Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 15
Söngtextar frá þorrablóti Höfundur: Margrét Baldursdóttir Ástarjátning oddvitans Bvggingasaea úr Kistuholtinu. Lag: Þú eina hjartans yndið mitt. Lag: Hæ dúllía ... Lokasöngur Lag: Herleg brúðkaupsveislan var. Einu sinni í einni sæng þú undir með mér glöðum. Og undir mínum verndarvæng var Drífa á Torfastöðum. í kosningum svo kepptum við þá hvort í sínurn röðum, í dag þó enn ég dái þig, ó, Drífa á Torfastöðum Ég sigraði og sit nú hér í sigurvímu baða, í huga dátt þó daðra ég við Drífu Torfastaða, Með tárvot augu og tilþrif nóg þér tjáði ástareldinn, ég ánægður verð aldrei þó án þín Drífa á kveldin. M.B. Af hverju er ég ekki oddviti? Lag:... að ég enn skuli ógefin vera. Ég er kurteisasti kall kátur mjög og afar snjall. Allt sem þessi garmur getur geri ég sjálfur miklu betur. Ekkert skil ég því, þeim ósköpum í að ég ei skuli oddviti vera. Og er Svenni fór í frí fékk ég mikið út úr því, á kontornum ég kátur var og kunni á alla stóla þar. Ekkert skil ég því, þeim ósköpum í að ég ei skuli oddviti vera. Ég hef skorið af mitt skott, ég er skollans ári flott alltaf frjálslega til fara í fínum töfflum sjáðu bara. Ekkert skil ég því, þeim ósköpum í að ég ei skuli oddviti vera. M.B. Nú byggingar rniklar í Bláskógum rísa og býsnin af fólki þær eiga að hýsa. Svo nú getur fjölgað hér fólki að vild mér finnst þetta allt vera hreinasta snilld. Hreinasta, hreinasta, hreinasta snilld_. Hann Gunnar um þökin á Guðs vegum gekk en gáði ekki að sér svo biltu hann fékk. Því Guð leiddi hann upp, - og hans göfugu sál en gangan til baka var allt annað mál. Og píparagreyin oft pældu í því er pípumar lögðu þeir veggina í og smiðirnir jafnharðan hengdu upp þil, hvort innan í veggjunum yrðu þeir til. í iðnskólum læra menn ýmislegt fag á öllu svo næstum því hafa þeir lag. En Kistuholtssmiðanna kunnátta er slök, þeir kunna ekki alveg á tuskunni tök. Þó hefst þetta allt saman endanum á og allir sem vilja, hér verelsi fá. Og fólkið nú flytur hér þversum og krus en hvar á hver heima og hvað er nú hvurs? M.B. Þjóðlegt þorrablótið bjó Brœðratungusókuin þó, ýmsir ekkert hœ og hó héldu að yrði gaman. Þegar viltu gera grín gakktu bara inn til mín. Skemmtun af því skapast fín, við sköpum hana saman. Þjóðlegt þorrablótið bjó... Tökum nú við trogið til tæmum svona hér um bil, guðaveigum gerum skil og glettumst eitthvað saman. Þjóðlegt þorrablótið bjó... Þökkum þeim sem þakka ber þökkum ykkur öllum hér, borðhalds til er buðum vér, svo brosleit öll í framan. Þjóðlegt þorrablótið bjó... (tvítekið) M.B. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.