Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 34
Myndir úr Lýðháskólanum í Skálholti Flut-t í Bkálholti fyrir eldri Hér ætla ég að bregða upp nokkrum myndum frá starfsárum mínum í Lýðháskólanum í Skálholti árin 1972 til 1980. Þær eru ekki hér á veggjum en tengjast ýmsar á einhvern hátt nokkrum þeirra sem þar eru. Það var síðsumars 1972 að Heimir Steinsson, sem þá hafði verið ráðinn af Kirkjuráði til að koma á legg skóla í Skálholti, hringdi og fór þess á leit við mig að ég kenndi stærðfræði í skólanum þann vetur er fór í hönd, nokkra tíma á viku. Eg var ekki bundinn við neitt annað en lítinn búskap svo ég tók þessu boði. Þann 14. október 1972 kom ég að skólasetningu, sem fram fór í matsal Sumarbúðanna hér fyrir vestan. Það var raunar aðal starfssvæði skólans þennan vetur, þar sem skólahúsið var ekki fullbyggt. Auk Heimis var ráðinn í fullt starf, Auðunn Bragi Sveinsson, kennari frá Elivogum í Skagafirði. Hann hafði verið giftur dóttur Arnórs Gíslasonar, söðlasmiðs í Gröf í Hrunamannahreppi, en var búinn að missa hana. Heimir hafði verið ráðinn í þetta starf með nokkrum fyrirvara og hafði verið úti á Norðurlöndum til að kynna sér starf lýðháskólanna þar. Því var gert ráð fyrir að skólinn hér tæki mið af starfi og stefnu þeirra. Þeir voru víst af ýmsum toga, sumir mjög tengdir kirkjunni og jafnvel einskonar trúboðsskólar, en aðrir mjög frjálslyndir í trúarlegum efnum og öðru er að lífsskoðunum lýtur. Eg hygg að Heimir hafi einkum komist í snertingu við slíka skóla, en sjálfur var hann guðfræðingur og vígður prestur og skólinn var rekinn af stofnun Þjóðkirkjunnar. Öðru hvoru mátti merkja nokkra togstreitu af þessu, bæði milli áhrifafólks í kirkjunni og skólastjóra og einnig eitthvað milli starfsmanna skólans. Þetta fór þó ekki hátt. Fyrir það fyrsta þá sýndi nafn skólans þetta og einnig var oft leitað eftir samvinnu við ungmennafélag sveitarinnar, en á hinn bóginn voru nemendur stundum skyldaðir til að sækja messur í Skálholtskirkju og lesið efni og söngvar á morgunstundum, þar sem kennarar völdu efni, sýndi stundum mismunandi afstöðu þeirra. Auðunn Bragi er hagyrðingur og kemur vísum sínum nú helst á framfæri á vísnahorni Morgunblaðsins. Hann byrjaði strax að yrkja í Lýðháskólanum. Fyrir skólasetningu hafði hann ort ljóð og fjölritað og lá bunki með því við innganginn og átti hver að taka eintak. Fáir tóku það og þegar gestir vour sestir tók Auðunn Bragi bunkann til að afhenda gestum Ijóðið og sagði um leið:„Það kemur manni enginn á framfæri ef maður gerir það ekki sjálfur”. Ég réðist í fullt starf við skólann árið eftir og sá þá, auk kennslu, um fjárreiður og bókhald skólans. Var ég í þessu stafi í átta ár og vann raunar aðeins við fjármál þar seinna. Það var þá sem maður, sem þar var starfandi, kom að mér á skrifstofunni og fékk að vita hvað ég væri að gera. Þá varð honum að orði: „Það er gott, því trúaðir menn geta aldrei séð um fjármál”. borgara \ desember 2.007 Á góðri stundu með góðu fólki, Arnór á sínum yngri árum. Á þessum árum var fatatíska ungs fólks mjög að breytast í frjálsræðisátt. Mér er minnisstæður einn atburður frá fyrsta vori skólans. Þá var Þórarinn Þórarinsson, guðfræðingur, áður skólastjóri á Eiðum, formaður Skálholtsskólafélagsins. Hann kom oft að Skálholti og fyldist með starfinu í skólanum. Einn daginn var samkoma í skólanum og fór hún fram hérna í norðurstofunni en sumir viðstaddir sátu til hliða niðri í gryfjunni. Þar sat ég við hliðina á Þórarni þegar nemendur voru að koma inn. Meðal þeirra var piltur sem hafði skorið skálmarnar neðan af buxunum sínum og rifur voru á báðum rasskinnum. Mér varð litið framan í Þórarin þegar pilturinn gekk hjá. Ekki treysti ég mér til að lýsa svipnum á gamla manninum öðruvísi ensvo að hann lýsti svo djúpri og augljósri fyrirlitningu að mér er það enn í minni. Oft voru haldnar ýmiskonar hátíðasamkomur í skólanum og sáu nemendur þá oftast um dagskrána. Næstu nágrönnum var oft boðið að vera viðstaddir. Einhverju sinni var það á svona samkomu, sem samanstóð af dagskrá nemenda og kaffidrykkju, að boðsgestir voru bændahjónin í Skálholti, Björn og María, og presthjónin, séra Guðmundur og Anna. Einn nemandi las upp. Hafði hann valið kafla úr Ofvita Þórbergs Þórðarsonar og byrjaði rétt á undan kaflanum „Tildragelsið í kirkjugarðinum“, sem var talinn berorðasta samfaralýsing, sem birst hafði í íslenskri bók. Þegar komið var að þessari lýsingu kvað Heimir upp úr með að nú væri tímabært að fara að drekka kaffi. Ekkert varð úr að drengurinn, sem var reyndar náfrændi skólastjórans, héldi áfram lestrinum á samkomunni. Aðsókn að skólanum var góð fyrstu árin. Byggðist hún að einhverju leyti á því að þá var skólakerfið á Litli-Bergþór 34

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.