Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 8
Herdís Anna Magnúsdóttir. frá Hvítárbakka og móðir hennar, Ólöf Karlsdóttir, er frá Gýgjarhólskoti. • Björgunarsveit Biskupstungna hefur selt snjósleða, sem voru í eigu hennar og keypt sérútbúin fjórhól í þeirra stað þar sem snjósleðarnir hafa nýst takmarkað í útköll undangengin ár. • Skólaþing var haldið í Aratungu þann 30. mars til að fá fram hugmyndir íbúa og nemenda um hvernig hægt er að efla skólastarf í sveitarfélaginu. Þátttaka var góð en um 110 fullorðnir og um 140 nemendur skólans tjáðu sig um málið auk þess sem leikskóla- börn fengu að segja sínar skoðanir á mál-efninu. • Arsreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram og samþykktur á sveitarstjórnarfundi 12. maí. • Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu. og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. • Gunnar Birgisson á Kjóastöðum bauð Loga-fólki til Kjóastaðaleika í samstarfi við Æskulýðsnefnd Loga laugardaginn 14. maí. Þar voru leystar ýmsar þrautir og keppt, m.a. í boðhlaupi. • Elín Gunnlaugsdóttir, Skúlasonar úr Laug-arási verður staðartónskáld Skálholtsstaðar sumarið 2011. • Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir í Myrkholti vinna að því um þessar mundir að opna veitingastað í Árbúðum á Kili. • Jón Hjalti Eiríksson í Gýgjarhólskoti hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi við Menntaskólann á Laugarvatni í vor. Hann útskrifaðist frá náttúrufræði- braut með lokaeinkunnina 9,78. • Það var einnig Tungnamaður sem fékk næsthæstu einkunn við Menntaskólann á Laugarvatni, einnig af náttúrufræðibraut, en það var Herdís Anna Magnús- dóttir í Hveratúni í Laugarási með einkunnina 9,16. • Boðnar verða siglingar um Hvítárvatn við rætur Langjökuls í sumar. Það er fyrirtækið Hvítárvatn ehf. í samstarfi við Icelandix excursion og Islenska fjallaleiðsögumenn sem sér um þessar ferðir. • Vorhátíð víkinganna í víkingahópnum Rimmugýgi hélt vorhátíð sína í Reykholti í samstarfi við Kaffi Klett helgina 3.-5. júní. • Hreinsunarvika var haldin vikuna 30. maí til 5. júní og voru íbúar hvattir til að „gera hreint fyrir sínum dyrum” eins og það var orðað í auglýsingu. Var móttökustöðin opin þá helgi og gat fólk fargað rusli þar án endurgjalds. • Ný mörk eru komin á íþróttavöllinn í Reykholti, veg og vanda af því áttu þeir Gísli Þór Brynjarsson, Smári Þorsteinsson og Oddur Bjarni Bjarnason. • Sigurlína Kristinsdóttir opnaði vinnustofu í hesthúsi í Reykholti þar sem hún selur list sína, þar er opið alla daga nema sunnudaga. • Skrifað hefur verið leikrit um Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, höfundur leikritsins er Kristín Hafsteins- dóttir, bókmenntafræðingur. • 17. júní fór fram með hefðbundnu sniði. Hátíðar- messa var í Torfastaðakirkju, skrúðganga frá Bjarnabúð upp í íþróttamiðstöð þar sem skemmti- atriði fóru fram og á eftir var hægt að kaupa sér kaffiveitingar í Aratungu. • Fjallkona var Guðrún Loftsdóttir, Vesturbyggð 1 og um ræðu nýstúdents sá Herdís Anna Magnús- dóttir, Hveratúni. • Við hátíðarhöldin 17. júní afhenti Kvenfélag Biskupstungna sveitarfélaginu líkamsræktartæki að upphæð rúma milljón króna að gjöf. Tækin eru staðsett í íþróttamiðstöðinni í Reykholti og voru þau keypt fyrir ágóðann af dagatalinu sem Kvenfélagið gaf út fyrir árið 2010. • Ungmennafélagið gaf sveitarfélaginu róðrartæki að upphæð rúm 200 þúsund að gjöf við sama tækifæri og er það einnig staðsett í Iþrótta- miðstöðinni í Reykholti. • Reynir Arnar Ingólfsson frá Engi í Laugarási keppti fyrir Islands hönd á „Special Olympics” dagana 25. júní til 4. júlí og náði silfri í B-riðli með liði sínu í 7 manna fótbolta. Glæsilegur árangur það. • Kvenfélag Biskupstungna gaf út dagatal fyrir árið 2012 þar sem félagskonur sitja léttklæddar fyrir á myndum. S.T. Litli-Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.