Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 30
Fjárskiptin i 952 ogi 953 Halldór l^órðarson á Litla-FIjó-ti ri-fjar upp brot af minningum sínum Að sjálfsögðu hefur það aldrei verið talið saman, allt það tjón er íslenskir bændur hafa orðið fyrir í sambandi við innflutning erlendra hrúta er menn töldu sig vera að flytja inn í landið til að bæta þann stofn er fyrir var í landinu. Svo slysalega hefur tekist til, hvað eftir annað, að sjúkdómar hafa fylgt þessum skepnum og hafa þeir síðan breiðst út um landið og valdið ómetanlegu tjóni. Sem betur fer hafði ég ekkert af kláðanum að segja enda var búið að útrýma honum löngu fyrir mitt minni. Með því fyrsta sem ég man eftir sauðfé var þegar var Deildartunguveikin, svonefnda, var að flæða yfir landið. Fékk veikin upphaflega nafnið af því að hennar varð fyrst vart í Deildartungu í Borgarfirði en síðar var hún nefnd mæðiveiki vegna þess hvernig hún hagaði sér. Þetta var bráðdrepandi lungnasjúkdómur sem gat tekið kindur svo brátt að þó að þær virtust í góðu standi á vorin gátu þær verið dauðar frá lömbunum á miðju sumri. Sem eðlilegt var skapaði þetta neyðarástand mikla umræðu meðal bænda og voru menn ekki á eitt sáttir um hvað skyldi gera í þessum vanda. Man ég eftir að Guðmundur heitinn Gíslason, læknir, sneri sér af alefli gegn þessum vágesti og lagði mikla vinnu í það að þróa bóluefni sem gæti gagnast gegn þessari plágu. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu hans náðist ekki árangur sem að gagni mætti koma og var þá ekki önnur leið fyrir hendi en að skera niður, sem oft áður, og fá fé af ósýktum svæðum. Menn voru ekki á eitt sáttir um hvernig best mundi vera að standa að því og mun það hafa verið einn af fyrstu sveitarfundunum sem ég fór á sem haldinn var til að ræða um fjárskiptin. Var fyrirséð að þetta hefði mikinn kostnað í för með sér og því fyrir öllu að vel tækist til með framkvæmdina og í því sambandi er mér minnisstætt að einn gamall og gætinn bóndi sagði „Það þýðir ekkert að tala um kostnaðinn, öryggið er fyrir öllu“. Þar sem okkur stóð til boða að fá fé úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, vaknaði sú hugmynd hjá sumum hvort ekki væri greiðast að reka lömbin suður Sprengisand og ferja þau síðan yfir Tungnaá sem þá var óbrúuð og var það lengi enn eftir það. Kunningi minn, sem var uppalinn á ferjustað og fór víst að reyna að halda á árinni áður en hann réði við hana, spurði mig í spaugi hvort að ég ætlaði ekki að ráða mig sem ferjumann á Tungnaá um haustið. Ekki taldi ég það álitlegan starfsvettvang fyrir mig þar sem ég kynni varla að halda á ár. En hvort sem þetta var rætt lengur eða skemur ,varð það niðurstaðan að safna saman öllum tiltækum vörubílum, lengja á þeim pallinn eins og þeir þoldu Halldór Þórðarson um svipað leyti og skipt var um fé. og senda þá síðan í auka skoðun. Á þessum tíma var Gestur Olafsson aðalskoðunarmaður á Selfossi og þótti hann ekki alltaf lipur í keyrslu. Enda fór það svo, er hann var að skoða einn bílinn, að hann gaf vel í, tók vinkilbeygju og bremsaði um leið. Þetta var auðvitað meira en öxullinn þoldi. Sá mæti maður, Vigfús Guðmundsson (Hallæris Fúsi), var nýbúinn að segja við þennan óheppna mann sem átti bílinn að ef hann lenti í hallæri skyldi hann bara koma til sín og varð það fangráð mannsins að hann fékk nýjan öxul hjá Fúsa en ekki held ég að Gestur hafið talið sér skylt að bæta tjónið. Eins og nærri má geta kostaði þetta umstang mikinn undirbúning í þeim sveitum er skiptin náðu til. Ekki er mér kunnugt urn hverjir fóru til kaupanna úr nágrannasveitunum, nema ég vissi um Guðmund Guðmundsson á Efri-Brú en hann hafði skrifstofu á Hótel KEA og stjórnaði öllum flutningunum þaðan. Litli-Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.