Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 22
Grasnni Skógar II Ferðasaga Hildar Maríu Hilmarsdóttur á Spóastöðum og Sigríðar Jónínu Sigurfinnsdót-tur í Hrosshaga frá námsferð sem þasr fóru í -til Danmerkur íapríl 201 1. Eitt sinn var sagt „Djöfullinn danskur“ en öðru fengurn við að kynnast,Tungnatútturnar, Hildur María og Sigga Jóna. Við höfum stundað nám við LBHÍ í all nokkur ár sem nefnist Grænni skógar. Eitt af námskeiðunum hjá okkur var vikudvöl í Danmörku 3.-8. apríl sl. Nemendahópurinn samanstóð af 14 skógarbændum af Suður- og Vesturlandi. Tilgangur ferðarinnar var að fara á námskeið í rekstri smáskógarbýla og kynnast því hvernig frændur okkar Danir haga hlutunum. Fararstjórar voru þeir Björgvin Eggertsson og Björn Bj. Jónsson og pössuðu þeir vel upp á okkur, ekki veitti af að gæta að því að enginn týndist í skógunum eða kaupfélaginu, þegar þangað var skroppið. Marianne Lyhne, kennari við danska Landbúnaðar- háskólann, tók á móti hópnum á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn og lá leiðin þaðan út á Friðriksberg þar sem skrifstofur Skovdyrkerforeningen 0st eru til húsa. Framkvæmdastjórinn fræddi okkur um tilhögun danska skógareigendafélagsins. Skovdyrkerforeningen 0st er eitt sjö svæðafélaga sem mynda eitt landssamband með um það bil 6000 félagsmönnum. Allir sem ráða yfir skógi, jólatrjám, veiði- eða náttúrusvæði geta orðið félagar í svæðafélagi. Félagar í landssambandinu ráða yfir um þriðjungi skóga í Danmörku. Margvísleg skógarnyt heyra einnig til og hafa skógareigendur til dæmis töluverðar tekjur af veiðum og eru því skjólbelti og skógar skipulagðir með tilliti til þess. Nú er danska ríkið hætt að styrkja skógareigenda- félögin og voru félagarnir afar slegnir yfir því í fyrstu en komust fljótt að því, að því fylgir ákveðið frelsi að standa á eigin fótum sem hagsmunasamtök, óháð ríkinu. Félagsmenn greiða dkr. 700- í grunngjald og dkr. 40- á hvern hektara lands. Fyrir þetta fá þeir árlega ráðgjöf en félagið tekur 10% þóknun af seldum afurðum og 15% álag á framkvæmdir sem félagið sér um. Félögin og landssambandið eru rekin fyrir þóknanir sem þeir fá af sölu afurða og verkumsjón fyrir félaga. Klukkan var að verða 17:00 þegar hópurinn kvaddi og lagði af stað til að ná ferju á Sjálandsodda klukkan 19:00. Tíminn um borð í ferjunni var nýttur til að matast og södd ,en nokkuð þreytt eftir langan dag, komum við til Eldrupgárd á Jótlandi þar sem dvelja skyldi næstu daga. Eldrupgárd er í eigu danska Landbúnaðarháskólans en þetta námskeið, sem er í námskeiðaröðinni Grænni skógar 2, er skipulagt af honum í samráði við íslenska Landbúnaðarháskólann. Allir morgnar hófust á tveggja til þriggja tíma fræðslufyrirlestri, síðan var farið út í skóginn, ekið mislangt og mismargir staðir heimsóttir og skoðaðir eða frá tveim og upp í 10. Komið var heim á bilinu Hópurinn að næra sig, Hildur og Sigga Jóna fremstar sín hvoru megin. Litli-Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.