Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 3
r Ritstjórnarpis-till Undanfarin ár hafa risið svokölluð menningarhús í stærri sveitarfélögum landsins. Það má segja að nafngiftin sé nokkuð hrokafull vegna þess að hún, svona hálfpartinn, gefur í skyn að menning- in hafi aldrei fyrr átt í nein hús að venda. Við sem búum í sveitum landsins vitum betur, menningin hefur lengi átt athvarf hjá okkur og ekki síst í félagsheimilum landsmanna. I sumar fögnum við Biskupstungnamenn 50 ára afmæli félagsheimilisins Aratungu, sem svo sannarlega hefur þjónað okkur sem menningarhús. I hálfa öld hefur Aratunga hýst menningu af margvíslegum toga. Þar hafa farið fram leiksýningar, námskeið verið haldin, íþróttaæfingar farið fram og haldnar íþróttasýningar. Dansinn hefur líka átt þar heima, dansað hefur verið á nám- skeiðum sem oftast lauk með danssýningu. Ekki má gleyma dansleikjahaldi, Aratunga var um árabil eitt af vinsælustu sveitaballastöðum landsins og eiga ótalmargir góðar minningar frá þeim tíma. Sjálfsagt hafa þó nokkrir fundið þar ástina sína. I Aratungu eiga félagasamtök sveitarinnar sér athvarf enda komu þau sum að byggingu hússins og eiga þess vegna í því hlut. Þetta hús á sér stóran sess í lífi margra. Sumir halda þar brúðkaupsveislur sínar, aðrir bjóða þangað til afmælisfagnaðar og einnig er töluvert um að drukk- ið sé erfi fólks að því látnu í húsinu. Svona má lengi telja; árshátíðir fara þarna fram, þorra er blótað og fjáröflunarmarkaðir eru haldnir. Sveitarstjórn Biskupstungna og seinna Bláskógabyggðar hefur átt sér samastað í Aratungu nú í nokkuð mörg ár þannig að það má segja að Aratunga sé ekki síður miðstöð nú en hún var þegar símstöðin var stað- sett þar og fólk þurfti að skreppa í Aratungu til að hringja ef það vildi ekki að hálf sveitin heyrði um hvað það ræddi. Símstöðin er löngu farin en í dag er mötuneyti skólanna til húsa í Aratungu og húsið lifnar við á hverjum degi þegar börn og kennarar, ásamt fleiri kostgöngurum koma til að næra sig hjá starfsfólki mötuneytisins. Allt er þetta menning og á sinn hátt nauðsynleg sveitarfélaginu til að það megi vaxa og dafna. Það vill svo skemmtilega til að ég eyddi stórum hluta æsku minnar sem íbúi í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafirði en þar voru foreldrar mínir lengi húsverðir og ég því vel kunnug þeirri starfsemi sem fór og fer fram í svona húsum. Við bjuggum í lítilli húsvarðaríbúð uppi á lofti í félagsheimilinu, mjög svipaðri þeirri sem er/var í Aratungu. Því fylgdi óneitanlega viss sjarmi að fylgjast með því sem gerðist „niðri“. Sérstaklega þegar voru böll sem við vorum of ung til að mega sækja. Þá var nú ekki leiðinlegt að geta kíkt niður um kvikmyndasýningalúgurnar sem voru/eru í flestum félagsheimilum að ég hygg. Ekki veit ég hvort það var beinlínis holl skemmtun óhörðnuðum unglingi en við höfðum gaman af að kíkja, enda fór hávaðinn aldrei neitt framhjá manni þegar böll voru í gangi enda var Freyvangur einnig vinsæll ballstaður lengi vel. Sennilega eru sveitaböll ekki hollasti rekstur sem hægt er að hafa í félagsheimili, þeim fylgdi mikill óþrifnaður og oft skemmdir á innanstokksmunum. Böllin voru oftast nær haldin í fjáröfl- unarskyni og stóðu oft vel fyrir sínu en stundum varð halli ef aðsókn var dræm og jafnvel dýr hljómsveit á sviðinu. Nú skal Aratungu sómi sýndur og er gaman að koma uppeftir og sjá allar þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á umhverfinu. Búið er að þökuleggja og fegra í kringum húsið ásamt nær- liggjandi byggingum og það er einhvernveginn allt önnur tilfinning að koma þarna að. Það sést að einhverjum þyki vænt um þessi hús og þetta umhverfi. Og það er vel þar sem ég veit að öllum þykir vænt um sitt „fjölmenningarhús" og vilja veg þess sem mestan. Vonandi kemur Aratunga til að þjóna íbúum Biskupstungna vel hér eftir sem hingað til. Tungnamenn, til hamingju með afmælisbarnið! S.T. Þaö var fjör á böllunum í Aratungu J 3 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.