Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 25
þeirri viðgerð yrði lokið árið 2008, en þá eru liðin 80 ár frá stofnun Héraðsskólans. Talið er að viðgerðirnar verði kostnaðarsamar og því er mikilvægt að veita í þær fjár- magni sem fyrst svo hægt verði að hefjast handa þar sem húsið liggur undir skemmdum. Sveitarstjóm lýsir yfir áhuga á því að koma að hugmyndavinnu að framtíðamýtingu hússins. Kosning stjórnarmanns í Minningarsjóð Biskups- tungna og einn til vara. Lagt er til að Margrét Baldurs- dóttir verði aðalmaður og Sveinn A. Sæland til vara. Tjald-og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Fyrirspurn frá T-lista. A fundi með íbúum Bláskógabyggðar þann 13. janúar s.l. kom fram í máli Snæbjöms Sigurðssonar að verið væri að vinna að málum Tjald-og hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni. Spurt er hvað hefur verið unnið í málinu og hvaða ákvarðanir liggi fyrir hjá meirihlutanum um leigu eða sölu á svæðinu? Fram kom í svari sveitarstjóra að samningi um Tjald - og hjólhýsasvæði hefur verið sagt upp og viðræður eru í gangi um breytt fyrirkomulag. Snjómokstur. Fyrirspurn frá T-lista. Þrátt fyrir að fyrir liggi í sveitarstjóm að ekki skuli mokaður snjór nema þar sem skólabflar aka, þá var mokað að mörgum bæjum laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. janúar 2004. Spurt er hvaða reglur gildi um snjómokstur. Hver sér um snjó- mokstur þegar fram fara opinberar samkomur eins og kirkjusókn eða aðrar hefðbundnar samkomur? Fram kom í svari oddvita að forstöðumaður Þjónustu- miðstöðvar sér um framkvæmd snjómoksturs og er meginregla að farið sé eftir samþykkt sveitarstjómar um snjómokstur frá 1. október 2002. Það var ákvörðun odd- vita að moka aukalega 17. janúar s.L. Reynt er að koma til móts við óskir um snjómokstur við opinberar samkom- ur s.s. vegna kirkjusóknar. Lýsing á Gullfoss. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í umhverfismálum við aðkomu að Gullfossi og frágangi göngustíga að fossinum. Öryggi vegfarenda hefur aukist til muna og er það gott þar sem ferðamannastraumur að fossinum eykst stöðugt frá ári til árs. Með lengingu ferðamannatímabilsins og þeirri staðreynd að ferðamenn sækja orðið ísland ekki síður að vetri til en sumri er ljóst að þeir heimsækja áfram hefðbundna ferðamannastaði. Ferðfólk kemur orðið að Gullfossi á öllum árstímum og á öllum tímum dags. í skammdeginu styttist sá tími verule- ga þar sem gestum gefst tækifæri til að njóta náttúruun- dursins. Þar sem hér er um stórfenglegt náttúrufyrirbæri að ræða er ástæða til að huga að því hvort ferðamenn nytu ásýndar fossins meir og lengur ef hann yrði flóðlýstur. A umliðnum árum hafa sífellt komið fram fleiri hugmyndir um lýsingu á Gullfossi. Sveitarstjóm leggur áherslu á að lýsingin verði að jafnaði starfrækt 6 mánuði ársins eða frá 1. október fram til 1. apríl ár hvert og engin lýsing þess utan. Lýsingin yrði tengd skynjara þannig að ljós kvikni síðla dags/ kvöld og sé aðeins fram að miðnætti. Mikilvægt er að ljóskastarar verði huldir svo ljósgjafinn sjáist ekki, heldur aðeins ljósgeislinn sem varpar birtu á fossinn og flúðir hans. Það er ósk sveitarstjómar Bláskógabyggðar að umhverfisráðherra og stofnanir sem undir ráðuneyti umhverfísmála heyra vinni að jákvæðri umfjöllun um þetta mál þannig að hægt verði að koma lýsingunni fyrir á árinu. Sveitarfélagið er reiðubúið að leita eftir fjármög- nun verkefnisins hjá einkaaðilum. Þá mun sveitarfélagið í samvinnu við ráðuneytið og stofnanir þess ábyrgjast að sú aðgerð sem felst í að koma ljóskösturum fyrir mun ekki valda neinu sýnilegu umróti enda er ekki um varan- lega breytingu á umhverfi að ræða og hægt að fjarlægja lýsinguna aftur ef svo ber undir. 29. fundur byggðaráðs 24. febrúar 2004 Mætir voru byggðaráðsfulltrúar og Ragnar S. Ragnarsson, sem ritaði fundargerð. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni dags. 22. jan. og 18. feb. 2004 þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð falli frá forkaupsrétti að þremur lóðum úr landi Skála- brekku í Þingvallasveit. Kaupendur að fyrstu lóðinni eru Einar Örn Jónsson kt: 170163-4359, að annari Reynir Sigurðsson kt: 010128-3319 og Svala Thorarensen kt: 200531-2059, að þeirri þriðju Þórður Sigurjónsson kt: 101046-2579 og Þórhildur Hinriksdóttir kt: 300347 - 4019. Seljandi er Fasteignafélagið Skálabrekka kt: 521000-2280. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti en bendir jafnframt á að ekki hefur verið gengið ffá aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið. Bréf frá Landvernd dags. 22. jan. 2004 varðandi verkefnið Vistvernd í verki. Byggðaráð leggur til að sem fyrst verði gengið frá nýjum samningi við Landvemd um verkefnið. Sveitarstjóra falið að leita eftir niðurstöðum úr verkefnum síðasta árs Niðurfelling gjalda að upphæð kr. 53.815. Um er að ræða fasteignagjöld sem ekki næst að innheimta og hafa verið endursend frá lögmönnum vegna aldurs eða ónógra upplýsinga um höfuðstól. Byggðaráð leggur til að þessar kröfur verði felldar niður og afskrifaðar. Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 22. jan. 2004 þar sem óskað er eftir samstarfí um vinnslu tillagna um sameiningarkosti sveitarfélaga. Byggðaráð leggur áherslu á að þegar að um frekari sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum verður að ræða þá verði lögð áhersla á að mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Til þess að svo verði þarf að leggja mikla áherslu á að bæta samgöngur á svæðinu og þá sérstaklega þverteng- ingu uppsveitanna. Bréf frá Karlakór Hreppamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjárstuðningi til kórsins í fjárhagsáætlun ársins en leggur til að rætt verði við stjórn kórsins um styrk í formi aðstöðu til æfinga eða tónleikahalds. Bréf frá Landgræðslu rfldsins dags. 26. jan. 2004 varðandi styrkveitingu til uppgræðsluverkefna. Byggðaráð leggur áherslu á að áfram verði haldið því góða uppgræðslu starfi sem fram hefur farið á Biskupstungnaafrétti í samstarfi við Landgræðslu ríkis- ins. Til þess að svo megi verða þá óskar byggðaráð eftir því við stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna að félag- ið sjái um að sækja um styrk til verkefnisins í Landbóta- sjóð þegar auglýst verður eftir styrkjum. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 29. jan. 2004 varðandi framlag vegna nýbúafræðslu, en þar kemur fram að framlag Bláskógabyggðar á árinu 2004 er kr. 360.000. Bréf frá Umhverfístofnun dags. 29. jan. 2004 varðandi skert endurgreiðsluhlutfall vegna refa- og minkaveiða. í ljósi þess að ríkið hefur dregið verulega úr framlögum sínum til eyðingu refa og minka þá leggur byggðaráð til að sveitarfélagið endurskoði aðkomu sína að þessum málaflokki. Bréf frá starfshópi um framtíðarskipulag íþróttamiðstöðvar íslands dags. 10. feb. 2004. Byggðaráð leggur til að lagðar verði kr. 3.000.000, í stofnframlög og greiðist þau á næstu þremur árum, þ.e. 2005-2007, kr. 1.000.000, á ári. Auk þess leggur byggðaráð áherslu á að sveitarstjórn beiti sér fyrir aðkomu Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og SASS í samræmi við samþykktir SASS á síðustu tveimur aðalfundum. Bréf frá Vélstjórafélagi íslands dags. 12. feb. 2004 .Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.