Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 14
Lionsklúbburinn Geysir Það eru yfir 20 ár frá því Lionsklúbburinn Geysir var stofnaður. í lokahófinu í maí 2004 var haldið upp á þennan merka áfanga. í vetur hefur starfsemin verið með hefðbundnum hætti frá því í september til maí. Yið héldum fundina yfirleitt í Bergholti í Reykholtshverfi og voru þeir haldnir 1. og 3. miðvikudag í mánuði kl. 20,30. I október fengum við Hilmar Einarsson byggingar- fulltrúa í uppsveitum Ámessýslu til að segja okkur frá starfi sínu. Hann er félagi í Lionsklúbb Laugardals. í nóvember fengum við Svan Bjarnason frá Vega- gerð Ríkisins til að segja okkur frá vegamálum í héraðinu. Við hélum jólafundinn í Skálholti um miðjan desember. Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi svæðisstjóri kom á fund hjá okkur í febrúar og sagði okkur frá starfsemi Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti. Gylfi Haraldsson var sæmdur merki fyrir 20 ára samfellt starf í klúbbnum. Sameiginlegur fundur Lionsklúbbanna Skjaldbreiðar, Laugardals og Geysis var haldinn í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni í boði Lionsklúbbs Laugardals. Við fórum 7. maí til Stykkishólms. Skoðuðum kirkju og hákarlaverkun í Bjarnarhöfn. Síðan fóram við í sælkerasiglingu út á milli eyja í Breiðafirði. Nú í maí rifum við til fjáröflunar gamalt hesthús í Laugarási. Við seldum ljósaperur og harðfisk í fjáröflunarskini. Ný símaskrá verður seld næsta vetur. Það eru svo örar breytingar að símaskráin er prentuð annað hvert ár. Við þökkum sveitungunum fyrir mjög góðar mót- tökur. Ágóðanum af fjáröflununum er varið t.d. til tækja- kaupa fyrir Iþróttahúsið og Heilsugæslustöðina. Fyrir jólin var tveim fjölskyldum veittur fjárhagsle- gur stuðningur. Það hefur sannast í vetur sem Guðmundur Rafnar svæðisstjóri benti okkur á að starfið í Lions á að vera sem skemmtilegast. Nýjir félagar eru boðnir velkomnir. Núverandi stjórn í Lionsklúbbnum Geysi er Jón Benediksson formaður, Kristófer Tómasson gjaldkeri og Björn Sigurðsson ritari. Ný stjórn næsta vetur verður: Gylfi Haraldsson formaður, Sigurður Guðmundsson ritari, Kristófer Tómasson gjaldkeri. Siðameistari verður Jón Benediksson. Sigurður Guðmundsson. Heimasímar: Loftur: 486 8812 853 1289 VÉLAVERKSTÆÐI ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNGUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.