Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 18
félagar að sjá okkur um utanhúss. Víðsýnt er til allra átta, en hvað er suður, norður, austur eða vestur. Um það var þráttað án þess að niðurstaða fengist sem allir gætu sætt sig við. Úr þessari óvissu rættist þó von bráðar. Við heyrðum hamarshögg og sagarhljóð og gengum þangað. Nýtt hús var í smíðum, íþrótta- hús skólans. Tveir menn voru þar að vinna við að setja hvelfingu í leikfimisalinn. Hét annar þeirra Lýður Sæmundsson (1904-1979) úr Biskupstungum, ungur maður og vasklegur. Hinn var frá Stokkseyri, roskinn nokkuð. Nafn hans man ég ekki. Báðir voru þeir viðræðugóðir og fræddu okkur um réttar áttir og næstu kennileiti. 3) Skólinn stendur ekki heima á gamla höfuðbólinu Haukadal. Hann er reistur á Söndunum, hvera- svæðinu við Geysi, og er um 25 mínútna gangur frá skólanum upp að bænum Haukadal. Athugum þá fyrst byggingar hins nýja skóla. Skólahúsið er ein hæð með lágu risi, byggt úr timbri, járnklætt, þiljað innan með krossvið og milli- veggir úr sama efni. í húsinu er eldhús, þvottahús og herbergi nemenda, Sigurðar skólastjóra og starfs- fólks. Loks er allstór kennslustofa, einnig notuð sem matstofa. Þar fór einnig fram íþróttakennsla tvo fyrstu veturna, sem skólinn starfaði. Þá er íþrótta- húsið sem er í byggingu og á að verða tilbúið þegar kennsla hefst. Það er úr timbri, jámvarið og klætt innan með krossvið. Leikfimisalurinn er allstór og grindur á öðrum langvegg. í austurenda eru tvö lítil herbergi, annað fyrir kennara, hitt áhaldageymsla. Aföst við húsið er steypt sundlaug, 20x7 metrar. Fyrsta veturinn notaði Sigurður torflaug sem grafin var niður á kísilklöpp og hlaðin innan úr klömbrum. Iþróttaskólinn í Haukadal um eða eftir 1930. Skólahúsið til vinstri og íþróttahúsið til hœgri sem verið var að Ijúka haustið 1929. [Frá Héraðsskjalasafni Arnessýsluj í hæfilegri fjarlægð eru útihús, ekki stór í sniðum, fjós, heyhlaða, hesthús og geymsla fyrir garðávexti. Þessi hús eru ný, gerð úr timbri og torfi, þök járn- varin. Ibúðar- og útihús eru hituð með hveravatni. Var nægur hiti, þó einangrun og þéttileiki væri ekki eins og best verður á kostið. Húsin eru raflýst. Allur matur er brasaður í einum heljarstórum blikkpotti með einum þrem til fjórum hólfum. Þegar við höfðum rætt við smiðina um stund og skoðað byggingar röltum við vestur á hverasvæðið. Athyglin beindist fyrst að Geysi, hinum aldna og fræga jöfri sem um aldir hafði þeytt vatninu tugi, jafnvel allt að hundrað metram í loft upp með viðeigandi dunum og dynkjum en lá nú í dái frá 1916. Skálin var gyrt ljósleitu hverahrúðri, vatnið blátært í miðju en botn ekki sjáanlegur. Þótt kyrrt væri í híbýlum öldungsins varð ekki hið sama sagt um undirsáta hans. Alls staðar kraumaði, jafnvel undir fótum okkar. Eftir nokkra daga vissi ég nöfn helstu hveranna, Strokkur, Blesi, Smiður, Sóti, Fata og Óþerrishola en hún dró nafn sitt af því að stund- um þótti hún boða veðrabrigði, einkum óþurrk og úrfelli. Ekki er þetta svæði, sem okkur var sagt að væri um 15-20 dagsláttur, gróðurlaust. Þó er jarðvegur grunnur og sendinn. Næsta umhverfi skólans er girt og á að verða tún í framtíðinni. Búið er að brjóta það að mestu en lítið fullgrætt ennþá. Vestur af hverasvæðinu er allmikil hæð, Laugarfell. Þangað röltum við. Laugarfellið er vel gróið þeim megin sem að skólanum snýr. Að vestan eru klettabelti hið efra. Útsýni er vítt og fall- egt í vesturátt. Býlið Helludalur stendur yfir skógi- klæddu Bjarnarfelli. Minnist ég ekki að hafa séð svo hlýlegt umhverfi nokkurs býlis. Eftir þessa skoðunarferð okkar um næsta nágrenni skólans varð mér ljóst að þrennt bar hæst ef saman var borið umhverfi Haukadals og norðlensku dal- anna sem ég þekkti: Sunnlensk víðátta - norðlensk fjöll með hyrnum og hamrabeltum. Skógurinn í Bjarnarfelli og Haukadalsheiði - skógleysið um Skagafjörð og Húnaþing. Jarðhitasvæðið í Haukadal - jökulfannimar í norðlenskum dalabotnum. Þetta eru sannarlega miklar andstæður. Næsta dag kom Sigurður heim. Fengum við þá nóg að starfa enda var okkur ekki óljúft að taka til hendi. Sigurður bað okkur Tryggva að fara niður að skúrum brúargerðarmanna og sækja þangað flutning sem hann hafði komið með af Eyrarbakka og einnig ferðakistur okkar sem þar vora geymdar. Við fórum með einn kerruhest og þrjá eða fjóra hesta undir reiðingi. Greipur hinn ungi fór með og átti að vera okkur til halds og trausts. Báðir vorum við leiðinni lítt kunnir. Tryggvi hafði að vísu farið hana í björtu en beint af augum. Nú urðum við að fylgja alfara- leið. Vegurinn lá meðfram Bjamarfelli en skammt frá bænum Múla er sveigt í austur yfir flóann sem fyrr er nefndur. Frá Haukadal fórum við ekki fyrr en upp úr hádegi. Það tók lrka alllangan tíma að tína saman flutninginn og ganga þannig frá að ekkert færi úrskeiðis í kerau og klyfjum á heimleiðinni. Komið var myrkur þegar við vorum tilbúnir. Nú átti Greipur að fara á undan og velja leiðina vestur flóann en aftók það með öllu og var ég reyndar ekki hissa á því. Hann var ekki nema 13 ára barn og auk þess Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.