Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 9

Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 9
Sigurður Páll Sveinbjörnsson tók þátt í upphífum og dýfum, hann náði 13 upphífum og 19 dýfum. Eyrún fda Guðjónsdóttir sigraði glæsilega í fitnessgreipinni þar sem hún hékk í 3,51 mín. og var það langbesti tíminn í þeirri grein. Og síðan tók hún armbeygjur þar sem hún náði 11 stk. í hraðabraut kepptu Sævar Sigurjónsson og Guðrún Linda Sveinsdóttir, þau fóru brautina villulaust og lentu í 3. sæti. Eyrún, Siggi, Linda og Sævar. Stuðningsfólk skólans! Upplestrarkeppni Upplestrarkeppnin var haldin 15. mars og hafnaði Hjalti Pétur Jakobsson úr Grunnskóla Bláskógabyggðar í 3. sæti. Skemmtun fyrir l.-6.bekk í mars héldum við skemmtun fyrir 1.-6. bekk. Við fórum með þau í íþróttahúsið, leyfðum þeim að djöfl- ast út um allt og gera sig alveg uppgefin. Síðan var farið upp í skóla, þar gáfum við þeim djús og kökur, sem við bökuðum, á meðan þau horfðu á myndband. Videokvöld í haust héldum við videokvöld fyrir 7.-10. bekk. Það fannst öllum mjög skemmtilegt að fá að gera eitthvað svona slakandi eftir skemmtilegan dag. Það kostaði 200 krónur inn og fór það allt upp í myndina og í nemendafélagssjóðinn. DJ ball DJ ballið var haldið 15. mars á Stokkseyri og Eyrarbakka. Dj Kalli sá um það, og hélt stemmingunni ágætlega uppi. Þetta var síðasta ballið sem við fengum að fara á og það var bara mjög gaman. Síðan á leiðinni heim var meira að segja sungið og skemmt sér. Allir á fullu að dansa! Bingó Við í Nemendafélaginu héldum haust og vor bingó sem voru opinn öllum. Það gekk vel að safna vinning- um sem við fengum hjá fyrirtækjum og einstaklingum hér í kring og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn. Það var góð stemming á báðum bingóun- um og voru flestir ánægðir með vinningana sína. Glímumót Grunnskólamót íslands fór fram 17. mars s.l. í fang- bragðahúsi Armanns í Reykjavík. Grunnskóli Bláskógabyggðar átti fimm keppendur sem stóðu sig með miklum sóma. Astrún Sæland gerði sér lítið fyrir og sigraði í 8. bekk stelpna og varð þar með grunnskóla- meistari íslands í glímu í 8. bekk. Finnur Jóhannesson lenti í þriðja sæti í 5. bekk stráka. Ástrún Sæland Finnur lengst til hægri. Við vonum að lesendur hafi haft gaman af þessari lesningu og séð það mikla starf sem unnið er innan veggja skólans. Auður Yr Jónsdóttir Sigurður Skúli Benediktsson Katrín Ösp Jónasdóttir Eyrún ída Guðjónsdóttir Karitas Róbertsdóttir Astrún Sæland Bjarni Sævarsson 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.