Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 14
Aðstaða okkar Tungnamanna á þessu sviði hefur verið og er enn mjög góð. Héraðslæknirinn hefur verið búsettur í sveitinni síðan laust fyrir síðustu aldamót, fyrst í Skálholti fram til 1920, en síðan í Laugarási. Þá keyptu hinir sex hreppar læknishér-aðsins, sem hét þá Grímsneshérað, jörðina Laugarás, notalega landgóða jörð, með geysimiklum jarðhita og liggur nákvæmlega í miðju héraðinu. Það voru heillakaup, sem þá voru gerð. I Laugarási er eitt fegursta útsýni, sem gerist í sveit á Islandi. A þessu 50 ára tímabili er búið að byggja þrjú íbúðarhús fyrir lækninn, fyrst timburhjall, sem hverahitinn átti að gera að góðum bústað, en tókst ekki. Næsta hús þótti ágætt til að byrja með, en svaraði ekki lengur tímans kröfum. Það, sem nú er nýlega byggt er vitanlega bezt og á að vera framtíðarlæknisbústaður. En Laugaráshérað er víðlent og mannmargt, fjölmennir skólar í hverri sveit, fimm á Laugarvatni og þegar hún kemur til okkar og þurrkar vel töðuna. Ég get ekki sagt frá því hvað nettótekjur Biskups- tungnamanna eru miklar, en ég fer nærri um það hvað við verðum að láta af hendi rakna í sveitar- sjóðinn. Sá bóndinn, sem þyngstu byrðina ber í þessu falli greiðir hreppnum, 64 þúsund krónur og um annan veit ég, sem greiðir 45 þúsund krónur, en báðir þessir bændur hafa töluverðar aukatekjur. Tekju- og eignaútsvör í hreppnum á þessu ári eru rúmar þrjár millj. kr., en með aðstöðugjaldi og fasteignaskatti verða þessar tekjur sveitarinnar hátt á fimmtu millj. kr. Lagt var á 80% af útsvarsstiganum. Mér finnst félagslíf í sveitinni heldur gott, en af því að ég hefi tekið þátt í því er minn dómur kannski ekki mikils virði. Félögin eru hin sömu og víðast hvar annars staðar. Búnaðarfélagið er elzt, 85 ára, ungmennafélagið 63 ára og kvenfélagið eitthvað á fimmtugsaldri. Nautgriparæktarfélagið er 62 ára, sauðfjárræktar- og hrossaræktarfélögin eru yngri og Hestamannafélagið Logi er yngzt. Öll halda þessi félög árshátíðir. Þar er gleði og gaman, mikið sungið og dansinn dunar. Tíminn er þrotinn og þið, sem á mig hlustið búin að fá nóg af svo góðu. Samt hef ég ekki getað komið ýmsum áhugamálum mínum að, en segi amen eftir efninu og býð ykkur góðar stundir. Litli-Bergþór 14 ______________________________________________________________________________________ sumarbústaðir svo margir, að varla verður tölu á komið, sem auka mjög starf læknisins að sumrinu til. Einn læknir annar ekki þessu mikla starfi, svo að okkar ágæti læknir sagði héraðinu lausu í fyrra vetur. Forráðamenn héraðsins brugðu hart við, héldu til hærri staða og fengu vilyrði fyrir lítilli læknamiðstöð, þ.e. tveir læknar og hjúkrunarkona, sem þegar er komin til starfa, og nýr læknisbústaður er að komast undir þak. Það þarf varla að taka það fram, að læknirinn okkar fór ekki frá okkur, þegar þetta mál var leyst á svo heillaríkan hátt. Við uppsveita Arnesingar erum hamingjusamir yfir svona góðri heilbrigðisþjónustu og óskum að allir landsbyggðarmenn megi verða hins sama aðnjótandi. Biskupstungur og Hrunamannahreppur liggja hlið við hlið með Hvítá á milli sín. Þessar sveitir teygja sig lengst að hálendinu. Fróðir menn telja að Hólar í Biskupstungum, sem var í byggð um allar aldir þangað til fyrir fáum árum, sé sú jörð á Islandi, sem sé lengst frá sjó, og þó styzt í Hvalfjarðarbotn. Oft er frosthart í sveitinni. Kalda loftið streymir ofan af hálendinu og leggur Langjökull til drjúgan skerf af því. Þegar logn er á vetrum liggur þetta loft fast yfir sveitinni þó að hlýindi séu að koma upp á strönd og víkur ekki fyrr en snarpur sunnan vindur hrekur það á brott. En við fáum líka stundum góðar hitastundir á sumrin og hafgolan er tiltölulega hlý og rakalítil Heyskapur í Höföa í ágúst 1960, f.v. Guðrún Víglundsdóttir, Þórhildur Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.