Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 4
Formannspistill Ágæti lesandi. Á síðastliðnu ári var tekið í notkun nýtt tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar, FELIX, sem býður upp á mikið hagræði varðandi starfsskýrsluskil. Miklar vonir eru bundnar við skil á starfsskýrslum í gegn- um FELIX enda mun skýrslan þá koma milliliðalaust frá félögum og allt eftirlit verða ein- faldara og betra. Héraðssambönd/íþróttabandalög hafa lesrétt á skýrslur sinna sambandsaðila og geta fylgst með skilum og niðurstöðum í gegnum sinn aðgang að FELIX og mun það veita þeim greiðari aðgang að ýmissri tölfræði sem unnin er úr starfs- skýrslunum og hefur þýðingu gagnvart styrkja- kerfum í héraði. Meðal upplýsinga eru t.d. fjöldi iðkenda innan félaga sem hafa á þann hátt áfhrif á úthlutun á lottótekjum til félaganna. Ungmennafélagið fékk Skúla Sæland til þess að vera tengilið við Láru Óskarsdóttur, starfsmann FELIX kerfisins, og þannig koma félaginu inn í þetta skráningarkerfi. Fyrir skemmstu hélt íþróttadeildin aðalfund sinn og má nefna að þar var gerð breyting á því hvernig staðið er að vali á íþróttamanni ársins. í breyting- unni felst meðal annars að farið er eftir tilnefn- ingum frá þjálfurum og formönnum nefnda, og að forsendur geti verið breytilegar, t.d. að ekki verði eingöngu stuðst við árangur á mótum heldur verði ástundun, áhugi og framfarir þar einnig metið. Iþróttafólkið sem var kosið að þessu sinni voru Pálmi Eiríkur Gíslason og Jóna Sigríður Guðmunds- dóttir, og óska ég þeim innilega til hamingju. Mér finnst einnig vert að óska þeim til hamingju sem fengu tilnefningar því þeir hafa líka stundað sína íþrótt af kappi. Á fundinum kom fram að íþróttadeildin hefur verið dugleg að afla fjár og styrkja til að auka við þá flóru af áhöldum sem þörf er á í íþróttahúsinu til kennslu og æfinga. Meðal þess sem minnst var á að vantaði tilfinnan- lega í íþróttamiðstöðina er gott hljóðkerfi, sem myndi nýtast bæði fyrir kennara og þjálfara og eins ef einhver mannfagnaður á sér stað í húsinu. Ég vil skora á sveitarstjóm að koma til móts við Ungmennafélagið og í sameiningu getum við fundið leið til þess að uppfylla allar þær þarfir íþrótta- iðkenda í sveitinni sem við höfum möguleika á. Nú þegar sumarið er gengið í garð hvet ég alla til þess að nýta þennan yndislega tíma til aukinnar útiveru og hreyfingar með fjölskyldunni og sameina með þeim hætti hollustuna með hreyfingunni og aukin samskipti og umræðu meðal fjölskyldunnar og eða vinahóps. Ég vil líka minna á unglinga- landsmót UMFÍ dagana 29. - 31. júlí í Vík í Mýrdal, en það er íþróttamót fyrir unglinga á aldrinum 11 - 18 ára, en samhliða því er boðið uppá fjölbreytta afþreyingu og leiki og skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Á heimasíðu mótsins www.ulm.is má finna ýmsar skemmtilegar upplýsingar um mótið sjálft og dagskrá þess. Eg óska öllum gleðilegs sumars. Guttormur Bjarnason, formaður Umf. Bisk SELÁS-BYGGINGAR ehf, Tilboðsgerð, viðhald, hurðir, gluggar, timbur-, íbúðar-, sumar og stálgrindarhús Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj. Sími 486-8862/894-4142 netfang: hakon@eyjar.is fax: 486-8620 Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.