Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 26
ekki mögulegt aðfleiri œttu skilið að fá minnis- merki! þar sem óskað er eftir stuðningi við fjármögnun göngu- korts um Laugarvatn. Lagt er til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000. Afrýjunarstefna í þjólendumálum. Islenska ríkið hefur áfrýjað til Hæstaréttar Islands dómi Héraðsdóms Suðurlands frá 6. nóvember í svokölluðum þjóðlendu- málum. Byggðaráð leggur til að Bláskógabyggð gagn- áfrýji málinu og geri sömu kröfur og gerðar voru fyrir héraðsdómi. Einnig leggur byggðaráð til að Olafi Björnssyni hrl. Selfossi verði falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins fyrir Hæstarétti. Bréf frá Þorkeli Guðnasyni dags. 3. feb. 2004 varðandi flugminnisvarða við Iðubrú. Byggðaráð leggur til að sveitarfélagið komi að verkefn- inu eins og óskað er eftir og er sveitarstjóra falið að koma að því fyrir hönd sveitarfélagsins. 26. fundur sveitarstjórnar 2. mars 2004. Mættir voru aðalfulltrúar í sveitarstjórn nema Drífa Kristjánsdóttir og mætti, Sigríður Bragadóttir fyrir hana, einnig Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Leikskólamál: Tillaga meirihluta um að tekin verði upp námsmannaafsláttur við leikskóla sveitar- félagsins: Sveitarstjóm beinir því til fræðslunefndar að tekinn verði upp námsmannaafsláttur frá og með næsta skólaári, 2004 -2005. Fræðslunefnd er falið að vinna nánar að málinu og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn þannig að hægt sé að kynna niðurstöðuna tímanlega fyrir næsta skólaár, í síðasta lagi fyrir maífund sveitarstjómar. Samþ. samhlj. Gjábakkavegur: Arinbjöm Vilhjálmsson skipulags- fulltrúi kom inn á fund sveitarstjórnar til ráðgjafar. Askorun sveitarstjómar um vegstæði: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á Þingvallanefnd að taka afstöðu til vegstæðis um Gjábakka. Ljóst er að áhugi sveitar- stjórnar hefur verið að fara hagkvæmustu og öruggustu akstursleiðina, leið 12 sem er 3 km styttri en sú leið sem síst er að mati sveitarstjórnar þ.e. suður fyrir Gjábakka- landið. Sveinn Sæland, Kjartan Lárusson og Arinbjöm Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi vinni greinargerð um málið. Skipulagsmál við Gullfoss: Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Gullfoss vegna stækkunar bygginga- reits og lóðar fyrir þjónustubyggingu. Grenndarkynning hefur farið fram og komu ekki fram athugasemdir við breytingarnar. Kynnt og samþykkt. Arinbjörn vék af fundi. Fulltrúi Bláskógabyggðar í vinnuhóp um fram- tíðarnýtingu á Héraðsskólanum að Laugarvatni. Lagt er til að fulltrúi Bláskógabyggðar verði Margeir Ingólfsson. Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá. Sala á 2 ha. lands úr landi Dalsmynnis: Kaupendur Guðmundur I. Sumarliðason kt. 310354-2979 og Aðal- heiður Högnadóttir kt. 181058-6929 seljandi Magnús Kristinsson kt. 090653-3429. Samþykkt að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti. Einnig beiðni um að umræddri landsspildu verði á aðalskipulagi breytt úr landbúnaðar- notum í afnot til frístundabyggðar. Afgreiðslu aðalskipu- lagsbreytingar frestað til næsta fundar sveitarstjómar. Riða í Biskupstungum: Þann 2. febrúar var tilkynnt að upp hefði komið riða á bænum Vegatungu í Biskups- tungum. Haldinn var fundur 5. febrúar með öllum sauðfjárbændum í Biskupstungum og málið kynnt fyrir þeim. í framhaldi af því lögðu héraðs- og yfirdýralæknir til að féð á bænum ásamt fjórum öðrum bæjurn í ná- grenninu yrði skorið niður og hefur verið fundað með þeim fjáreigendum. Nú hefur riða einnig greinst í Hrosshaga og verður skorið niður þar. í ljósi þess að nú þarf að setja ýtarlegar reglur um meðferð og samgang sauðfjár í Biskupstungum þá leggur sveitarstjórn til að fjallskilanefnd Biskupstungna komi, í samráði við héraðsdýralækni, með tillögur að reglum og verði sveitar- stjóm síðan til ráðgjafar um það sem upp kann að koma í tengslum við riðu. Jafnframt er óskað eftir því að fjallskilanefndir í Laugardal og Þingvallasveit gegni sama hlutverki á sínum svæðum. Heimasíða Bláskógabyggðar: T-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að dagskrár sveitarstjórnarfunda verði birtar á heimasíðu sveitar- félagsins tveimur dögum fyrir sveitarstjómarfund. Það auðveldar íbúum Bláskógabyggðar að fylgjast með hvaða mál koma til afgreiðslu sveitarstjómar og geta mætt á fundinn samkvæmt rétti sínum hafi þeir áhuga á málefnum fundarins. Þ-listinn tekur undir tillögu T-lista en vill árétta að fundir sveitarstjórnar eru að öllu jöfnu fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Aukafundir verða kynntir sérstak-lega. Þá er gert ráð fyrir því að efni inn á fundi þurfí að berast sveitarstjóra með tilheyrandi gögnum á fimmtudegi í vikunni fyrir fund. Steypustöðin hefur ó boðstólum fyrsta flokks garðsteina af ýmsum stærðum og gerðum. Þegar þú stendur í lóðaframkvæmdum er mikilvægt að velja garðsteina af kostgæfni, t.d. á bílastæði og garðstíga. Við bjóðum garðsteina sem sóma sér vel á litlum og stórum lóðum og gera garðinn þinn glæsilegan. Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvallð. steypustodin.is Steypustöðin ehf. • steypustodin@steypustodin.is - Reykjavík: Malarhöfða 10 • S: 540 6800 • Steypupantanir: 540 6810 • Fax: 540 6809 Hafnarfirði: Hringhellu 2 • S: 540 6850 • Steypupantanir: 540 6810 • Fax: 540 6859- Selfossi: Hrísmýri 8» S: 540 6881 • Steypupantanir: 540 6880 ! raoODoacp l og steinar n STEYPUSTÖDIN Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.