Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Qupperneq 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Qupperneq 18
Mikilvægi ættfræðinnar fyrir fólk af íslenskum uppruna Það er þýðingarmikið fyrir okkur öll að vita uppruna okkar, að hafa tengsl við ættmenni, vita um sjúkdóma í ættinni, vita hvaðan “rætur” okkar eru runnar.ÞaðernauðsynlegtfyrirVestur-íslendinginn. Þrjár kynslóðir eru liðnar síðan hin mikla útflytj- endaalda hófst á íslandi 1875 og miki 11 fróðleikur og upplýsingar hafa glatast síðan. Margir tóku sér ný nöfn og þriðju kynslóðar fólk þekkir ekki lengur upprunalegu nöfnin. Islenskan heyrist aðeins töluð meðal fáeinna lítilla hópa eldra fólks í helstu Islend- ingabyggðum og þeirra sem flust hafa nýlega til landsins, og kunnáttan fer hraðminnkandi. Jafnvel þeir Vestur-íslendingar sem mestan áhuga hafa, reka sig á að íslenska stafrófið er erfitt og beygingar manna- og staðanafna mjög ruglandi. Saga Islands, ef frá er talin vitneskja um fyrstu byggð og stofnun lýðveldis, er hulin ráðgáta. Islenskar bókmenntir eru betur kynntar. Astundun ættfræði er eitt af sterkustu tækjunum til að uppgötva og halda við þekkingu á þessum viðkvæma menningararfi Vestur-íslendinga. Jafnvel þeir sem aðeins hafa takmarkaðan áhuga á ættfræði kynnast íslenskri tungu. Fyrir um það bil tólf árum byrjaði ég að grúska í íslenskum uppruna mínum og þá mjög hikandi. Eg ólst upp í stórborg og eina íslenskan sem ég heyrði voru nokkur orðatiltæki í fjölskylduboðum. Ritmálið var mér algerlega framandi og dró úr mér kjark. Eftir nokkrar tilraunir til sjálfsnáms var ég við að gefast upp. Enégþekkti íslenskastafrófið og helstu ættfræði- hugtök og með hjálp góðrar orðabókar tókst mér að lesa kirkjubækur og önnur gögn á örfilmum. í ætt- fræðinni kernur fljótlega að því að nöfn og dagsetn- ingar nægja ekki og til þess að koma hlutunum í samhengi þarf að athuga sagnfræðilegar heimildir, ævisögur, bókmenntir, og menningu. Þannig fór ég úr tölulegum staðreyndum í upplýsingar sem aðeins var að finna í erfiðari textum. Eftir að hafa reitt mig algerlega á orðabókina í langan tíma kom að því að ég áttaði mig á að ég hafði ekki notað hana lengi og var farin að lesa íslenskt mál. Þessi þróun á sér stað án þess að maður taki eftir, en uppgötvunin er stórkostleg. Dyr opnast, og maður gengur inn í nýjan menningarheim og veröldin verður aldrei söm aftur! Fyrir okkur sem búum í Bandaríkjunum og Kanada, er etv. það mest heillandi við íslenska arfleifð, að flest mikilmenni og hetjur Islandssögunnar eru forfeður okkar rétt eins og nútíma Islendinga, þannig verður ættfræði okkar samofin sögu Islands. Flestallir með íslensk gen eru komnir frá hinum harðdræga Jóni biskupi Arasyni og einnig Guðbrandi biskupi, og allir geta gert tilkall ti 1 hetja í íslendingasögum á borð við Egil Skallagrímsson og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Ég uppgötvaði að skrift á handritum sem ég hafði unnið mikið við, var skrift langalangalangafa míns. Bæði stórkostlegt og jafnframt uggvekjandi. Tungumálið, sagan, fjölskyldan, menningin, allt ein heild. Viðfangsefni mitt á sviði ættfræði Það byrjaði nógu sakleysilega þegar mér datt í hug að athuga hverjir í Heklu-klúbbnum gætu verið skyldir mér. Ég byrjaði á að rekja niðja nokkurra forfeðra minna sem fæddir voru í kringum 1600. Þetta er það form sem margar hefðbundnar ættartölur fylgja, en flestar eru bundnar við svæði, tengdar ákveðnum fjölskyldum, byrja seinna eða ná ekki nógu langt. Með því að nota allar þær heimildir sem ég hafði til umráða, bæði frum- og eftirheimildir, er ég komin með efni á 3.725 síðum í sjö bindum, þar sem koma fram niðjar 70 hjóna, ættfeðra og -mæðra, sem uppi voru snemma á 17. öld. Rakningin heldur áfram allt til snemma á 20. öld með útflytjendum til Norður-Ameríku. Að sjálfsögðu geri ég mér nú grein fyrir glópsku minni að ætla mér slíkt verkefni og þeim mikla fjölda einstaklinga sem þarna koma við sögu. Með aðstoð tölvu og þess mikla upplýsingamagns sem hún ræður, er ég þó ákveðin að koma þessu á prent og geri ráð fyrir að ljúka því innan tveggja ára. Þetta rit mun auðvelda barnabömum útflytjendanna að rekja ættir sínar 300 ár eða lengra aftur í tímann, og jafnframt skyldleika með fólki í Norður-Ameríku og á Islandi. Þar munu einnig birtast upplýsingar um fjöldskyldur sem ekki eru í neinum útgefnum ritum um útflytjendur, og jafnframt verða þar ýmsar leiðrétt- ingar. Samvinna milli þjóða á sviði ættfræði Mig langar til að hvetja til samvinnu á sviði ættfræði. A Islandi er aðeins eitt ættfræðifélag og það gæti beitt sér fyrir samvinnu svipað og samtök ættfræðifélaga í Svíþjóð og fleiri löndum gera. Samskipti geta farið fram með ýmsum hætti og nú eru að skapast heillandi tækifæri með lilkomu Internets og World Wide Web. Það var skemmtilegt að rekast á heimasíðu íslenska ættfræðifélagsins á vefnum. Að sjálfsögðu er málið nokkur hindrun, en við kunnum öll að nota orðabók. Nota mætti blöndu af íslensku og ensku, eitthvað fyrir alla. Fyrirspurnir um einstök atriði eru mikilvægur flokkur, en margs konar efni mætti ræða. I þeim niðja- og ættartölum sem Vestur- Islendingar hafa erft eru margs konar villur og þær vilja berast áfram frá einu riti til annars. Nýjar upplýsingar frá Islandi eru vel þegnar. A móti getum við látið í té vitneskju um skyldfólk búsett í Norður- Ameríku. Látið okkur vita á hvern hátt við getum stuðlað að samvinnu. 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.