Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 4
Formarmspistill Aðalfundur Umf. Bisk. var haldinn í Bergholti 17. mars 2011. Fundarsókn var með ágætum og áttu sér stað góðar og gagnlegar umræður um starf félagsins. Öllu því fólki sem hlaut kosningu í hinar ýmsu nefndir óska ég til hamingju og vonast eftir góðu samstarfi við það. Asborg Arnþórsdóttir gekk úr varastjórn eftir sjö ára stjórnarsetu og eru henni þökkuð góð störf í þágu félagsins en við vonumst eftir að getað notið krafta hennar áfram fyrir Ungmennafélagið. Oddur Bjarni Bjarnason var kosinn í varastjórn í stað Ásborgar og óska ég honum til hamingju með kjörið. I vetur hefur verið unnið við endurnýjun á heimasíðu Ungmennafélagsins. Fyrsta heimasíða félagsins var gjöf Kristínar Guðbjörnsdóttur til félagsins á 100 ára afmælinu árið 2008. Agla Snorradóttir var fengin til að sjá um uppsetningu á nýju síðunni. Mikið af efni var tekið af eldri síðunni ásamt því að nýtt efni hefur verið sett inn. Stefnt er að því að síðan verði virk og uppfærð reglulega með fréttum og myndum af starfi félagsins. Öglu Snorradóttur þakka ég kærlega fyrir góða vinnu og ánægjulegt samstarf. Ef einhver vill koma efni inná síðuna, t.d. fréttum, tilkynningum eða myndum er hægt að hafa samband við undirritaðan eða senda tölvupóst á Ungmennafélagið en netfangið er: umfbisk.blaskogabyggd@gmail.com. Slóðin á síðuna er: http://umfbisk.blaskogabyggd.is og hvet ég lesendur Litla-Bergþórs til að fylgjast með starfi félagsins í gegnum heimasíðuna. Aukið samstarf í íþrótta- og æskulýðsmálum hefur verið í umræðunni í uppsveitum Árnessýslu uppá síðkastið. Hugmyndir eru, m.a., um að vera með sameiginlegar æfingar í íþróttum til að getað skapað grundvöll fyrir keppnislið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þá hafa aðrir verið með þær hugmyndir að stofna nýtt íþróttafélag sem myndi standa fyrir íþróttastarfi í öllum sveitarfélögunum.Allt eru þetta hugmyndir sem vert er að skoða en mikilvægt er að gefa sér tíma í að skoða þessa hluti vel áður en einhver niðurstaða fæst. Ungmennafélag Biskupstungna er rótgróið ungmennafélag með mikla sögu á bak við sig sem við þurfum að hlúa að. Ég hvet ungmennafélaga til að ræða þessi mál af opnum huga og velta fyrir sér hvað er íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Tungunum fyrir bestu. Nú er sumarið komið og vonast ég til þess að lesendur Litla-Bergþórs njóti sumarsins í leik og starfi. Með sumarkveðju, Helgi Kjartansson, formaður Ungmennafélags Biskupstungna r Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum Efnissala og varahlutaþjónusta. og lagningu raflagna. Fljótog góð vinna. JensPéturJóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 Heimasími 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 j Litli-Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.