Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 33
Efalaust hefur verið orðið áliðið dags þegar við fórum frá Ofeigsstöðum og ekki minnist ég þess að við höfum stoppað oft. En ég man það glöggt að klukkan þrjú um nóttina komum við að Hreðavatnsskála og vorum þá bæði orðnir þurfandi fyrir kaffi og bensín og mátti með sanni segja að það var góð aðkoma eins og endranær þó að um miðja nótt væri. Við vorum varla stoppaðir þegar Fúsi vert var kominn út að dæla bensíni og sagði okkur umsvifalaust að drífa okkur inn í eldhús, þar væri kaffi á könnunni. Þar var meira en kaffi því að þarna var hlaðborð af bakkelsi og var því öllu gerð góð skil og síðan hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að Vigfús og hans fólk hafi ekki sofið mikið meðan á þessum fjárflutningum stóð. Ari seinna var enn farið norður og náð í fleiri lömb þó að þau væru ekki eins mörg og árið áður. Fór það allt fram með líku sniði, Guðmundur á Efri-Brú hafði skrifstofu á Akureyri og stjórnaði þaðan fjárkaupum og sendi síðan bílana í allar áttir eftir þörfum. Nafnarnir Vigfús á Hreðavatni Guðmundsson og Vigfús Guðmundsson á Selfossi (Hallæris Fúsi) fylgdust með hvernig ferðirnar gengu og sáu til þess að ekki væri þurrð á bílum, jafnvel þó einhverjir heltust úr lestinni sem alltaf gat komið fyrir á svona löngu ferðalagi. Ekki man ég hvenær við Páll lögðum upp í þessa ferð en allavega náðum við háttum á Akureyri um kvöldið og voru vegirnir þó æði mikið seinfarnari þá en núna. Eftir góða næturhvíld vorum við sendir austur í Bárðardal til að taka lömb á Lundabrekku og Bjarnastöðum. Eftir að búið var að Iesta bílinn var haldið aftur til Akureyrar og var þá komið hádegi er við komum þar og við orðnir þurfandi fyrir hressingu. Er við komum á hótelið sátu þar margir að snæðingi og spurði gengilbeinan hvað helst mætti bjóða mér, ég var nú óklár að nefna rétti er fram voru bornir á hótelum en sagðist helst vilja fá mikið af einhverju kjarngóðu því ég var oðinn svangur. Konan bar þá að mér súpudisk og stóran rúgbrauðshleif sem ég gerði góð skil en hinu tók ég eftir að þeir sem næstir mér sátu voru heldur sposkir á svipinn en ekki tók ég það nærri mér. Þarna í Bárðadalnum urðu fyrstu kynni mín af forustufé og voru þau með þeim hætti að eftir þau áleit ég að best myndi vera að skjóta það allt á færi því að í þessum hópi var ein mórauð forustugimbur. Var hún svo snarvitlaus í óþægð að við vorum bæði orðin uppgefin er við komum á Akureyri því að hún lagði alla sína krafta í það að troðast ofan á hinum lömbunum og brölta yfir grindur meðan hún hafði krafta til og endaði það með því að ég varð að binda hana í einu grindarhorninu og passa hana þar svo að hin lömbin myndu ekki troða hana niður. Ekki man ég glöggt hverjir áfangastaðir okkar voru á heimleiðinni en trúlega hafa þeir verið á Blönduósi og Hreðavatni en hitt er mér minnisstæðara að það rættist þarna gamla máltækið að oft er fljótt skipast veður í lofti. Þegar við fórum frá Akureyri var þar sól og besta veður en þegar kom suður á heiðarnar fór að dimma í lofti og er við komum suður í Borgarfjörð var komin slagveðursrigning sem hélst það sem eftir var ferðarinnar og var veðrið einna verst í kringum Sandkluftavatnið. Er þetta eitthvert versta veður sem ég hef komið út í. Bæði var þarna mikið hvassviðri, vatnið stóð hátt af rigningunni og gerði það sandinum auðvelt að skafa yfir bílana á þessum mjóa vegi. Flestir bílarnir voru með segl yfir hálfum pallinum til skjóls fyrir menn og skepnur en þegar sandinn skóf svona upp á bílinn, veitti það heldur litla vörn og var erfitt að sjá út úr augunum til að fylgjast með lömbunum. í þessari ferð voru lömbin flest hvít þegar lagt var upp að norðan en þegar suður kom voru þau öll orðin grásvört vegna þess að sandurinn hafði hlaðist svo mikið í ullina á þeim. Því miður man ég ekki nákvæmlega hvað þessi ferð tók langan tíma en mig minnir þó að það hafi verið um 36 tímar frá því að við fórum frá Akureyri um morguninn. Eitt er víst að við Páll vorum báðir orðnir þreyttir þegar við skiluðum lömbunum af okkur og ég man að við ræddum um það okkar á milli að það var sama hvert ég leit að ég sá ekkert nema lömb, en hann sá bara veg. Það var samt fyrir mestu að við skiluðum öllu fénu heilu á leiðarenda. Halldór Þórðarson. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| Þjónusta í yfir 30 ár □ Þjónusta á búvélum og tækjum í landbúnaði □ Smurþjónusta - Olíusíur í bíla og dráttarvélar □ Háþrýstislöngur - Sérsmíði □ Bifreiðaviðgerðir □ Framrúðuskipti □ Hjólbarðaþjónusta □ Nýsmíði 33 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.