremur bæjum á fjórða tug aldarinnar og aðeins fram á hinn fímmta. í búnaðarskýrslum frá þessum tíma eru tvisvar taldir silfurrefir, 24 árið 1940 og 51 1941. (Hr. E. Um landsins rýmum og betran, bls. iv-vii) (Hreppsskilabók ... 1916-1968 bls. 2-139). Síðari hluti 20. aldarinnar er vaxtaskeið nautgripa- ræktarinnar hér í sveit. Um hana verður fjallað í öðra erindi hér á eftir. Þessi hálfa öld var tími erfiðleika í sauðfjárræktinni að ýmsu leyti, en á hinn bóginn mikið framfaraskeið. Fyrir miðja öldina var mæðiveikin orðin hér á hverjum bæ og garnaveiki einnig víða. Fénu hafði fækkað mjög og var árið 1950 aðeins rúmur helmingur þess fjölda, Af Fellsfjalli til suðurs. Tafla 1 - Búfé og búsafurðir síðustu aldir Ár: 1709 1817 1858 1916 1921 1926 1931 1941 1945 1951 1965 2000 Nautgr. 618 405 403 341 250 254 247 454 465 696 1029 1540 Sauðfé 5443 3252 1140 7957 8440 9706 11223 8719 7868 0 15444 4180 Hross 403 405 660 576 576 641 621 805 922 705 713 1396 Hænsn 79 163 213 629 628 Silfurreftr 51 Geitur 26 Hundar 58 75 72 71 68 Taða, 80 kg 7769 9262 9684 8886 17600 20881 Úthey, 70 kg 22375 19915 19730 18789 19785 10760 Jarðepli, tunnur 459 89 305 457 990 554 Rófur, tunnur 242 34,5 93 133 344 39 Svörður, 70 kg 522 465 290 132 49 Hrís, 80 kg 711 699 370 405 120 Silungur 60 Kál og rabarbari, kg 2000 (Á.M. og P. V. Jarðabók 2. b. bls. 290-291) (Hr. E. Um landsins rýmun og betrun, bls. iv-vii) (Heppsskilabók ... 1916-1968 bls. 2-139) Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.