Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 12
- bókakynning - bokakynning - bókakynning - bókakynning - Krákustaðaætt Út er komin Krákustaðaætt, glæsileg bók, sem inniheldur ættarsögu, niðjatal og framættir hjónanna sem bjuggu á Krákustöðum í Skagafirði á seinni hluta 19. aldar, SigurbjargarMargrétardótturog Guðvarðar Þorsteinssonar. Höfundurbókarinnar,HalldórArmann Sigurðsson, er fæddur árið 1950. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskri málfræði frá Háskóla íslands 1983 og doktorsprófi í norrænum málvísindum frá háskólanum í Lundi 1989. Halldór var styrkþegi við háskólann í Stokkhólmi 1984-5 og sendikennari í íslensku við háskólann í Kiel 1985-1988. Hann hefur verið kennari við Háskóla Islands frá 1988, síðustu árin sem prófessor í almennum málvísindum. Halldór hefursamiðbækurogfjölmargargreinarummálvísindi í innlend og erlend tímarit og einnig skrifað greinar um ættfræði og persónusögu. Hann hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar. Hann var um árabil ritstjóri Islensks máls og almennrar málfræði, hefur haldið fjölda fyrirlestra á Islandi og erlendis og verið leiðbeinandi á ýmsum alþjóðlegum námsstefnum. Halldór er formaður bókmenntafræði- og mál vísinda- skorar í heimspekideild, ritari Norræna málfræðinga- sambandsins, formaður mannanafnanefndar og hefur gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Krákustaðaætt brýtur blað í íslenskum ættfræði- rannsóknum að því leyti að þar er aðferðum sagn- fræðinnar beitt á ættfræðileg efni. Þessa sér stað í verkinu með ýmsu móti: — Bókin hefst á rækilegum inngangi þar sem saga ættarinnar er rakin eftir öllum tiltækum heimildum og í samhengi við þjóðarsöguna og þar sem gerð ertölfræðileg úttekt á ættinni og einkennum hennar, þ.e. fjölgun í ættinni, störfum ættmenna og menntun, búsetu þeirra, nöfnum og nafnsiðum í ættinni o.s.frv. Þær lýð- og nafnfræðilegu rannsóknir sem inngangurinn byggist á eiga sér engar hliðstæður í íslenskum ættfræðiritum. — Bókin er öll byggð á mjög ítarlegri og vandaðri heimildaöflun. Upplýsingar um náms- og starfsferil niðjanna og maka þeirra og einnig upplýsingar um ættirmakannaeruóvenjulegarækilegar.Þausjónarmið sem móta heimildaöflunina í bókinni valda því að þar eru upplýsingar um æviferil kvenna mun ítarlegri en í flestum eða öllum öðrum íslenskum ættfræðiritum. — Sérstaklega er getið um misræmi á milli heimilda í neðanmálsgreinum og reynt að skera úr um hvað sé rétt hverju sinni. Krákustaðaætt er ekki aðeins saga fólksins í ættinni heldur einnig tveggja alda þjóðarsaga íslendinga í hnotskurn. Bókin er 328 bls. að stærð og hana prýðir fjöldi mynda. Bókaútgáfan Þjóðsaga ehf. gefur verkið út. (Fréttatilkynning 2. des 1996). María Guðsmóðir............. framhald af fyrri síðu 9 Hér, og alls staðar þar sem annað er ekki tekið fram, er fylgt Lbs 1516 4to. Textinn hefur verið færður til nútímahorfs en orðmyndir látnar halda sér. 10 Hér er fylgt ÍB 70 4to. Textinn hefur verið færður til nútímahorfs en orðmyndir látnar halda sér. 11 Jónas JónassonfráHrafnagili,íslenzkirþjóðhættir, Einar Olafur Sveinsson bjó undir prentun, (Reykjavík, 1934), bls. 372. 12 ÍB 512 4to. 13 Skrá um Handritasöfn Landsbókasafnsins. Samið afPáli EggertÓlasyni. II. bindi. Reykjavík 1927, bls. 843. 14 Bishop Guðbrands Vísnabók 1612. Published in Facsimile with an Introduction in English by S igurður Nordal (Kaupmannahöfn, 1937), bls. 23. (í þýðingu undirritaðs). 15 íslenzk miðaldakvæði. Islands digte fra senmiddel alderen. Udgivet... ved Jón Helgason. II. bind (Kpbenhavn, 1936), bls 87. 16 Sjá Islenzk miðaldakvæði, bls 87. 17 Islenzk miðaldakvæði. Islands digte fra senmiddelalderen. Udgivet... ved Jón Helgason. II. bind (Kpbenhavn, 1936), bls 87. 18 Fylgt er útgáfu Jóns Helgasonar, en textinn fr æður lil nútímahorfs. Sjá íslenzk miðaldakvæði, bls 87-90. 19 Sjá íslenzk miðaldakvæði, bls 87. 20 íslenzk miðaldakvæði, bls 87. 21 íslenzk miðaldakvæði, bls 87. 22 Lbs 25 fol. 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.