Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 23
fað eftir. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar lýsir verulegum áhyggjum vegna niðurstöðu dómsins og undrast að ekki skuli tekið tillit til annarra laga s.s. bygginga- og skipu- lagslaga í niðurstöðu hans. Fyrirséð er að verulega erfitt verður að bjóða upp á lögbundna þjónustu við íbúa á mör- gum frístundasvæðum og þá sérstaklega að vetrarlagi. Frístundahúsin eru dreifð um allt sveitarfélagið og aðgengi að þeim er í mörgum dlfellum erfitt. Einnig ber að virða rétt þeirra íjölmörgu sem hafa reist sér frístundahús á skip- ulögðum frístundasvæðum og hafa réttmætar væntingar til þess að þar yrði til framtíðar sumarhúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúseta margra manna. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar vill ítreka áskorum sína frá 16. nóvember 2004, en þar skoraði hún á félagsmálaráðherra „að beita sér fyrir því að lög nr. 21/1990 um lögheimili verði endurskoðuð með það í huga að á skipulögðum frístundasvæðum verði ekki heimil lögheimilisskráning.“ Þessa breytingu verður að gera nú þegar, þ.e. nú á vorþinginu 2005. Skólamál. Beiðni frá sveitarstjóm Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. apríl 2005 um samstarf í skólamálum. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar fagnar auknu samstarfi og samvinnu í skólamálum en ljóst er að það mun auka námsleg gæði og koma öllum nemendum til góða. Samstarfið mun auka möguleika á ráðningu starfs- manna sem hafa meiri sérþekkingu og draga úr áhrifum þess að kennarar og annað starfsfólk skólanna einangrist. Sveitarstjóm samþykkir að ganga til samninga við Grímsnes- og Grafningshrepp á gmndvelli erindisins. Samþykkt með 5 atkvæðum en Drífa og Kjartan sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjartan gerði grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt: „Eg sit hjá þar sem ég tel að búið sé að ganga frá þessu máli.“ Breyting á samþykktum Bláskógabyggðar, fyrri umræða. Tillaga að breytingu á samþykktum sveitarfélagsins um skipan fræðslunefndar í kjölfar samvinnu við Grímsnes - og Grafningshrepp, fyrri umræða. Var: Fræðslunefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Fræðslunefnd fer með málefni gmnnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um gmnnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Verður: Fræðslunefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Tveir kjömir af Bláskógabyggð og einn af Grímsnes - og Grafningshreppi. Fræðslunefnd fer með málefni gmnnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um gmnnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. T-listinn lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: Samþykkt verði að fimm fulltrúar verði kosnir í sameigin- legra fræðslunefnd sveitarfélaganna Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Samþykkt að vísa tillögunum til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjómar. Úthlutun lóða í Bláskógabyggð. Oddviti lagði fram minnisblað um lóðaúthlutanir á yfir- standandi kjörtímabili. Fram kom að úthlutað hefur verið 16 einbýlishúsalóðum, 11 parhúsalóðum, 3 raðhúsalóðum, 1 iðnaðarlóð, 4 garðyrkjulóðum og 2 hesthúsalóðum. Fyrir Uggja umsóknir um 15 einbýlishúsalóðir og 2 iðnaðarlóðir á svæðum sem ekki til fullbúið skipulag af. Einnig hafa borist nokkrar fyrirspumir um einbýlishúsa- og atvinnulóðir ásamt svæði undir þjónustubyggð. 42. fundur sveitarstjórnar 10. maí 2005. Mættir vom allir aðalmenn nema Snæbjöm Sigurðsson, en fyrir hana var Sigríður Jónsdóttir, og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Skipulagsmál: Arinbjöm Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum dagskrárlið. a) Rimi, aðalskipulag. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 5 ha sem tilheyra lögbýlinu Rima breytist úr frís- tundabyggð í landbúnaðarsvæði. Aðkoma verður frá Reykjavöllum. Umræða í framhaldi af samþykkt sveitarstjómar frá 9. mars 2005, 2. tölul., þar sem sveitarstjórn vísaði málinu frá, þar til samkomulag lægi fyrir milli aðila. Nú hafa aðilar náð saman um málið og liggur fyrir skriflegt samkomulag auk þess sem þeir aðilar sem gerðu athugasemdir hafa fallið frá þeim. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 18. grein skipulags- og byggingalaga. b) Gufubaðsreitur Laugarvatni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi baðstaðar Hollvinasamtaka gufubað og smíðahúss á Laugarvatni og aðliggjandi lóða frá Landformi ehf. Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til 21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4,febrúar 2005. Tvö athugasemdabréf bárust. 1. frá Reyni Karlssyni hrl. fyrir hönd Baldurs Öxdal dags.2. 2. '05. 2. frá Sævari Ástráðssyni, Hrafnhildi Eyþórsdóttur, Sigurbimi Amgrímssyni og Gunnhildi Hinriksdóttur Tillaga að svömm dags. 6. maí 2005, við athugasemdum lögð fram. Einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagstillö- gunni. Sveitarstjóm samþykkir að þær breytingar sem lagðar em til í tillögunni verði gerðar. Málinu vísað til skipulagsnefndar til fullnaðarafgreiðslu. c) Beiðni um breytíngu á aðalskipulagi við Iðufell, Laugarási. Kynnt og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. d) Aðalskipulagsbreyting vegna reiðstígs við Geysi, Haukadal. Samþykkt að heimila auglýsingu í samræmi við 18.grein Skipulags-og byggingarlaga. Fundargerð byggðaráðs frá 3. maí 2005. Bókun Kjartans við 2. Tölulið: Þann 18. júní 2003 var samþykkt tillaga T- listans um að sveitarstjóm léti gera úttekt á gatnakerfmu í þéttbýli og safnvegum í Bláskógabyggð og að gerð yrði framkvæmda áætlun um endumýjun og viðhald vega. Tillagan var ítrekuð og bókuð rúmu ári síðar. Þrátt fyrir samþykktir sveitarstjómar hafa engar framkvæmdaáætlanir verið gerðar. Að öðm leyti kynnt og staðfest. Samþykktir Bláskógabyggðar. Breyting á samþykktum Bláskógabyggðar vegna fræðslunefndar. Áður sent og kynnt á síðasta fundi sveitarstjómar. Síðari umræða um breytingartillögu á samþykkt um stjóm og fundarsköp Bláskógabyggðar. Tillagan tekur til 34. gr. b- liðar nr. 3 og er svohljóðandi: Var: Fræðslunefnd: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Fræðslunefnd fer með málefni gmnnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um gmnnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Tillaga Þ-listans: Fræðslunefnd verði: Þrír aðalmenn og 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.