Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 13
Séð heim að Litla-Fljóti upp úr miðri 20. öldinni. kvæmda við Þjórsá og Hellisheiðarveg og atvinnu- bílstjóri, alls 30 manns. 1 Reykholti eru átta gróðurhúsastöðvar, 8240 m2 að stærð. Þar býr skólastjóri barna- og unglingaskólans, stöðvarstjóri pósts og síma og vélaviðgerðarmaður, alls 57 manns. Þar er félagsheimilið Aratunga, sem ber nafn Ara fróða og sveitarinnar, sem upphaflega hét Tungur, og það nafn oftast notað í daglegu tali enn í dag. Félagsheimilið vildum við síst missa. Ár eftir ár er komið saman þar til ýmsra félagslegra menningarstarfa eigi sjaldnar en annan hvern dag. 1670 m2 gróðurhús skiptast svo milli fimm aðila annars staðar í sveitinni, aðallega í Haukadal. 45 heimili búa við upphitun íbúðarhúsa af jarðhita og njóta þeirra gæða 207 manns eða 43% af íbúum sveitarinnar. Hreppsfélagið gekkst fyrir því, að Orkustofnunin rannsakaði á s.l. sumri, hvernig hitaæðar lægju um sveitina. Sú rannsókn sýndi jákvæðan árangur nokkuð víða, en fullnaðarskýrsla um þessa rannsókn er ekki komin enn. Það lá ljóst fyrir allra augum, áður en þessi vísindalega rannsókn var gerð, að aðalhitaæð sveitarinnar liggur beint frá Laugarási upp að Geysi og önnur frá Þorlákshver í Skálholti, upp með Brúará upp undir miðja sveit. Það eru því miklar líkur fyrir því, að á þessum áratug, sem nú er að byrja, verði meiri hluti sveitarinnar aðnjótandi þessara miklu jarðargæða. í þessu sambandi er vert að segja frá því, að nú er nokkur hluti hins gamla, góða Þorlákshvers, kominn heim á Skálholtsstað og mun fyrir jól flæða með allt sitt mikla hitaveldi um öll hús staðarins. Fyrir hálfum öðrum áratug keyptu framsýnir forsvarsmenn staðarins efni í hitalögn fyrir staðinn. Þá komu aðrir menn til skjalanna, sem voru svo hagsýnir, að þeir létu efnið liggja ónotað í fimm til sex ár, seldu það síðan fyrir lítið verð, vegna þess, að þeir töldu það betra og þægilegra að kaupa olíu af Rússum austan fyrir Svartahaf. Þessi ráðsmennska kostaði staðinn mikið fé, en nú er þetta nauðsynjamál leyst á réttan og farsælan hátt fyrir alla framtíð. Mikið vandamál ber landsbyggðinni að höndum nú, einkum þeim landshlutum, sem lengst liggja frá Faxaflóa fjölmenninu, en það er læknaleysið. Landið helzt ekki í byggð, þar sem heilsugæzlu vantar með öllu. Norðmenn skilja þetta. Þeir þrýsta ungum læknum norður í nyrztu héruð Noregs með ýmsum ráðum. Fólk unir ekki við álíka heilsugæzluleysi nú og var fyrir 100 árum. Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444 13 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.