Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 24
Hópurinn ásamt fararstjórum og kennurum. og áburðargjöf. Einnig um formklippingu trjánna, því ef vel er hugað að þeim þáttum er hægt að auka fjölda „nýtanlegra“ jólatrjáa úr um 50% upp í 95 %. Akrarnir voru ýmist með jafngömlum trjám eða blandaðir. Við sáum hvernig menn hirtu um trén, þau fengu fótsnyrtingu, toppar voru lagaðir, greinakransarnir snyrtir o.s.frv. Mörg var búmanns raunin í jólatrjáaræktinni en á móti kom að til mikils var að vinna, því afurðirnar, bæði tré og greinar, eru afar verðmiklar því jólatré og skrautgreinar eru mikilvæg og vaxandi tekjulind margra skógareigenda. Fimmta daginn tókum við fyrir sögunarmyllur. Bent Jensen kenndi okkur. Við heimsóttum tvo aðila. Annar rekur litla sögunarmyllu og sagar fyrir menn sem koma með timbur til hans. Síðan fórum við inn á mitt Jótland þar sem tveir Jótar eru með mjög góða aðstöðu. í stórri skemmu saga þeir ýmislegt en aðalframleiðslan hjá þeim eru skýli og kofar, bálhús o.fl. Þeir ganga frá þessu í pakkningar, líkja má þeim við IKEA, þar sem allt fylgir. Þeir steypa m.a.s. sjálfir litlar hellur sem húsin standa á og mold og grasfræið á þakið fylgir með. Við skoðuðum nokkrar útgáfur af skýlum. Annar maðurinn býr þarna og hann og hans fjölskylda svaf í einu skýlanna í mánuð s.l. sumar. Þessi skýli eru vinsæl og þeir selja mikið af þeim. Verðið var frá 200-800 þús. ísl. krónur en hærra ef um lúxus- bjálkaskýli var að ræða. Það var mjög gaman að skoða allt þarna hjá þeim, allt var snyrtilegt og flott. Síðasta kvöldmáltíðin okkar var heilmikil veisla. Settumst við svo inn í skólastofu og fórum yfir námskeiðið. Þetta átti nú að vera stutt yfirferð en það gekk ekki, því við þurftum svo mikið að tjá okkur og spjalla fram og aftur um námið. í raun má segja að þarna fengjum við þriggja til fimm ára háskólanám á fimm dögum. Nokkuð mikil hraðferð það. Loks gátum við aðeins sest niður á setustofunni og snúið okkur að lokaverkefninu; að klára bjórinn okkar og taka létt spjall síðasta kvöldið. Arla morguns sjötta dags var lagt af stað heim. Ekki var þó allt búið því Bent, einn kennarinn okkar, kom við á sögunarmyllunni sinni á Sjálandi og sýndi okkur hana. Þar var mjög gaman að koma. Hann er í gömlum húsakynnum, með alls kyns þykktarhefla og vinnur þarna timbur fyrir fólk. I góðærinu var talsvert að gera en núna er miklu minna um að vera. Þá var komið að kveðjustund, því hluti hópsins ætlaði inn í Kaupmannahöfn, ýmist í heimsóknir eða til að gerast túristar um helgina. Flestir voru þó að fara beint í flug heim. Undirritaðar fóru inn í Kaupmannahöfn og tóku þar á móti eiginmönnum sínum og áttu þau þar góða helgi saman. Allir voru sáttir og sælir með góða daga á Jótlandi, mikill fróðleikur var innbirtur á stuttum tíma, en ekki síst fékk maður þarna innblástur og vítamínsprautu til áframhaldandi vinnu við uppáhaldið okkar allra, trjá- og skógrækt. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga Hildur María Hilmarsdóttir, Spóastöðum Li+li-Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.