Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 8
Fjölskylda Bernharðs. Aftasta röð: Herdís Pálsdóttir og Þórhallur Guðmndsson, Margrét Pálína Guðmundsdóttir og Eyvindur Eiríksson, Margrét Hjaltadóttir og Kristján Helgi Guðmundsson, Rannveig Sigurbjörnsdóttir með Sigurbjörn Bernharðsson og Bernharður Guðmundsson. Miðröð: Eiríkur Guðmundur Eyvindarson, Guðmundur Magnússon, Svava Bernharðsdóttir og Svava Bernharðsdóttir. Fremsta röð: Magnús Þorkell Bernharðsson, Gunnvör Rósa Eyvindardóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir. landi, því faðir minn, Guðmundur Magnússon, var ættaður úr Gnúpverjahreppi, frá Skriðufelli í Þjórsár- dal. Pabbi var fæddur 1913, sama ár og Jón í Steins- holti, Steinþór á Hæli og Guðmundur síðar í Asum og voru þeir leikfélagar og alla tíð góðir kunningjar. Pabbi lést eftir mikil veikindi árið 1990 og þeir Jón og Guðmundur kvöddu okkur núna síðustu mánuðina. En Steinþór er enn ern og nýtur lífsins. Magnús Bergsson, föðurafi minn var, eins og ég sagði, frá Skriðufelli í Þjórsárdal. Hann var ráðsmaður á Stóra Núpi hjá séra Valdimar Briem um 1910 og réði þangað tvær húnveskar kaupakonur. Hét önnur Pálína Guðmundsdóttir og var að koma úr Flensborgarskóla . Það er til saga af því þegar þau fóru að draga sig saman. Þeim hafði verið færður miðdegisverður í slægjuna, og voru svið í matinn. Afi var greinilega svolítið matvandur og vildi ekki augað, en amma mín á þá að hafa sagt: „Æ gefðu mér nú auga Magnús.” Og það gekk eftir! Þau bjuggu um skeið á Bala, sem nú er í landi Steinsholts, en fluttu kringum 1930 héðan að austan vegna heilsuleysis ömmu og fóru suður í Garðahverfi við Hafnarfjörð. Það hafa verið viðbrigði fyrir afa, sem kom frá einum þeirra bæja sem liggja lengst frá sjó, en þama voru jarðirnar svo pínulitlar, enda flestir bændurnir trillu- karlar með búskapnum. Afi var hestamaður af lífi og sál og það þótti mörgum kátlegt þarna í hverfinu að þau skyldu eiga tvo reiðhesta en aðeins 7 kýr og 12 ær. En hestarnir voru hálft hans líf og þeim búnaðist ágætlega. Var ég oft hjá þeim á sumrin og auk þess einn vetur og kynntist þeim því vel. Eftir að amma og afi brugðu búi og bjuggu í Reykjavik í skjóli Bergs sonar síns og Ragnheiðar Vilmundardóttur konu hans, sem reyndar bjó sín síðustu ár hér í Reykholti, var Magnús afi alltaf með hestana sína á sumrin í Skarði í Gnúpverjahreppi, hjá prestshjónunum Aslaugu og sr. Gunnari Jóhannessyni. Þegar amma dó, sumarið 1962, var hún jörðuð að Stóra-Núpi. Eftir erfidrykkjuna fór afi heim að Skarði. Um kvöldið fór hann í reiðtúr á miklum eftirlætishesti sínum en kom ekki til baka. Þegar farið var að leita, fundust þeir báðir látnir. Hesturinn hafði hnotið og báðir háls- brotnað. Kannske var það besti dauðdaginn fyrir aldinn hestamann. Vala Stína, dóttir sr. Gunnars, var við leitina, komin á steypirinn, og í vikunni fyrir jarðarförina fæddi hún son, sem skírður var Magnús við kistu afa míns. Þannig liðu ekki nema 11 dagar á milli þeirra afa míns og ömmu og þau hvíla saman að Stóra Núpi. - Seinna vildi svo þannig til að ég varð prestur Stóra-Núpsprestakalls í nokkur ár og bjó í Skarði. Þá kom aftur Magnús í Skarð, eldri sonur okkar. „Hann gafhenni auga í hálfa öld“ Pálína Guðmundsdóttir og Magnús Bergssonfrá Skriðufelli, afi og amma séra Bemharðar. L-B: Hvar ert þú fæddur Bemharður og hver er móðir þín? Bernharður: Ég er fæddur að Kirkjubóli í Önundarfirði, í janúar 1937, en móðir mín, Svava Bernharðsdóttir, var þaðan. Er ég alnafni afa míns Bernharðs Guðmundssonar, sem þar var bóndi. Amma mín í móðurætt hét Jámgerður Eyjólfsdóttir og voru Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.