Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Síða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Síða 4
verðmætamat fyrri alda. Hin hliðin - hið sjálfstæða framlag - er sú að spinna sífellt við, auka eða bæta í eftir því sem hugsunin breytist eða takast þarf á við ný viðfangsefni. I hinum frumlega texta býr hin lifandi sýn til eigin heims og þar er að finna hið sjálfstæða mat á þeim hugmyndalegu hræringum sem tekist var á um. Undarleg er sú þögn sem hefur verið slegið utan um hina miklu neðanjarðarmenningu, ef svo mákalla hana. Þess sjást fá dæmi að fræðimenn velti fyrir sér þýðingu þessarar sérstöðu íslenskrar menningar að menn hafi flutt menninguna áfram á sjálfum sér í stað þess að nota prentsmiðjumar líkt og aðrar þjóðir gerðu. Hver er hugsanlegur ávinningur okkar? Er til að mynda hugsanlegt að af þeim sökum gefist möguleikiárannsóknáhugmyndaheimimunbreiðari og fjölbreytilegri hóps hér á landi en almennt gildir um vestræn ríki? Það er að minnsta kosti Ijóst að fleirum stóð til boða að komast inn á hinn skriflega ntarkað en þann prentaða og að hann laut hvorki sambærilegri yfirstjórn né þurfti hann að taka tillit til sörnu hags- muna og gilti um hið prentaða orð. Er fyrir vikið hugsanlegt að unnt geti verið að greina í sundur tvenns konar menningu í samfélagi fyrri alda, annars vegar þá sem kom að ofan og hins vegar þá sem kom að neðan, ef svo má að orði komast? Það er annars vegar hina opinberu menningu, sem einkum nýtti prentlistina til að koma tilmælum sínum á framfæri og hins vegar hina óopinberu, sem fyrst og fremst óx upp af þrámannaeftir því að gera sér heiminn skiljanlegri. Það er þessi óopinbera menning, hin skriflega menning, sem er svo frá- munalega óaðgengileg, ó- þekkt og illa rannsökuð. Hún er svo illa rannsökuð sökunt þess að fæst hefur enn verið gefið út, á þeim nútíma þar sem manni virðist að allt hafi verið gefið út sem nokkru mál i geti skipt, og jafnvel rúmlega það. Hvar eru undirstöðuútgáfur af verkum manna á borð við Einar Sigurðsson í Eydölum, Olaf Jónsson á Söndum, Bjarna Gissurarson í Þingmúla, jafnvel Stefán Ólafs- son í Vallanesi? Hvar eru allir sálmarnir sem vóru sungnir, vísurnar sem vóru raulaðar, rímurnar sem vóru kveðnar? Af hverju er allt þögult? Ef einhver kynni að leggja eyru við mætti hér hlýða á orðræðu aldanna, vegna þess að í þessum afskiptu handritum er að finna þann lifandi vitnisburð um hugsun og tilfinningar, um trú og vonir, um drauma og þrár sem bærðust hið innra með mönnum öldum saman og laut ekki öðrum lögmálum en lönguninni til að tjá og túlka þá heimsmynd sem menn höfðu, hvað sem leið þeim kenningum sem haldið var að fólki. Það er augljóst að á meðan ekki er losað um tunguhaft handritanna rennur samhengið í íslenskum bókmenntum okkur ávallt úr greipum, því að það er svo sáralítill hluti sem liggur undir í rannsókninni að hún getur ekki talist sanngjörn, jafnvel ekki möguleg. Mun nú verða staldrað andartak við og gefið yfirlit um söfnun handritanna, áður en hugað verður að varðveislustað þeirra og hvað helst kunni að vera til úrbóta. Allt fram til 17du aldar má segja að við sitjum einir að handritum okkar. Rökkurbýsnin, sem Jón lærði kallaði siðaskiptin, höfðu haldið innreið sína og með þeim sá skilningur að efni hinna gömlu skinnhandrita væri ekki með öllu laus við villu og rangan lífsskilning. Margir höfðu því ímugust á hinum skrifuðu skræðum og létu sumir verða að því að sýna andúð sína í verki. Sitthvorumegin viðaldamótin lóOOskrifaði Amgrímur Jónsson lærði (1568-1648) sínar merkilegu bækur á latínu um Island og með tilkomu þeirra fengu erlendar þjóðir fyrst hugmynd um þann mikla sagnaauð sem hin norðlæga þjóð varðveitti úti á hjara veraldar. Vor allra náðugasti herra sem þá var Friðrik III sendi menn úr garði sínum að útvega fornrit og sögubækur “til hans majestatis placir í hans konunglegu bibliotheca”, eins og þar segir. Fyrstur til að fara konungserinda var Þórarinn Eiríksson og eru nú (1996) rétt 340 ár síðan hann gekk á fund þess manns er þá hafði lyklavöld að Skálholti, herra Brynjólfs biskups Sveinssonar. Biskup lét lesa bréf konungs upp á alþingi og reiddi sjálfur fram 3 skinnbækur, Grágás, lögbókarhandrit frá 13du öld, bók frá því um 1400 þar sem meðal annars er að finna Völsungasögu og í þriðja lagi sjálfa Flateyjarbók sem er safnrit þar sem meðal annars er að finna Ólafs sögu hina mestu. Með þessum bókakosti sendi herra Brynjólfur merkilegt bréf þar sem hann hvetur til þess að hugað verði að því að gefa þessi stórvirki út á prenti, því eins og hann segir “Að loka handritin hljóð inn í erlendum bókasöfnum [...] það er ekki að varðveita fornfræði heldur að týna þeim.” Lítill gauntur varð þó gefinn að orðum hans. Öðru sinni sendi konungur sendiboða til Islands. Sá hét Þormóður Torfason og kom hann til landsins sumarið 1662. Honum varð vel ágengt og afhendi herra Brynjólfur honum meðal annars sjálfa Sæmundar- Eddu, öðru nafni Konungsbók Eddukvæða. Þriðja sinn sendi konungur út mann af örkinni. Sá hét Hannes Þorleifsson Kortssonar lögmanns er á sínum tíma varð mj ög skeinuhættur galdrahy ski, sérstaklega á Vestfjörðum. Kom Hannes út hingað 1682. Safnaði hann miklu og sigldi með Höfðaskipi. Fórst skipið undir Langanesi, og eins og Jón Helgason segir “er þessara bóka þar að leita.” Á sama ári 1682 er Jón Eggertsson, þriðji maður frá Magnúsi prúða að safna Hvar eru allir sálmarnir sem vóru sungnir, vísurnar sem vóru raulaðar, rímurnar sem vóru kveðnar? Af hverju er allt þögult? 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.