Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 24
þrír til vara. Tveir kjörnir af Bláskógabyggð og einn af Grímsnes- og Grafningshreppi. Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Breytingartillaga T-lista: Sveitarstjórn samþykkir að gera ekki breytingar á samþykktum sveitarfélagsins um fræðslunefnd Bláskógabyggðar enda er Bláskógabyggð að taka að sér að reka grunnskóla fyrir Grímsnes -og Grafningshrepp. Breytingartillagan borin upp og felld með Ijórum atkvæðum gegn tveimur og einn sat hjá. í framhaldi af þessu var tekin fyrir önnur breytingatillaga T-listans: Samþykkt verði að fimm fulltrúar verði kosnir í sameiginlega fræðslunefnd sveitarfélaganna Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Breytingartillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur, einn sat hjá. Tillaga Þ-listans borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Breyting á samþykktum send Félagsmálaráðuneytinu til umsagnar. Bókun T- listans vegna breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar. Þriðja tillaga meirihlutans um skipun í fræðslunefnd á kjörtímabilinu hefur verið samþykkt. Sveitarstjóm samþykkti fyrstu tillögur sínar um skipun fræðslunefndar þann 25. júní 2002. Þá vom tilnefndir fimm fulltrúar í fræðslunefnd að tillögu meirihlutans. Nýjar tillögur að samþykktum Bláskógabyggðar voru lagðar fram af meirih- luta sveitarstjómar og samþykktar á fundi 27. janúar 2004. Þá ákvað Þ-listinn að fækka í fræðslunefnd um tvo. Jafnframt hafnaði Þ-listinn formanni nefndarinnar sem var þeirra eigin fulltrúi í fræðslunefnd. Nú hefur meirihlutinn ákveðið, í þriðja sinn, að breyta eigin samþykktum um fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Meirihlutinn hefur samþykkt að koma fulltrúa T-listans út úr fræðslunefnd. Engin samvinna við minnihluta sveitarstjómar. Fræðslunefnd Bláskógabyggðar hafði með öll skólastig sveitarfélagsins, leikskóla og gmnnskóla að gera. Óeðlilegt er, að með samningi við Grímsnes-og Grafningshrepp fái sveitarstjórn þeirra faglega umsjón með leikskóla Bláskógabyggðar. í ljósi samningsins sem fyrir liggur á fundinum er einnig óeðlilegt að fræðslunefnd breytist enda er verið að kaupa þjónustu af Bláskógabyggð í þeim samningi. T-listinn áréttar kröfu sína um að fræðslunefnd verði óbreytt í Bláskógabyggð. Bókun Þ-listans: Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við vægi listanna að afloknum síðustu sveitarstjómarkos- ningum. Þ- listinn bendir á að T-listanum stendur til boða að fá áheymarfulltrúa í fræðslunefnd. Kjör í sameignlega fræðslunefnd Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Lagt til að Margeir Ingólfsson og María Carmen Magnúsdóttir verði aðalmenn í nefndinni og til vara Sveinn A. Sæland og Auðunn Amason. Samþykkt að T-listinn fái áheymarfulltrúa í nefndina. Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu og einn situr hjá. Samstarf Bláskógabyggðar við Grímsnes- og Grafningshrepp í skólamálum. Lögð fram drög að samstarfssamningi um samvinnu milli Bláskógabyggðar og Grímsnes-og Grafningshrepps í skólamálum. Samningurinn gerir ráð fyrir að Bláskógabyggð taki að sér að sjá um starfsmannamál, kennslu og stjómunarþátt skóla beggja sveitarfélaganna. Allir kennarar, leiðbeinendur og skólastjómendur og annað starfsfólk verða þannig starfs- menn Gmnnskóla Bláskógabyggðar en Grímsnes-og Grafningshreppur mun kaupa þjónustuna af Bláskógabyggð. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á starfsmannahaldi nema hvað starf skólastjóra við gmnnskóla Grímsnes-og Grafningshrepps verður lagt niður og ráðinn verður aðstoðarskólastjóri. Skólastjómun verður í höndum skólastjóra Gmnnskóla Bláskógabyggðar og aðstoðarskólastjóra sem verður með starfsstöð á Borg. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir þriggja manna sameiginlegri fræðslunefnd samkvæmt breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp. Grímsnes- og Grafningshreppur mun eiga einn fulltrúa í fræðslunefndinni en Bláskógabyggð tvo. Fræðslunefnd mun fara með framkvæmdavald í samræmi við fjárhagsáætlun. Meirihluti sveitarstjómar samþykkir að fela sveitarstjóra að Ijúka gerð samnings á grundvelli fyrirliggjandi samnings- draga og leggja fram á næsta fundi sveitarstjómar til staðfestingar. Bókun T -lista: I bréfi frá 8. apríl s.l. kemur fram að sveitarstjóm Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti að óska eftir því við Bláskógabyggð að skólastjóri gmnnskóla Bláskógabyggðar annist undirbúning skólastarfs skólaárið 2005-2006. Fræðslunefnd Bláskógarbyggðar hélt fund sinn fimmtu- daginn 14. apríl en málið var ekki lagt fyrir fræðslunefnd, hvorki til umsagnar né kynningar. Þann sama dag birti Sunnlenska fréttablaðið forsíðugrein um samning sem það sagði að hefði verið gerður við Bláskógabyggð. í atvinnu- auglýsingum Morgunblaðsins 17. apríl 2005 auglýsti skólastjóri Bláskógabyggðar eftir aðstoðarskólastjóra fyrir Grímsnes-og Grafningshrepp. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að samningur um rekstur gmnnskóla fyrir Grímsnes-og Grafningshrepp var frágenginn fyrir mánuði síðan, nú er bara verið að fullnægja formsatriðum. Meirihlutinn stóð einn að þeim samningum hafði ekkert samráð við fræðslunefnd né minnihluta sveitarstjómar. T-listinn átelur vinnubrögð meirihlutans og virðingarleysi hans við lýðræðisleg vinnubrögð. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Lind, Laugarvatni. Tvær umsóknir bámst. Samþykkt að ráða Sólveigu Björgu Aðalsteinsdóttur sem leikskólastjóra frá 1. ágúst 2005. Sveitarstjóm býður Sólveigu Björgu velkomna til starfa. Hlutafjárkaup vegna nýsköpunar og atvinnuþróunar á Laugarvatni. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir að leggja til kr. 500 þús. sem hlutafé til nýsköpunar við atvinnuþróun á Laugarvatni í Eignarhaldsfélagið Gufu ehf, húsbyggingar á nýju gufubaði og heilsulind. Auk þess samþykkir sveitarstjómin að leggja á næstu ámm hlutafé til viðbótar til að tryggja framgang verkefnisins og verður sú upphæð kr. 4.500.000. Hlutafé þetta greiðist í samræmi við álögð fasteignagjöld þar til heildarkrónutölu hefur verið náð. Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.