Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 7
fyrr en séra Hallgrímur: Upp, upp mín sál og allt mitt hold, í stað hins fræga upphafs Passíusálmanna: Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Með því að aðgæta skáldskap Olafs gefst gott tækifæri til að skyggnast inn fyrir luktar dyr skriflegrar bókmenningar og virða fyrir sér skáld sem var eitthvert vinsælasta skáld sinnar tíðar, enda þótt nú muni hann enginn. I nokkrum uppskriftum að kvæðabók sinni, þó ekki í uppskrift Hjalta, er að finna formála eftir Ólaf sjálfan. Það er sjaldgæft að formálar fylgi ritverkum frá fyrri tíð, ekki síst frá hendi höfundarins og það er því mikils virði að gaumgæfa ummæli skáldsins sjálfs um kvæði sín. I formálanum skiptir Ólafur kvæðabók sinni í tvo helminga með eftirfarandi ummælum: Þessi kvæði skiptast í tvo parta. Sá fyrri sér og horfir heim til nokkurra vorra almennilegra lær- dómsgreina, sem kenndar eru, einkum til iðranar og yfirbótinnioghennarþriggjaparta; item til iögmálsins og evangelis, einkannlega Christum vors endur- lausnara, sem lesarinn fær vel skilið. Sá seinni parturinn eru kvæði, kveðin fyrir ýmsar persónur, fyrir þeirra bón, að minnast annað hvort á sína umliðna ævi eða Guðs velgeminga eður sína við- skilda ástvini; sum eru um eitt og annað, sem mig lysti í kveðandi að setja, sem vel finnst hér í vegi í þessu kverkomi; sum eru gagnleg á móti skaðsömum freistingum, hjartans angist og hugarsturlun, fyrir þá, sem þau vilja athuga.9 Ólafur orti eftirmæli við bók sína, sem ég held að sé í flestum uppskriftum. Þar gerir hann eftirfarandi grein fyrir ástæðum sínum fyrir að hefjast handa við að yrkja: Helst hef eg annarra hrellda sál til huggunar viljað hvetja. Blíðleg orð og brjállaust mál í braginn því gjört að setja. Hvar eg spurði af hjörtum þeim sem hlóðust sorgar þjósti, út eg lokkaði angurs keim, en efldi gleði í brjósti. Því hvör hér reynt hefur hryggðar él í heimi þessum snauðum, sá kann öðrum vorkynd vel að veita í þeirra nauðum. Svo virðist sem Ólafur hafi þjáðst af þungiyndi. Um það vitnar erindið hér að framan og taka má fleiri dæmi því til staðfestingar: Hjartað kalt og hyggjan spillt hreint er af girndum sárum. Gott þverrar allt, eg geng því villt, getandi ei hjá vondu stillt. Mig rekur ávallt, þó rói eg öllum árum. Hann vakir um nætur: Soddan eitt sorgarkvæði, söng af auðmjúkri lund. Maður sá missir blund, mjög oft á náttarstund. Minn Guð, vor meinin græði og græði. Og að lokum mætti taka eftirfarandi erindi: Þegar eg þrey og styn, þeink á mig góði vin. Deyf þá minn dapurleik stinna, því dyggð hefur þú til þinna. Veit eg þó víst án efa, þú vilt mig ei yfirgefa. Hin óbifanlega trú hans, án hiks, án efa, hefur vafalaust hjálpað honum mjög í andlegum þrengingum. En hún hefur gert miklu meira, hún hefur fært honum skáldskapinn. I fyrsta kvæði bókarinnar segir Ólafur: Fer eg nú snart á fertugs aldur, fátt þar brestur á. Geng til þurrðar og gjörist mjög kaldur, girnist því heimi frá. Mál er komið eg vakni við, af vondum draum og glæpa sið. Hugraun minni, Guð, hjálpa þú við. Og í eftirmælum hans sem áður vóru nefnd kemur fram að hann hafi undanfarin tuttugu ár verið að “safna öllu því sem ort hér stár”, eins og hann orðar það. Hann bætir síðan við: Skaparinn hefur mér skenkt alvaldur skamtlega ævi búna. Sextíu ára sanna aldur sagt er eg hafi núna.10 Samkvæmt þessu hefur Ólafur hafist handa við að yrkja um fertugt eða í kringum aldamótaárið 1600 og lokið við Kvæðabókina um 1620 og hefur Guð þá gefið honurn 7 ár á jörðunni að verklaunum, því hann andaðist 1627, eins og áður sagði. Nú má spyrja: Hvers virði er skáldskapurinn Ólafi? Eg tel að skáldskapurinn verði honum leið til að 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.