Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 25
Ljóð og sögur e-Ptir nemendur í fimnrta og sjötta bekk Reykholtsskóla Vandræði á jólum Ég heiti Emma og er 10 ára. Það er aðfangadagur og klukkan er hálfþrjú. Ég fór niður til að gá að pökkunum en það voru engir pakkar þar. Ég spurði mömmu og pabba út í þetta og þau héldu að ég væri að plata. En þá sá ég spor eftir kött, en óvenju stór, og mörg risastór mannaspor. Þetta voru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn. Ég ákvað að elta þau. Ég fattaði að ég hafði ekki séð litlu systur mína síðan hún hafði ætlað að kíkja á pakkana um hádegið svo Grýla hlaut að hafa tekið hana. Nú sá ég þau og pokann þeirra. Og það sem meira var, pokinn hreyfðist. Nú vissi ég að það var eitthvað eða einhver í pokanum hjá Grýlu. Ég elti þau og komst í hellinn þeirra og klippti gat á pokann. Þar voru pakkarnir: gulir, rauðir, grænir og bláir og meira að segja systir mín. En við vorum í vondum málum. Grýla, Leppalúði og jólakötturinn sáu okkur. Við köstuðum nokkrum pökkum út en komumst sjálfar ekki út. Þeim fannst ég vera óþekkari en litla systir mín. Svo þau hleyptu henni út en ekki mér. Ég varð eftir en sagði ekkert, hreyfði mig ekki og andaði eiginlega ekki. Ég heyrði að Grýla, Leppalúði og jólakötturinn (þó að hann kynni ekki að tala) voru að segjast ætla að hafa mig í jólamatinn. „Ég verð að flýja“, hugsaði ég og henti afganginum af pökkunum út. En þegar ég henti seinasta pakkanum út heyrðist rosalega hár hvellur og Grýla, Leppalúði og jólakötturinn heyrðu í honum og lokuðu hellinum. Nú voru góð ráð dýr. Nú sá ég lítinn glugga en það var ekki auðvelt að komast þangað upp. Þá sá ég að þarna var bolti sem lrktist hausnum mínum og þarna voru langbrauð, hanskar, svunta og skór. Ég tók pokann og klifraði upp. Ég hljóp heim með allar gjafirnar á bakinu. Ég komst heim klukkan hálfsex og allir héldu gleðileg jól. (Allir nema Grýla, Leppalúði og jólakötturinn.) Höf. Laufey Osk Jónsdóttir, 5. bekk Stúlkan sem datt v\ð brúnina Einu sinni gekk Eyvindur gamli að Svarta Fossi með fimm börn. Hann var mikill sögumaður og fór á hverju ári með nokkur bö,rn í þorpinu að fossinum til að segja þeim gamla þjóðsögu um hann. Álfheiður Björk og Laufey Ósk. Svarti Foss var mjög stór og drunglegur og rétt við fossinn var gamalt ónýtt þorp sem hét Litlibær. Þar hafði Eyvindur gamli átt heima þegar hann var lítill drengur í sveitinni. Hann sagði börnunum frá því að í gamla daga fóru börnin í sveitinni alltaf á gamlárs- kvöld að Svarta Fossi og sögðu hvert öðru sögur um huldufólk og álfa. Eitt kvöldið var mjög dimmt og hált úti og þá datt stúlka ein um stein og féll beint í fossinn og alla tíð síðan er sagt að hún fljúgi um fossinn og þorpið og fylgist með öllu sem gerist í sveitinni. Ef þú ferð að Svarta Fossi á gamlárskvöld getur þú séð vofu stúlkunnar sem datt. Höf: Alfheiður Björk Bridde Peningaleysi Við bræður okkur bregðum heim með báða vasa tóma. Blankir af blessuðum peningum útaf þessum ósóma. Höf. Giístaf Sceland, 5. bekk Gústafog Úlfur Hrafn. 25 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.