Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 21
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Til Ættfræðifélagsins Svar við fyrirspurn Mig vantar upplýsingar varðandi nokkra áa konu minnar en hú á ættir að rekja í móðurætt til Vestfjarða. 1. Arið 1806 ganga í hjónaband Jón Sigurðsson 37 ára og Borgný Ögmundsdóttir 40 ára, bæði vinnuhjú í Vatnadal neðri í Súgandafirði. Þau hófu búskap á sama bæ, býli 2. Móðir Borgnýjar var Margrét Borgarsdóttir. Hún var vinnukona, ekkja af 1. hjónabandi á Suðureyri árið 1801, 59 ára, en hjá dóttur sinni Borgnýju, í Vatnadal neðri árið 1811 og er þá 69 ára. Mig vantar upplýsingar um hverjir voru foreldrar Sigurðar og hver var faðir Borgnýjar. 2. Bjarni Jónsson f. um 1770 er bóndi á Kleifum í Seyðisfirði vestra 1801. Móðir Bjarna var Valgerður Bjarnadóttir f. um 1750. Mig vantar upplýsingar um hver var faðir Bjarna. 3. María Jónsdóttirf. um 1770, væntanlega síðari kona Bjama Jónssonar, f. um 1770, dvelur sem umönnunarbarn á vegum hreppsins (et plejebam af reppen) á bænum Vatnsfjörður í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp hjá Bjama Guðfinnssyni bónda og konu hans Ragnhildi Þorleifsdóttur árið 1801. Hún er skráð húskona, ekkja á Uppsölum við Álftafjörð á manntali 1816 og húsfreyja í Hattardal meiri á sóknarmanntali 1830. Mig vantar upplýsingar um hverjir voru foreldrar Maríu. Virðingarfyllst, Jónas Guðlaugsson Móabarði 32,220 Hafnarfjörður, sími: 565 3012. F rá Fáskrúðsfirði kemur eftirfarandi bréf: Góðir félagar. Mig langar að biðja um upplýsingar um nokkra einstaklinga ef einhver vildi vera svo góður að hjálpa mér. Bjöm Helgason f. 1717, bóndi á Hvassafelli í Eyjafirði. Ingibjörg Helgadóttir f. ?? ráðskona hjá Ólafi bróður sínum á Þverá í Staðarbyggð. Guðrún Helgadóttir f. ?? V ______________________________________________ Svar við fyrirspurn í 6.tbl. Fréttabréfsins 1996 um mæðgumar í Ásbúð, í Manntalinu 1845, SA, bls. 408, frá Jónu Gunnlaugsdóttur, Tunguseli 7, Reykjavík. Ragnheiður Guðmundsdóttir var fædd 13. sept- ember 1791 í Króki á Álftanesi, foreldrar hennar voru Guðmundur Guðbrandsson og Dýrfinna Erlendsdóttir. Dýrfinna býr á Bala, hjáleigu frá Dysjum, 1801 með manni sínum Jóni Erlendssyni. Ragnheiður er í Ásbúð 1801 þar fósturbarn, svo hún hefur átt heima í Ásbúð lengst ævinnar. Hún lést 17.febrúar 1865 í Skuld á Álftanesi, þá ekkja. “Helga Hálfdanardóttir var fædd 17. janúar 1826 í Ásbúð. Foreldrar hennar voru Hálfdan Hálfdanarson lausamaður í Ásbúð og giftur maður frá Neðranesi í Miðfirði og Ragnheiður Guðmundsdóttir vinnukona í Ásbúð, hann viðurkennir barnið” (Kb.). Þá er að athuga hver Hálfdan var. Hálfdan Hálfdanarson er á Þambárvöllum í Óspakseyrarsókn Strand. 12 ára 1801. Það er líka Hálfdan Hálfdanarson 57 ára á Þorpum í Fellssókn í Strand. 1845, og er þetta sennilega sami maðurinn. Þessi Hálfdan er sagður fæddur í Ingjaldshólssókn, en ég finn hann ekki fæddan þar, en það er ekki að marka, því Jökla er gloppótt. Það eru hjón í Beruvík á Snæfellsnesi á þessum tíma, um 1786, sem heita Hálfdan Jónsson og Ástríður Hákonardóttir og eru þá að eiga börn. Eru þetta foreldrar Hálfdanar Hálfdanarsonar? Hver veit? Hólmfríður Gísladóttir. Indriði Helgason f. ?? Hann var kvæntur því meðal bama hans var Ingibjörg Indriðadóttir f. ?? Hallgrímur Helgason f. ?? bóndi á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Maki: Guðrún Brandsdóttir f. ?? frá Ytri-Tjörnum. Foreldrar þeirra voru Helgi Ólafsson f. 1678 d. 1730, bóndi á S vertingsstöðum í Eyjafirði og Guðrún Hallgrímsdóttir f. 1682 frá Árgerði, húsmóðir á Svertingsstöðum. Með fyrirfram þökk, Hákon Magnússon, Búðarvegi 52 750 Fáskrúðsfirði, sími: 475 1151 21

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.