Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 22
Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir. Til vara Margeir Ingólfsson, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson. Skólamál. Bréf sveitarstjóra, svar skólastjómenda og fun- dargerð fundar fræðslunefndar með foreldrum Gmnnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni vegna umræðna um kennslu á unglingastigi í Bláskógabyggð. Fundargerð fræðslunefn- dar ásamt ályktunum nefndarmanna. Sveitarstjóri kynnti sitt bréf til skólastjómenda. Amdís rakti tímann frá því að hún tók við Reykholtsskóla 1998 og hvemig hann hefur styrkst á s.l. ámm. Frásögn Amdísar var sundurliðuð og ítarleg og fjallaði um námshópa á unglingastigi og nauðsyn þess að ákvarða stærð námshópa og skipulag kennslu. Sigmar fór einnig yfír málin og sagði frá sameiginlegri skoðun skólastjómenda. Málin vom rædd ítarlega og fóru sveitarstjómarmenn yfir skoðanir sínar. Skólastjómendur þökkuðu fyrir traustyfirlýsingu á stjómun skólans sem kom fram hjá öllum sveitarstjómarmönnum. Eftirfarandi tillaga var lögð fram: Sveitarstjóm Bláskógabyggðar tekur undir álit skólastjómenda og for- manns fræðslunefndar við Gmnnskóla Bláskógabyggðar um að faglega og félagslega sé heppilegt að auka samstarf og samvistir elstu nemenda við Gmnnskóla Bláskógabyggðar. Þar sem ljóst er að ekki næst góð sátt um þessi mál samþykkir sveitarstjóm að fara þess á leit við skólastjómendur að ekki verði gerðar verulegar breytingar á þessum þætti skólastarfsins heldur verði áfram unnið að þróun kennslu barna á unglingastigi. Samþykkt samhljóða. Bókun Sigurlaugar Angantýsdóttur formanns fræðslunefn- dar: Ég lít svo á að hlutverk mitt sem fræðslunefndarfull- trúi í Bláskógabyggð sé að starfa á faglegan hátt að fræðslumálum. Ég á m.a. að kosta kapps um að skólahald í Bláskógabyggð sé til fyrirmyndar, að gera tillögur til sveitarstjómar um umbætur ef þurfa þykir og síðast en ekki síst að gæta þess að í ákvarðanatöku nefndarinnar séu almannahagsmunir settir ofar sérhagsmunum. Ég vil hag nemenda og skóla sem mestan og því hef ég ályktað um skipulag kennslu á unglingastigi á þann hátt sem kemur fram í fundargerð fræðslunefndar frá 14. apríl 2005. Sem sveitarstjómarmanneskja verð ég þó einnig að taka tillit til annarra þátta en þeirra faglegu, þ.e. hvemig snýr málið að samfélaginu sem við búum í. Það er greinilegt að ekki er sátt um þær breytingar sem hugmynd skólastjór- nenda felur í sér og vill samfélagið hafa sama hátt á skipu- lagi kennslu og verið hefur undanfarið. Ég er ósátt við að hafa skipulagið óbreytt, tel það ekki hafa skilað þeim áran- gri sem skyldi. Þar sem ekki hefur tekist að ná sátt um breytingu mun ég greiða óbreyttu skipulagi atkvæði mitt í þeirri trú og von að skólastjómendur vinni áfram að þróun kennslu á unglin- gastigi í Gmnnskóla Bláskógabyggðar. Bókun Drífu og Kjartans vegna skólamála á Laugarvatni: A fundi með foreldrum þann 6. apríl s.l. kom fram ein- dreginn vilji foreldra og nemenda um að skólastarfmu verði ekki breytt. Fagleg rök foreldra voru eftirfarandi: a) Að félagslega hefðu börnin mjög gott af íþróttastarfi sem fer fram á Laugarvatni. Það sé mjög snar þáttur í lífi bamanna og slæmt ef breyting verður á skólastarfmu. Iþróttimar stunda þau í beinu framhaldi af skólastarfi og hentar bömunum mjög vel. b) Að mikilvægt sé að öll skólastig séu á Laugarvatni. Það skiptir foreldra miklu að halda því. Litli Bergþór 22 ________________________________________ c) Að auðvelt verði að ráða kennara og starfsfólk við Iþróttafræðasetur Kennaraháskóla Islands og Menntaskólann að Laugarvatni ef boðið er uppá heildstæðan skóla. Þannig styrki góður gmnnskóli ML og KHÍ. d) Að eingöngu séu ókostir við það að heimangöngu- nemendum verði ekið í skóla a.m.k. 54 km leið daglega. e) Að auðvelt verði að veita fagkennslu á Laugarvatni, enda kennarar við Menntaskólann og Kennaraháskólann með mikla sérþekkingu. Það geti nýst grunnskólanum vel þegar krafan eykst um aukna sérþekkingu kennara. Jafnframt er vakin athygli á, að börn úr Þingvallasveit bíða eftir að komast í skólann. Ekki verður unað við, að akstur með þau aukist um 54 kílómetra, daglega, vegna kennslu í Reykholti. Vöxtur Laugarvams og fjölgun íbúa er forsenda þess að auka vægi staðarins sem menntaseturs og heilsustaðar um leið og það eykur tekjur sveitarfélagsins. Kennarar og starfsfólk stofnananna em einnig foreldrar nemenda gmnnskólans. Sveitarstjóm verður að gera allt til að styðja við þetta fólk, þann áhuga og kraft sem það sýnir við að efla stofnanimar á Laugarvatni, ML og KHÍ. Breyting á starfi grunnskólans er foreldrum svo á móti skapi að líklegt er að sumir þeirra geri breytingu á eigin högum og flytji úr sveitarfélaginu ef sveitarstjóm tekur ákvarðanir gegn vilja foreldra. Sveitarstjóm þarf alltaf að taka mið af heildarhagsmunum. Því er meira virði að styðja við eflingu og vöxt sam- félagsins á Laugarvatni en að setja stein í götu þess. Sameining sveitarfélaga í uppsveitum Arnessýslu. Kjör tveggja fulltrúa í sameiningamefnd. Lögð fram tillaga Þ- listans um að Sveinn A. Sæland og Margeir Ingólfsson verði kjörnir sem fulltrúar Bláskógabyggðar í sameiginle- gri nefnd sem undirbýr kosningar sem ákveðnar hafa verið þann 8. október n.k. Breytingtillaga T- lista um að T-listi fái fulltrúa í nefndinni. Tillagan var borin upp og felld með 5 atkvæðum gegn 2. Síðan var tillaga Þ-listans borin upp og var hún samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2. Bókun T-lista: T- listinn gleðst yfir framgöngu félagsmálaráðuneytisins við að koma á sameiningar- kosningum. Nágrannasveitarfélögin í uppsveitum Amessýslu eru öll áþekk hvort öðm og samvinna á milli þeirra er mikil. Ekkert er því til fyrirstöðu að sameina sveitarfélögin. Það sem vinnst með sameiningu em gegn- sæjar reglur, meiri fagmennska í stjómun, heildarsýn og hagsmunir allra, meiri og faglegri þjónusta. Sveitarfélagið verður sterkari eining og getur betur stutt og styrkt þá aðila sem vilja vöxt sveitarfélagsins sem mestan. Mennta- og heilsusamfélagið á Laugarvatni myndi t.d. ömgglega styrk- jast við sameiningu. I því liggur mikill fjársjóður fyrir allar uppsveitimar. Nýjar háskólastofnanir hafa verið einn öflu- gasti vaxtarbroddur sveitarfélaganna. Ætla má að ferðaþjónusta yrði einnig enn öflugri og samþættari auk annarrar þjónustu t.d. við aldraða. Öfluga þjónustu við aldraða vantar sárlega í uppsveitimar. Öflugra sameinað sveitarfélag er forsenda fyrir að koma slrkri þjónustu á lag- gimar. Engin sjáanleg rök mæla gegn sameiningunni og því er ekki eftir neinu að bíða að mati Drífu og Kjartans. Dómur Hæstaréttar frá 14. apríl 2005 varðandi lögheimili í frístundahúsi. Samkvæmt niðurstöðu dómsins er heimilt að skrá lögheimili í frístundahúsi en það er í andstöðu við þær reglur sem rflci og sveitarfélög hafa star-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.