Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 13
Gunnar Sigurðsson prófessor yfirlæknir, lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Erfðir og blóðfita Erindi flutt á fundi í Ættfræðifélaginu í október 1996 Sýnt var fram á í merkri íslenskri rannsókn fyrir u.þ.b. 20 árum, framkvæmdri af Oskari Þórðarsyni lækni og Sturlu Friðrikssyni líffræðingi, að krans- æðasjúkdómar eru mun algengari meðal ættingja þeirra sem fengið höfðu kransæðastíflu. Þeir sýndu þannig fram á að áhættan var a.m.k. tvöföld meðal náinna ættingja slíkra sjúklinga í samanburði við aðra. Það er vel þekkt að áhættuþættir fyrir krans- æðasjúkdómnum sjálfum, svo sem hárblóðþrýstingur og há blóðfita, eru háðir erfðum en hins vegar er ekki ljóst hvort þessi ættarfylgja sé tengd einhverjum öðrum þáttum sem við ekki þekkjum í dag. Sýnt hefur verið fram á að blóðfita einstaklinga og þá einkanlega kólesteról í blóði er að hálfu leyti ákvarðað af erfðum og að hálfu leyti af umhverfis- þáttum sem einkanlega eru neysla á mettaðri dýra- fitu, líkamsþyngd o.fl. Þessar erfðir ákvarðast af mörgum genum og nú er víða verið að leita að þessum genum með erfðatæknilegum aðferðum m.a. í íslensku þýði. I dag er þó þekktur einn ákveðinn erfðagalli í geni því sem stjómar efnaskiptunum á hinni kólesterólríku sameind í blóði, svokölluðu LDL. Stökkbreytingar í þessu geni (LDL við- takagenið) veldur því að einstaklingar sem erft hafa þennan erfðagalla frá öðru foreldrinu hafa verulega hækkað kólesteról frá fæðingu og oft fá þessir einstaklingar útfellingar af kólesteróli í sinar og húð á miðjum aldri ef ekki er að gert. Kransæðasjúkdómar hafaeinnig verið algengir í þessum ættum til skamms tíma en nú ætti að vera unnt að koma í veg fyrir það að stóru leyti með góðum kólesteróllækkandi lyfjum. Hér á landi þekkjum við a.m.k. 20 ættir með slíka erfðagalla, valdandi háu kólesteróli. Með sameindaerfðatæki hefur reynst unnt að greina stökkbreytingamar í þessum ættum við bjuggumst við að finna aðeins eina stökkbreytingu og vonuðumst til að geta rakið hana til ákveðins víkings sem flutt hefði til íslands fyrir þúsund árum. Hins vegar höfum við fundið a.m.k. fjórar stökkbreytingar og þær hafa verið rannsakaðar ítarlega af dr. Vilmundi Guðnasyni í London og ekki verið lýst annars staðar, t.d. hafa þær ekki fundist í Noregi heldur virðast aðrarstökkbreytingarveraþarundirliggjandi.Þannig getum við með erfðatæknilegum aðferðum á blóðsýnum og með ættrakningu gegnum Erfðafræðinefnd rakið slíka erfðagalla í ættum hér á landi og með þessari aðferð vonumst við til að unnt verði að skíma fyrir þessum erfðagalla á öllu Islandi og finna raunverulega tíðni hans sem í rauninni er ekki þekktur í heiminum í dag. Það hefur verið áætlað að algengi hans sé einn af hverjum 500 en það er með öllu óvíst og vonumst við til að varpa ljósi á það með þessari rannsókn okkar. Jafnframt vonumst við til að slík skimun leiði til þess að þessir ein- staklingar greinist mun fyrr en gerist í dag svo að unnt verði að gefa þeim ráðleggingar, bæði varðandi fæði og jafnframt kólesteróllækkandi lyf. A síðustu árum hafa komið fram mjög virk kólesteróllækkandi lyf sem sannað hafa notagildi sitt til að draga úr tíðni kransæðasjúkdóma. Við teljum því mjög mikilvægt að þessir einstaklingar fái notið slíkrar meðferðar. Við teljum því að nýting á erfðafræðilegum upplýs- ingum á íslandi komi þama vel að notum ásamt þeim nýjungumíerfðatæknilegumaðferðumáblóðsýnum sem þróast hafa á allra síðustu árum. Sem betur fer höfum við íslendingar einnig fengið heim menntaða lækna og vísindamenn á þessu sviði til þess að unnt verði að nýta slíka tækni hér. Ég tók hér eitt dæmi af arfbundinni hækkun á blóðfitu en sýnilegt er að mörg önnur gen spila hér inn í og því þurfa að fara fram viðtækar rannsóknir á þessu sviði svo að unnt verði að koma í veg fyrir þá ættarfylgju sem ég minntist á í upphafi og veldur því að í sumum ættum eru kransæðasjúkdómar tvisvar til þrisvar sinnum algengari en í öðrum. Þar koma einnig til aðrir áhættuþættir kransæðasjúkdóma svo sem hár blóðþrýstingur sem einnig er arfbundinn að stórum hluta og mikið er verið að rannsaka, m.a. á íslandi. Næsti hluti Hjartavemdarrannsóknarinnar verð- ur einmitt miðaður við leit að hugsanlegum erfða- þáttum kransæðasjukdóma. 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.