Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 6

Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 6
Hestamannafélagið Logi hélt hestaþing sitt við Hrísholt í byrjun ágúst. Þar var keppt í A, B og barnaflokki gæðinga, tölti 1. flokki, barna- og unglingaflokki, 150 m skeiði, 250 m skeiði, 300 m brokki og 100 m „fljúgandi skeiði“. Félag aldraðra stóð fyrir ferðalagi norður í land og til Grímseyjar upp úr miðjum júní og önnur ferð var farin austur í Mýrdal í ágúst og m. a. siglt í gegn- um gatið á Dyrhólaey. Þessi ferð var að mestu í boði Kvenfélags Biskupstungna og Bláskógabyggðar. Vetrarstarfið hófst í byrjun október og felst það í samkomu með ýmiskonar dagskrá fimmtudaga í byrjun hvers mánuðar, tréskurði með leiðsögn Ragnhildar í Gýgjarhólskoti og fleiru hina fimmtudagana og líkamsæfingum í íþróttamiðstöðinni hvern þriðjudag undir stjórn Helga Kjartanssonar, íþróttakennara. Hilmar Örn Agnarsson, organisti, er hættur störfum hér í sveit og fluttur á brott. í tilefni af því voru haldnir kveðjutónleikar í Skálholtskirkju síðast í september. Þar sungu einir fjórir kórar, tveir einsöngvarar og sex hljóðfæraleikarar. Aðgangur var ókeypis en gestum gefinn kostur á að leggja fram fé í námssjóð fyrir Hilmar Örn. Steinunn Bjarnadóttir og Kjartan Jóhannsson hafa keypt gistiheimilið Húsið við Bjarkarbraut í Reykholti og tekið á leigu veitingastaðinn Klett við Skólabraut. Veiðifélagið Lax-á, sem hefur á leigu veiði í hluta Tungufljóts og ám, sem í það renna, kynnti starfsemi sína við Faxa í byrjun október. Öllum landeigendum og ábúendum var boðið að veiða þar endurgjaldslaust og veitingar voru til reiðu. Ráðstefna um menntun og menningu í Skálholtsstifti 1620 - 1730 var haldin í Skálholtsskóla upp úr miðjum október. Þar fluttu á annan tug fyrirlesara erindi. Þar á meðal greindi Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, frá uppgreftri í Skálholti og Skúli Sæland, sagnfræðingur, sagði frá steinboganum á Brúará, sem Helga Jónsdóttir, bisk- upsfrú í Skálholti, átti að hafa látið brjóta niður árið 1602. Hagyrðingakvöld var haldið í Aratungu um miðjan nóvember á vegum Lionsklúbbsins Geysis, og sama kvöld héldu björgunarsveitir- nar í Grímsnesi og Bláskógabyggð árshátíð á Klettinum. Undir lok þess sama mánaðar héldu Vörðukórinn og Sönghópurinn Veirurnar söngskemm- tun í Aratungu. Göngustígur hefur verið lagður með þjóðveginum í gegnum Laugaráshverfi, og brunahanar hafa verið settir upp við nyrstu gatnamótin í Laugarási og við Bjarnabúð á Brautarhóli. Sparkvellirnir við grunnskólana í Reykholti og á Laugarvatni voru formlega teknir í notkun við hátíðlega athöfn á báðum þessum stöðum undir lok nóvem- ber. A. K. Ketilbjörn ehf. vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum. Grímur Þór - Sími 892 3444 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.