Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 20
Ferdaþjónustan í sverfcasaslunni í úthira Ferðaþjónustan í Úthlíð var stofnuð í maí árið 1991 og fagnar því 20 ára afmæli um þessar mundir. Það má segja að tvítug ferðaþjónsta sé búin að hlaupa af sér hornin og nú taki alvara fullorðinsáranna við. Upphaf ferðaþjónustunnar má rekja til þess að Björn bóndi í Úthlíð fór að leigja út lóðir fyrir orlofshús í kjarri vaxinni hlíðinni fyrir austan bæinn. Þetta leiddi til þess að hann ákvað, ásamt Agústu eiginkonu sinni, að söðla um, hætta í hefðbundnum búskap og helga sig þjónustu við borgarbúana. I dag er í Úthlíð kraftmikil ferðaþjónusta þar sem er í boði afþreying svo sem golfvöllur, hestaleiga og sundlaug. Einnig er þar veitingastaðurinn Réttin, tjaldstæði, ferðamannaverslun, bensínstöð og gassala. Síðar byggði Björn Úthlíðarkirkju sem einnig hefur sitt hlutverk í ferðaþjónustunni. A svæðinu í kringum Úthlíð er mikil og vaxandi sumarhúsabyggð bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Þeir sem byggja sér sumarhús velja sér í vaxandi mæli staði þar sem eru fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar, lifandi samfélag og gott félagslíf. Ferðaþjónustan í Úthlíð leigir út sumarhús af ýmsum stærðum og gerðum. Er þá vinsælt að fara í sund, skella sér á hestbak eða taka 9 holur á golfvellinum. En það er sama hver afþreyingin er, heiti potturinn og grillið er ómissandi hluti af því að fara í bústað. Golfvöllur hefur verið starfræktur í Úthlíð síðan 1992. Völlurinn er 9 holu, par 35 og hannaður af Gísla Sigurðssyni, þekktum kylfingi, blaðamanni og listmálara frá Úthlíð. Félagar í Golfklúbbi Úthlíðar eru nú ríflega tvö hundruð og fjölgar ár frá ári. Sundlaugin Hlíðalaug er lítil og heit náttúruleg laug. Sumir segja hana vera stærsta heitapott Einn af sumarbústöðunum. Golfvöllurinn í Úthlíð. landsins. Þarna er tilvalið að fara með börnin og leika við þau í heitri lauginni. Við laugina er rekin lítil ferða-mannaverslun og geta íbúar í nágrenni við Úthlíð gengið að því nokkuð vísu að það er hægt að finna flest sem gleymdist heima í búðinni, allt frá gasi og öðrum grillvörum upp í veislumatinn á grillið og meðlætið með því. Að sjálfsögðu er ísinn, gosið og sælgætið á sínum stað í búðinni. Það er sérlega gaman að koma saman í Réttinni og taka lagið eins og Björn bóndi vill jafnan gera. Réttin er frábær veislusalur sem tekur 120 manns í sæti. í salnum er allur veislubúnaður sem þarf til að fullkomna hátíðina. Réttin er opin alla virka daga og þar er selt í golfið, einnig er hægt að fylgjast með stórviðburðum sem sendir eru út í sjónvarpi á skjánum allt frá Enska boltanum til Evróvisíón. Kirkjan var vígð árið 2006 en hún var reist til minningar um Agústu Olafsdóttur, eiginkonu Björns. Kirkjan tekur 120 gesti í sæti og er opin öllum til kirkjulegra athafna. Oft eru haldnar messur í kirkjunni og eru þær auglýstar á vef ferðaþjónust- unnar, en einnig er hægt að fá kirkjuna undir brúðkaup, skírnir eða fermingar. Hægt er að leigja hesta í Úthlíð og fara í stutta reiðtúra í næsta nágrenni við bæinn. Er þá oftast riðið inn Skarðaveg í áttina að Kolgrímshóli. Einnig eru nokkrar skipulagðar hestaferðir farnar frá Úthlíð og inn Brúarárskörð og jafnvel allt inní Brekkur, sunnan við Hagavatn, með gistingu og fjöri. Að sjálfsögðu er lagið tekið í slíkum ferðum. Ágæt tjaldstæði eru á holtinu fyrir neðan hlíðina. Þar eru skemmtileg lítil gi illhús sem hægt er að grilla í þótt hann rigni. Vatnssalerni og rafmagn fyrir stærri bíla og hjólhýsi er á svæðinu. Möguleiki er einnig að tjalda á Höfðaflötum við rætur Högnhöfða. Allar nánari upplýsingar eru á www.uthlid.is Hjördís Björnsdóttir. Litli-Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.