Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 20
þrír Borgfirðingar og einn Reykvrkingur. Síbería var stærsta herbergið. Þar bjuggu Laugdælir, Hreppa- menn, Holtamenn, Biskupstungnamenn og Eyfellingar, alls níu, sundurleitur hópur um margt, enda var þar löngum róstusamt. Hosíló var lítið her- bergi, var í rauninni þvottahús, en vegna þrengsla voru settir þangað tveir piltar, annar úr Dýrafirði, hinn af Vestfjörðum. Við höfðum ekki matarfélag í skólanum. Sigurður seldi okkur fæði og hygg ég hann hafi verið sann- gjam í þeim viðskiptum. Sigurður var ókvæntur en bústýra hans var Sigríður (1891-1961) systir hans, forkur dugleg, orðská og hreinskiptin. Henni til aðstoðar voru tvær ungar stúlkur úr nágrenni Haukadals, Sæja - Sæunn Tómasdóttir (1911-) frá Helludal og Ella - Elín Ólafsdóttir (1909-) frá Kjóastöðum, ekki ómyndarlegar, þægilegar í umgengni og framkomu, fremur hlédrægar, einkum Sæja. Ekki minntist ég ágreinings eða keppni um hylli þeirra, enda virtust báðar lausar við vergirni. Auk matargerðar sáu þær um allan þvott og höfðu áreiðanlega nóg að gera. Matur var nógur en ekki mjög fjölbreyttur. Mjólk var þó skömmtuð og hafði hver sitt mæliker. Kjöt var mikið notað, einkum hrossakjöt, saltfiskur og murta úr Þingvallavatni. Hana hafði ég ekki borðað fyrr og fannst hún ekki slæm. Grautar og slátur var algengur matur og rófur og kartöflur í rikum mæli að ógleymdu rúgbrauðinu sem bakað var úti í heitum sandinum, hreinasta sæl- gæti en hafði sínar verkanir, gekk enda undir nafn- inu „þrumarinn". Kaffi var lítið notað, mjólkurbland um miðjan dag og kakó á sunnudögum. Allir hófu máltíðina samtímis og þegar upp var staðið tókust allir í hendur og sögðu „njóttu heill“. Framhald síðar. msm REYKHOETIIBISKUJPSTiUJNGUJM — Tékum ad okkur «11« byfmlua—lortoowii 4? Sumarhúsasmíði og -þjónusta Höfum minigröfu með brotfleyg og skotbómulyftara með körfu Þorsteirm Þórarinsson húsasmíðameistari Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.