Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 23
Hildur hugsi, enda mikill fróðleikur sem þarf að innbyrða. fjögur til fimm síðdegis. í hádeginu fengum við danskan „frokost” með miklu úrvali rétta og kl. 17:30 fengum við tvírétta veislumat og að sjálfsögðu skemmtum við okkur saman fram eftir kvöldi og tvisvar var kynt bál og sungið úti, þrátt fyrir risjótt veður. A öðrum degi fræddumst við um skjólbelti. Lars B. Hansen, sem er hafsjór af fróðleik um skjólbelti, sagði okkur að fyrir 200 árum hafi verið mikill uppblástur og sandfok á Jótlandi og erfiðlega hafi gengið að rækta í fyrstu. Skógrækt og skjólbeltarækt hófst þá, en þó að okkur þyki það ótrúlegt þá var Danmörk skóglaus á þessum tíma. Lengi vel var greni mikið plantað í skjólbelti en síðustu 30 árin hefur nær eingöngu verið plantað lauftrjám í þau. Umhirðan fyrstu árin felst aðallega í illgresiseyðingu, annað hvort með eitri eða vélum. Síðan þarf að kvista upp og klippa til en eftir 10 ár þarf að grisja. Sextíu prósent styrkur fæst vegna útplöntunar í skjólbelti ef hugsað er um þætti eins og dýralíf, að hafa eyður í beltunum svo að dádýrin komist um og 1.5 m bil milli beltis og akurs fyrir smádýralífið. Annars fæst 40 % styrkur. Við skoðuðum nokkur skjólbelti og vorum send inn í eitt þeirra og látin merkja þau tré sem þyrfti að fella, en þar var grisjun orðin aðkallandi. Þriðja daginn var fjallað um skógrækt í Danmörku. Lars kenndi okkur líka þann dag. Hann fór yfir hvaða tegundir eru aðallega notaðar í danskri skógrækt. Fura hefur ekki reynst nógu hentug, hún vex of hratt og verður þ.a.l. ekki nógu beinvaxin, hún vill falla um koll í stormi. Rauðgreni hefur talsvert verið notað en fúasveppur hefur herjað á ræturnar sem veldur því að hún stenst illa stormana. I Danmörku getur verið vindasamt, sérstaklega á Jótlandi, þar falla tré um koll við 20-25 m/s sem okkur íslendingum þykir kannski ekki mikið, en þarna er jarðvegurinn allt öðru vísi og ræturnar komast ekki eins djúpt og hér heima. Um 1890 var byrjað að flytja inn tré frá Ameríku. Það voru sitkagreni, douglasgreni og risaþinur og hafa þau öll reynst vel. Einnig eru lauftré í skógunum eins og beyki og eik. Við fræddumst um skógarvistkerfi og hvernig á að grisja. Fórum út í mörkina og sáum dæmi um hvert atriði. Ahugavert er að sjá hvernig hafði verið plantað saman fyrir um fimm árum, douglasgreni og sitkagreni, bara með 5-10 cm millibili. Nýlega var toppurinn á sitkagreninu klipptur þannig að það fer ekki hærra, en það stingur og kemur í veg fyrir að krónhjörturinn skemmi douglas- grenið. Þetta er gömul aðferð og áður var þyrnir oftast notaður og var hann kallaður vagga skógarins. Núna er mest plantað í svokallaða náttúruskóga, blandað saman nokkrum tegundum sem síðan eiga að sá sér sjálfar og dreifa úr sér. í Danmörku er eingöngu plantað berrótaplöntum. Við sáum bæði þar sem var verið að planta þeim í skjólbelti og hvernig þær eru geymdar, 500-1000 stk. saman, í stórum bréfpokum. Þannig geymast þær vel í tvo mánuði í svala og skugga. Fjórða daginn var það jólatrjáaræktin sem var krufin til mergjar, en þar virðist það vera reglan að því meira sem maður lærir, því minna veit maður. Margt er sem sé ólært. Marianne Lyhne kenndi okkur þennan dag. Árið 1950 hófst markviss framleiðsla á jólatrjám. Þarna sáum við jólatré á ýmsum stigum og kynntumst líka ýmsum áhöldum sem við höfðum ekki séð áður. Þeir eru auðvitað með aðrar tegundir en við og rækta mikið af norðmannsþin og eðalþin. Allar tegundir sem þeir nota eru innfluttar. Við lærðum um val á landi, illgresiseyðingu, skaðvalda Sigga Jóna sækir sér orku í tré, eða er hún kannski bara að sýna hvað það er stórt! 23 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.