Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 15
Oflugt og fjölbreytt starf íþróttadeildar Eins og ætíð var starf íþróttadeildar á árinu 2010 mjög öflugt og afar fjölbreytt. Á liðnu ári gátu félagar stundað fótbolta, handbolta, fimleika, körfubolta, glímu, skólahreysti og yngstu félagarnir gátu sem fyrr mætt í íþróttaskólann. Æfingar voru að öllu jöfnu einu sinni til tvisvar í viku í hverri íþróttagrein í 45 - 90 mínútur í senn, allt eftir aldri iðkenda en örlitlar breytingar voru gerðar á tímatöflunni með tilkomu nýrra þjálfara haustið 2010. Þá var fótboltinn fyrir eldri iðkendur færður alfarið út á sparkvöll þegar Jóhann Pétur Jensson tók við af Ásdísi Viðarsdóttur. Helgi Kjartansson baðst undan því að vera með skólahreysti og fþróttaskólann vegna anna og tók því Freydís Örlygsdóttir við skólahreysti og Axel Sæland við íþróttaskólanum. I maí var haldið vel heppnað lokahóf fyrir iðkendur og þjálfara sem var vel sótt. Var það skemmtileg stund fyrir alla og góður endapunktur á vetrarstarfinu að grilla saman og ljúka þannig góðu æfingastarfi með pompi og prakt. Þjálfarar áttu veg og vanda af þessu framtaki sem er frábært framtak hjá þeim. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir allan undirbúning og fyrirhöfn. Sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina var haldið í byrjun sumars og var þátttaka góð eins og fyrri ár. Guðbjörg Bjarnadóttir ,sundkennari, kom til okkar og hefur nú starfað með okkur í fimm ár. Er það von okkar að hún komi enn og aftur nú í sumar. Iþróttadeildin hefur rætt um að greiða enn frekar niður sundkennsluna og að ræða við sveitarfélagið um styrk á móti til barna sem fædd eru árið 2005 og eru að hefja skólagöngu haustið 2011. Það væri mikill styrkur fyrir þau börn að koma „vel synd“ í skólann í haust. Sumarið 2010 héldum við úti fótboltaæfingum tvisvar í viku fyrir tvo aldurshópa og var Ásdís Viðarsdóttir að þjálfa þá hópa. Við hefðum gjarnan viljað sjá meiri mætingu á þessar æfingar hjá eldri hópnum en sem fyrr eru nokkrir eldri drengir að sækja æfingar á Selfoss og Flúðir sem eflaust skýrir litla mætingu í þeirra aldurshópi. Nú er komið að þeim tímapunkti að skoða þarf hvaða íþróttastarf er í boði á Flúðum og/eða á öðrum stöðum og kanna hvert hugur félaga Ungmennafélagsins stefnir nú í sumar en sumarnámskeið sem ekki er mætt á eru dýr þáttur í starfi félagsins. Fjárhagsstaða Ungmennafélagsins er nú nokkuð góð. Þar spilar stóran þátt gjöf Feikfélagsins upp á 500.000, styrkur frá aðaldeildinni og síðast en ekki síst góð innheimta æfingagjalda. Allmargir nýta sér þau góðu afsláttarkjör sem félagsmönnum bjóðast, sé greitt fyrir eindaga, en fleiri ættu að nýta sér þau. Þar sem staða ársins var nokkuð góð og innheimt voru æfingagjöld fyrir haustið 2009, vorið 2010 og haustið 2010 var ákveðið að sleppa þvf að innheimta félagsgjöld fyrir árið 2010. Iþróttadeildin hefur óskað eftir því að Freydís Örlygsdóttir leiti leiða til að kaupa tæki til fimleikaiðkunar en fimleikarnir eru sú íþrótt sem þurfa hvað mest af stórum, dýrum tækjum til að hægt sé að stunda íþróttina af fullum þrótti. Mætti þá líta á þau tæki sem hún finnur sem gjöf Feikfélagsins. Enn hefur ekkert bitastætt komið inn á borð til hennar en við vonumst til þess að vera búin að fá einhverja góða „gripi“ í íþróttahúsið okkar í haust þegar æfingar hefjast að nýju. Eftir skemmtilegan íþróttadag með nem- endum í 1. - 6. bekk grunnskólans í mars 2011 langaði okkur til að skoða hvort ekki væri hægt að endurvekja frjálsíþróttaæfingar sem eiga sér þó nokkra sögu hér í sveit. Nefnd hafa verið nöfn mögulegra þjálfara og eru allar ábendingar þess efnis vel þegnar og er mjög góður vilji hjá íþróttadeildinni að reyna til fullnustu að koma á æfingum strax haustið 2011. Það væri mjög gaman ef hægt væri að hefja framkvæmdir á íþróttavellinum um r Stjórn Iþróttadeildarinnar f.v. Ingibjörg Einarsdóttir, Agla Þyri Kristjándóttir og Jórunn Svavarsdóttir. 15 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.