Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 6
Af blöðum Jóns í Gýgjarhólskoti Ræða flutt á Svartárbotnahátíð í Aratungu 20. mars 2004. En hátíðin var önnur af tveimur hátíðum, sem haldnar vom til ijáröflunar fyrir byggingu Gíslaskála í Svartárbotnum, sem tekinn var í notkun í ágúst 2004. Góðir samkomugestir. Ég held að við getum alveg horfið í huganum inn í Svartárbotna eina kvöldstund, þó við séum stödd hér í þessum sal. Ef að létt er okkar lund, allar hömlur brotna. Andinn verður enga stund inn í Svartárbotna. Eitt góðviðrisvor var snemma greiðfært á bíl þama inneftir Kjalvegi. Nú er fjallagatan greið, grundir lítið blotna. Ég er kominn alla leið inn í Svartárbotna. Jón flytur ræðuna. Fögur blíða fagnar mér fjalls um víða salinn. Upp um hlíðar allar hér æmar prýða salinn. Síðastliðið sumar var ég í Svartárbotnum nokkra daga þegar „Víkingasveitin“ var að setja upp sælu- húsið. Þetta var eins og í fjallferðum, menn unnu af kappi allan daginn, allir nema ég, því ég er kominn í úreldingu. Svo var haldin gleðistund á kvöldin. Ragnhildur, kona mín, var að gefa smiðunum að éta, hún taldi sig helst geta unnið verkefninu gagn með því að viðhalda starfsþrekinu í mannskapnum. Þá var kveðið: Gleðistundir glæðast nú, glaðir eldar brenna. Matarást á minni frú margir fá að kenna. Mig langaði nú að yrkja eitthvert flím um þessa ágætu menn, en gekk heldur illa. Nú eru menn að negla og slá nagla langa og svera. Hausinn lemja þeir oftast á eins og smiðir gera. Þar í Svartárbotnum hefur verið náttstaður eftirleitarmanna í marga áratugi. Þegar geðið vermdi vín viku rökkurtjöldin. Saman oft við söng og grín sátum við á kvöldin. Það leiðir af sjálfu sér þegar mikið er drukkið á kvöldin, þá þarf líkaminn að losa sig við vökvann. Einu sinni var maður með mér í eftirleit, sem ekki vaknaði til fulls til að sinna þessum frumþörfum, en fólkið vaknaði við mikinn lækjarnið um miðja nótt- ina. Sigurjón með sæta kinn sefur vært í húmi. Tekur þó út tillann sinn og togar fram úr rúmi. Það er alkunna bæði fyrr og síðar að mönnum hlær hugur í bjósti þegar þeir fara til fjalls. Fyrir nokkrum árum vorum við að fara í eftirleit og tókum náttúrlega upp vasapelana þegar við fórum að sjá til fjallanna. Pelarnir voru allir með hvíta hest- inn á merkimiðanum, en ég reið brúnum hesti. Fönnum skreyttu fjöllin há fagnandi við lítum. Svörtum hesti sit ég á, sýp á öðrum hvítum. En þó hugarfarið sé svipað um allt land og á öllum tímum, þá eru siðvenjur og málvenjur frekar breyti- legar. Norðlendingar fara í göngur, þó þeir stígi aldrei af hestbaki, þegar við förum á fjall. Áður var talað um að ríða á fjall og þar áður jafnvel aðeins að ríða. Ég hugsa að það hafi varla átt sér stað á fyrri helmingi tuttugustu aldar að kvenfólk færi á fjall en líklega frekar áður en farið var að reka fé inn yfir Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.