Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 5
í kistu Svíakonungs. Og verður honum að því leyti
betur ágengt að hann kemur farmi sínum heilurn í
höfn. Konungur verður fár við þau tíðindi að helsti
óvinur ríkisins sé byrjaður að safna íslenskum
handritum og árið 1685 leggur hann blátt bann við að
selja eða gefa handrit utan ríkismarkanna. Um svipað
leyti ræðst Árni Magnússon (1663-1730) í þjónustu
fomfræðings Danakonungs Thomas Bartholin. Um
Árna verður fátt sagt í þessu spjalli. Það nægir að
minna á að allri æfi sinni varði hann til að safna
íslenskum handritum, einkum þeim sem elst vóru, og
átti hann áður en yfir lauk flest þau skinnhandrit sem
á annað borð fengust í landinu, auk fjölda
pappírshandrita og prentaðra bóka. Hann eignaðist
því flest þau handrit sem merkust eru og má segja að
nafn hans komi upp í huga flestra manna þá er
handrita er getið.
Eftir fráfall Árna má kalla að ríki fádæma doði og
sinnuleysi um söfnun handrita, enginn er til að taka
upp merki hans og halda starfinu áfram. Að vísu er
enn skrifað af miklu kappi og til eru þeir menn sem
eignast nokkur handrit en um kerfisbundna söfnun er
vart að ræða. Stiftisbókasafnið er stofnað árið 1818
en þau handrit sem þangað safnast voru í upphafi
ekki skilin frá öðrum bókakosti.
Hinn 14. júní 1845 dregur til þeirra tíðinda að
ValgerðurJónsdóttir(dóttirJónsJónssonarsýslumanns
áMóeiðarhvoli, fædd 1771, dáin 1856) verðurekkja
öðru sinni. Hún hafði átt fyrir fyrri mann Hannes
Skálholtsbiskup Finnsson Skálholtsbiskups Jónssonar
prests Halldórssonar í Hítardal. En seinni maður
hennar var Steingrímur Jónsson, sem nefndur hefur
verið fyrsti Reykjavíkurbiskup. Var hann sonur séra
Jóns Jónssonar í Holti og Helgu Steingrímsdóttur,
systur Jóns eldklerks. Ári eftir andlát Steingríms seldi
Valgerður Stiftisbókasafninu 393 handrit og vóru
kaupin staðfest með konungsúrskurði hinn 5. júní
1846. Með þeim úrskurði má segja að innlend söfnun
hafi aftur hafist í landinu. Auk þess má nefna að
Bókmenntafélagið í Kaupmannahöfn, sem var stofnað
nokkru fyrr, árið 1816, eignaðist allnokkur handrit en
um kerfisbundna söfnun er ekki að ræða fyrr en árið
1854 er fyrsta áskorun var send félagsmönnum. í
boðsbréfi þess árs (1854) segir meðal annars: “Vér
leyfum oss jafnframt að benda til þess, að félagið
tekur fegins hendi móti allskonar handritum, fornum
og nýjum, sem rnenn kynni vilja senda því, svo sem
t.a.m. annálum, ættartölubókum, kvæðum, rímum,
bréfum, dómabókum, máldögum o.s.frv. - Þau handrit,
sem félaginu verða send, munu verða geymd vandlega
í söfnum þess, og notuð þegar kostur er á [...].”4
Félaginu varð vel ágengt, því margir áttu enn ýmislegt
í fórum sínum, einkum þó vitaskuld pappírshandrit
frá síðari öldum, 17du, 18duog 19du öld. Árið 1901
var safn bókmenntafélagsins selt handritadeild
Landsbókasafnsins er hafði áður (árið 1878) keypt
handritakost Jóns Sigurðssonar forseta. Eru söfn
þessi samtals á fjórða þúsund bindi og er haldið
aðgreindum í geymslum handritadeildar
Landsbókasafns Islands-Háskólabókasafns.
Verður nú vikið alfarið að handritadeild. Eins og
fyrr segir spannar saga hennar 150 ár og er ekki hægt
að segja annað en að á þeim tiltölulega skamrna tíma
hafi furðanlega safnast því nú eru um 15.000 skráð
handrit að finna í safninu. Og stöðugt bætist við því
eitt meginhlutverk deildarinnar er að safna efni og
gera það aðgengilegt fyrir þá sem rannsaka vilja
þann mikla fjársjóð sem þar er. Og þá erum við komin
að aðalatriðinu: Hvað er þarna fyrir innan?
Til er skrá um efni í handritadeild sem varprentuð
á árunum 1918-1937 og er verk aðeins eins manns,
Páls Eggerts Ólasonar. Til viðbótar við þá skrá hafa
verið prentuð þrjú aukabindi yfir það efni sem síðar
hefur komið í safnið og samdi Páll Eggert hið fyrsta
árið 1947, annað bindi kom út árið 1959, þriðja árið
1970 og það fjórða kom út á þessu ári (1996). Páll
Eggert var gífurlegur atorkumaður, en það segir sig
sjálft að einn maður getur ekki skráð um 10.000
handrit svo nákvæmlega að þar sé öllu lýst. Þegar
hugað er að því að til viðbótar við þennan starfa hafði
hann margt annað með höndum verður enn ljósara að
víða er ófullnægjandi grein gerð fyrir innihaldi
handritanna. Á hinn bóginn er jafnljóst að án vinnu
Páls Eggerts væri safnið sem lokað. Hann er því og
verður ávallt sá risi sem eftirkomendur munu standa
í þakkarskuld við.
Tvennt er það sem engin sérstök grein er gerð
fyrir í handritslýsingum Páls Eggerts, en það eru
tónlist og myndlist og þess vegna eiga áhugamenn
um sögu myndlistar og tónlistar enn óplægðan akur
að starfa í. Þá má geta þess að til eru ýmsar sérskrár
sem geta hjálpað mönnum að átta sig betur á innihaldi
handritanna og skulu hér einungis nefndar tvær þær
stærstu, bréfaskrá og kvæðaskrá. Um þá fyrrnefndu,
bréfaskrána, skal þess eins getið að þar er raðað eftir
bréfritara og viðtakanda og skiptir tala þeirra sem
getið er um tugum þúsunda. Hvað bréfin hafa að
varðveita verður hins vegar hver og einn að kanna
með ærnu erfiði. Og getur þá orðið nokkuð tafsamt að
leita af sér allan grun um eitthvert tiltekið efni.
Um síðari skrána, kvæðaskrána, er það fyrst að
segja að vinna við hana hófst um 1960 og segir
Grímur M. Helgason þáverandi forstöðumaður
handritadeildar Landsbókasafnsins í greinargerð er
hann tók saman: “Hafa handritin að jafnaði verið
valin til skráningar eftir aldri, eftir því sem unnt hefir
verið, og byrjað á hinum elstu.”5 Hann kveður nánar
á um með hvaða hætti kvæði er tekið upp í skrána, og
bætir síðan við: “Stundum er lagboða getið í handritum,
og eru þeir teknir með á seðla þessarar skrár. Einnig
5