Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 26
Ijóðið Ég á kött sem borðar pizzahött á stærð við hnött já þetta er köttur sem lítur út eins og hnöttur með tær á stærð við klær. Hann er feiminn. En ekki gleyminn. Hann er skemmtilegur. En ekki merkilegur. Höf: Úljnr Hrafn Eyvindarson 5. bekk Aðalbjörg og Sigríður Magnea. ísbjörnmn ísbjörninn hann kaldur er, hann hefur gaman af að leika sér. Hann syndir austur og vestur. Og er allra bjarna bestur Höf: Sigríður Magnea Kjartansdóttir, 5. bekk Kötturinn Kötturinn er feiminn en ekki gleyminn. Hann er skemmtilegur en ekki merkilegur. Hann fékk skalla og var ekki með öllum mjalla, fór svo út í búð og fékk sér væna kú. Höf. Aðalbjörg Sœland, 5. bekk Vinasambönd Hæ,hæ, ég heiti Marta og elska sögur þess vegna ætla ég að segja frá verkefni í skólanum. I skólanum í dag sagði kennarinn að heimanámið fyrir morgundaginn væri að skrifa spurningasögu um eitthvað, ... eitthvað sniðugt. Síðan þegar skólinn var búinn fór ég að skrifa. A meðan ég var að skrifa hringdi Halldóra, vinkona mín, sem hringir yfirleitt bara til að fara í sund eftir skóla, meðan við erum að bíða eftir körfubolta. í þetta skipti spurði hún mig hvort að ég gæti leikið eftir skóla. Ég gapti og ég hugsaði: „Gvuuð er hún að spyrja mig um að leika“ Yfirleitt hunsar hún mig þegar ég spyr hana um að leika í frímínútum, því að hún er alltaf að eltast við Tótu. Tóta er einkabarn, mamma hennar fór frá Freyja Hrönn. henni þegar hún var ungabarn. Ég sagði við Halldóru að ég ætlaði að spyrja mömmu, stuttu seinna svaraði ég henni játandi. Næsta dag kom ég í skólann. Heimilisfræði var fyrst, svo lestur, þá Snorra saga og þá kom sögutíminn. Kennarinn sagði: „Ég vona að allir séu búnir með söguna. Ef ekki, þá þurfa þeir að klára“. Nokkrir þurftu að klára og þá sagði kennarinn að þeir hefðu u.þ.b. 15 -20 mín til að klára verkefnið, hinir fengu frjálst á meðan. Síðan, þegar tíminn var útrunninn hjá þeim sem gleymdu heimanáminu, sagði kennarinn: „Jæja, tíminn er búinn og nú komið þið í sætin, jæja, Siggi byrjaðu“. Hann talaði um byssur og að sumt fólk eignaðist vini með því að skjóta fólk. Svo sagði kennarinn: „ Jæja, Marta, nú er komið að þér.“ „Æ, æ, ég er núna“ !!!! Svo stóð ég upp og byrjaði að lesa. „Sumir segja að sumt fólk kaupi sér vini, en ég trúi því ekki. En sumt fólk trúir því“ las ég. Kennarinn greip frammí og sagði: „Hvernig kaupa sér vini?“ „Já, sko, það er það sem ég skil ekki hvernig á að kaupa sér vini , en, sko, ég ætlaði að spyrja krakkana hvað þeir halda og skrifa það í bókina.“ sagði ég. „Nú, nú gerðu það þá“. „ Jamm ... umm..., hvað haldið þið um það að kaupa fólk?“ spurði ég. Sumir sögðu að það væri að fólk gerði eitthvað til að eignast vini, t.d. að dansa svo að öðrum líki. Og að kaupa þá með peningum. Svona svipað og að fara út í búð og kaupa nammi. Oooog að fólk segði að það eigi að vera vinur þess. Svo spurði ég krakkana „Hvað haldið þið að sé réttast af þessu?“ Þau völdu að fólk segi að það eigi að vera vinur þess. Ég tók eftir því að Tóta roðnaði upp yfir haus þegar það var tekið ákvörðun um hvað Litli-Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.