Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 8
slitnað hafði. En þeir fundu hvergi reiðann af klyf- söðlinum. Þeir þreifuðu um fenið og lýstu með eldspýtum ef einhversstaðar skyldi standa sproti uppúr drullunni, en allt kom fyrir ekki, svo þeir máttu halda áfram reiðalausir. En þegar þeir fóru að spretta af inn við kofa þá kom í ljós að klyfsöðullinn snéri öfugt og reiðinn var fammi í faxi á hestinum. I annnað skipti við svipaðar aðstæður týndist hetta ofanaf prímuhaus. Prímusinn var ofaní milli á klyf- söðli og bundinn við bogann og laus hetta ofaná prímushausnum. Þeir reyndu að búa til hettu úr tóbaksdós, þá var neftóbakið í pjátursdósum. Þeir stungu dósina út í götum og settu hana yfir prímus- hausinn, en hann reykti mikið með þessum búnaði. Þeir voru með tvo hvíta hunda, „Við þekktum þá ekki um morguninn, þeir voru svarbláir“ sagði Ingi. Einu sinni tók Ingi að halda því fram að það fylgdi sér alltaf hrafn þegar hann væri einn að leita, því hann væri búinn að eigna sér ístruna og ætlaði sér að komast í hana ef Ingi yrði úti á fjöllunum. Aldrei sáum við nú þennan hrafn hans hinir leitarmennirnir. „Hann vill ekki þessa horuðu djöfla“ sagði Ingi. Þangað til einu sinni að við Loftur vorum að koma Inn við greni 1. júní 2005. vestan með Hrútfelli, það var aðeins að byrja að rökkva. Þá var hrafn að flögra gargandi þar uppí skriðu framaní fjallinu. Þá datt upp úr mér: Hrafninn flýgur um aftaninn haldinn sulti og þreytu. Ekki fær hann enn um sinn ýstruna stóru og feitu. Það var einhver smá gleðistund um kvöldið og þá fórum við að segja hinum frá þessum atburði undir Hrútfelli. Gísli í Kjamholtum vildi allt syngja og lagaði þetta strax að laginu „Sofðu unga ástin mín“: Hrafninn flýgur um aftaninn, haldinn sulti og þreytu. Ekki fær hann enn um sinn - ekki fær hann enn um sinn ýstruna stóru - ýstruna stóru og feitu. Einar Páll leitaði Fögruhlíð einu sinni sem oftar, en atvikin höguðu því svo að hann fór hringinn öfugt við það sem við vorum vanir. Hann var að segja okkur frá því um kvöldið að þó fjallið Fagrahlíð bæri með sóma réttnefnið þá fannst honum hann koma öfugt að henni. Eg hagræddi umsögn hans örlítið svo hún varð á þessa leið: Fögruhlíð var fegurst á fjalli blómaríku. Á hana fór ég aftanfrá aldrei vanur slíku. Inni í Svartárbotnum var náttstaður eftirsafnsmanna á meðan trússin vom flutt á hestum. Það þótti hlýlegur tjaldstaður og var kallað Inn við Gren. Það var gaman að fara að gista þar aftur: Gefur að líta græna tó, grátt er hraunið bera. Inn hjá greni enn er þó yndislegt að vera. Einhvem tímann hef ég skrifað þar í gestabókina. Gyllir sólin gróðurlönd gott er hér að una. Blærinn strýkur blíðri hönd bætir geðheilsuna. Nú að ljúka meir en mál er mínu gríni. Klingja glösum, kneifa skál í klára víni. J. K. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.